Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Blaðsíða 17

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Blaðsíða 17
— Er lagningu hitaveitunnar lokið? „Stofnæð hitaveitu Rangæinga náði til Hvolsvall- ar sl. haust, og var hcita vatninu frá Laugalandi hleypt á í desembermánuði 1982. Var þá þegar hafizt handa um að tengja hús hitaveitunni. Voru mörg hús tengd fyrrihluta vetrar. Nokkur afturkipp- ur kom í tengingar, þegar bilun varð í dælukerfi borholu síðari hluta vetrar, en nú virðast þessi mál komin í lag, og tenging húsa heldur áfram af fullum krafti. Oll stærri hús á Hvolsvelli voru tengd hitaveitunni strax og stofnæðin kom. Rúmlega helmingur húsnæðis á Hvolsvelli hefur þegar verið tengdur hitaveitunni. Auk Hvolhrcpps standa Rangárvallahreppur og Holtahreppur að hitaveitunni. Frá Laugalandi eru að Hellu 10 km, en 13 km að Hvolsvelli þaðan, þannig að stofnæð hitaveitunnar frá Laugalandi að Hvolsvelli er sam- tals 23 km. Tilkoma hitavcitunnar gjörbreytir auð- vitað öllum aðstæðum fólksins, sem hennar nýtur í þessum byggðarlögum.11 - Eg lét þess getið í inngangsorðum að þessu spjalli okkar, er ég sá í bók, að sýslusjóð- ur hafi kostað vatnslögnina í fyrstu húsin á Hvolsvelli. Rekur ekki hreppurinn vatnveitu nú?“ ,Jú, hreppurinn rekur vatnsveitu, og hún nær ekki aðeins til kauptúnsins, heldur til næstum því allra bújarða í strjálbýlinu. Aður fyrr var mjög erfitt um neyzluvatn á mörgum býlum og cinnig að aíla þess fyrir kauptúnið. Það var fyrst sótt í svokallaða Króktúnslind, síðan að Brekkum, þá í Uppsalalind og í uppsprettu ofan við bæinn Efra-Hvol. Nú er neyzluvatn sótt í uppsprettulind í svonefndum „Krappa“ uppi við Rangá, skammt frá Tungufossi, og er þetta mjög gott vatn. Hreppurinn hefur lagt það á svo til öll býli sveitarinnar, seinast á land- námsjörðina Móeiðarhvol, sem er 7—8 km frá kauptúninu. Við lögnina þangað eru tengd nokkur veiðihús og sumarbústaðir." — Er ekki erfitt með holræsi á svona miklu sléttlendi eins og er á Hvolsvelli? ,JÚ, það er vissulcga erlitt að ná fram nauðsyn- legum halla á holræsislögn. Sameiginlegt holræsi var fyrst lagt árið 1956, og er frárennslið leitt í l Stjórnsýslustöö í smíðum. f henni fá inni Hvolhreppur, lögregla sýslunnar, bifreiðaeftlrlit og slökkvilið Hvol- hrepps og sjö annarra hreppa í sýslunni. lokuðum rörum langt út fyrir þorpið, en þar tekur lækur við og ber það út í Þverá. Við höfum hug á að koma okkur upp rotþró til að eyða því betur á leiðinni, því landið er afar hallalítið. En þetta er engan veginn einfalt mál.“ — Er ekki auðvelt með trjárækt og gróður á Hvolsvelli svona nálægt skógræktarbýlunum að Tumastöðum og Sámsstöðum? „Hreppurinn hefur látið vinnuflokka í ung- lingavinnunni á sumrin gróðursetja trjáplöntur, en vegna þess hve þorpið er opið fyrir norðanátt, er ekki eins auðvelt með ræktun hér og í Fljótshlíðinni, því þar er svo skjólsælt. Hreppurinn hefur látið gróðursetja í brekku við rætur Hvolsfjalls ofan við bæinn Króktún, og þar gengur ræktunin betur." — A ekki hreppurinn þá jörð? ,JÚ, hreppurinn á bæði Króktún og Stórólfshvol og þar með allt landið, sem kauptúnið byggist á, einnig jörðina Miðkrika, þar sem hestamenn hafa fengið aðstöðu til bcitar fyrir hesta sína og til að reisa hesthús sín.“ — Hvernig er háttað skipulagi byggðar- innar? „í hreppnum hefur ekki verið staðfcst skipulag þangað til nú, að við erum að taka þau mál föstum tökum. Það hef'ur verið svo auðvelt að skipuleggja SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.