Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1959, Page 65

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1959, Page 65
SVEITARST J ÓRN ARMÁL 63 Bœtur lífeyristryéáiíiáa 1958. Ársskýrsla lífeyrisdeildar Tryggingastofn- unar ríkisins fyrir árið 1958 hefur nú verið tekin saman. Hér verður samkvæmt venju birt yfirlitsskýrslan, þar sem bótum og bótaþegum er skipt eftir bótategundum og tryggingaumdæmum. í skýrslunni er auk þess sundurliðun bótagreiðslna eftir hrepp- um, upplýsingar um lífeyrishækkanir, skerð- ingu lífeyris vegna tekna o. m. fl., sem ekki verður rakið hér. Rætur ársins 1958 nema samkvæmt bóta- skýrslunni 151 millj. kr., en samkvæmt reikningum, sem útdráttur er birtur úr á öðrum stað í þessu hefti, námu eiginlegar bætur lífeyristrygginga 136,6 millj. króna. Mismunurinn kemur fram á eftirfarandi hátt: Þús. kr. liætur samkvæmt bótaskýrslu .... 151.041 Til öryrkja á Reykjalundi........ 60 Sjúkrasamlagsiðgjöld lífeyrisþega 4.557 Bótagreiðslur samtals 155.658 Frá dregst endurkræfur barnalíf- eyrir ............................... 14.956 Frá dregst lífeyrir slysatrygginga 1.531 Frá dregst hluti sveitarfél. af líf- eyrishækk............................. 2.584 Eiginlegar bætur lífeyristrygginga 136.587 Færslur milli ára................... 13 Bætur lífeyristrygginga samkvæmt reikningum ....................... 136.600 Eins og áður eru við talningu bótaþega taldir allir þeir, sem einhverra bóta hafa notið á árinu, og er því fjöldi meiri en vera mundi, ef talning færi fram á ákveðn- um degi ársins. Til samanburðar þeim töl- um, sem í skýrslunni standa, má geta þess, að sérstök talning fjölskyldubótaþega fór fram í desember 1958, og reyndust þá 8650 fjölskyldur með 33232 börn á framfæri njóta fjölskyldubóta, en í skýrslunni er til- svarandi tala fjölskyldna 9056, og þar eru börn talin 17411, er svara til 35523 barna á framfæri, þar eð tvö fyrstu börnin í hverri fjölskvldu eru ekki talin með. Börnum, sem barnalíféyrir (óendurkræf- ur) er greiddur með, fer nú fækkandi. Hef- ur þeim þannig fækkað um 100 á árunum 1954—1958. Allt öðru máli gegnir um með- lagsgreiðslur (endurkræfan barnalífeyrir), og fjölgar þeim börnum ár frá ári, sem meðlög eru sótt fyrir til Tryggingastofnun- arinnar. Er talið, að stofnunin hafi annazt greiðslu með 2648 börnum árið 1954, en 3671 barni árið 1958. Það er athyglisvert, að enn á engin fjölg- un ellilífeyrisþega sér stað þrátt fyrir veru- lega fjölgun aldraðs fólks. Hins vegar fjölg- ar örorkulífeyrisþegum allmikið, og hið sama er að segja um fjölskyldubótaþega, enda fjölgar börnum innan 16 ára aldurs enn ört. Greiddir fæðingarstyrkir hafa orð- ið lítið eitt færri 1958 en 1957. í grein um reikninga Tryggingastofunar- innar fyrir árið 1958, sem birtist á öðrum stað í þessu hefti, er greint frá hækkunum þeim, er urðu á bótafjárhæðum á því ári. Yfirlitstafla lífeyrisdeildar er á næstu fjórum síðum.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.