Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Síða 52
mismun þess, sem sveitarfélagið hef-
ur innheimt í aðstöðugjald og þeirrar
upphæðar, sem sveitarfélagið heíði
fengið í aðstöðugjöld með því að nýta
álagningarheimildir aðstöðugjalds að
fullu skv. 38. gr. tekjustofnalaganna.
Álögð sveitarsjóðsgjöld á árinu
1982 námu að meðaltali í
sveitarfélögum landsins í heild kr.
8.487.31, í kaupstöðum að Reykja-
víkurborg meðtalinni kr. 9.071.06, í
hreppum með yfir 300 íbúa kr.
7.624.17 og í hreppum með færri en
300 íbúa kr. 4.933.70.
Sveitarsjóðsgjöld á íbúa í hreppum
í hverju kjördæmi um sig annars veg-
ar í hreppum með færri en 300 íbúa
og hins vegar í hreppum með fleiri en
300 íbúa voru eins og sýnt er á yfir-
litinu hér fyrir neðan.
Til aukaframlaga má verja allt að
6% af heildartekjum jöfnunarsjóðs,
en úthlutun skv. framangreindum
reglum var vel innan þeirra marka.
Umsóknir um aukaframlög ber að
senda félagsmálaráðuneytinu ár
hvert fyrir 1. október, og henni skulu
fylgja ársreikningar seinasta árs, fjár-
hagsáætlun yfirstandandi árs og
greinargerð um nýtingu tekjustofna
og nauðsyn aukaframlags.
Hreppar með
undir 300 íbúa yfir 300 íbúa
kr. á íbúa kr. á íbúa
Reykjanes 7.883.91 7.395.69
Vesturland 4.937.80 8.484.80
Vestfirðir 4.806.33 8.514.74
N-Vesturland 4.192.79 7.134.14
N-Austurland 5.074.31 6.243.95
Austurland 4.827.96 8.238.69
Suðurland 5.345.72 7.136.17
Landsmeðaltal 4.933.70 7.624.17
83 SVEITARFÉLÖG HLUTU
FÓLKSFÆKKUNARFRAMLÖG
Sveitarfélög, þar sem íbúum fækk-
ar, fá greitt úr Jöfnunarsjóði sveitar-
félaga svokallað fólksfækkunarfram-
lag. Það skal vera allt að meðal-
útsvari á íbúa í landinu næstliðið ár
margfaldað með íbúafækkunartölu
hlutaðeigandi sveitarfélags. Á árinu
1982 hlutu 83 sveitarfélög slík fram-
lög vegna 578 íbúa, sem fækkaði um
samanlagt í þessum sveitarfélögum.
Meðalútsvar á íbúa á árinu var kr.
5.780.— samkvæmt álagningarskrá
félagsmálaráðuneytisins, og var sú
tala hækkuð upp í 5800 við út-
reikning framlagsins. Fólksfækkunar-
framlögin námu þannig samanlagt á
114 árinu 1982 kr. 3.352.400,-
Hér um að ræða framlag vegna
fólksfækkunar, sem varð í sveitarfé-
lögunum milli áranna 1981 og 1982.
Þegar endanlegar íbúatölur Hagstofu
íslands í einstökum sveitarfélögum
hinn 1. desenrber 1982 liggja fyrir,
geta sveitarfélögin, sem orðið hafa
fyrir fólksfækkun frá 1. des. 1981 til
1. des. 1982, sótt til félagsmálaráðu-
neytisins um fólksfækkunarframlag
yfirstandandi árs. L/rn þau ber að sœkja,
en misbrestur hefur verið á því, að það se'
gert, að sögn Láru Hafliðadóttur,
deildarstjóra í félagsmálaráðu-
neytinu. Fólksfækkunarframlagið á
síðan að greiða fyrir 15. nóvember ár
hvert.
SAMSTARFSNEFND
UM MÁLEFNI
ALDRAÐRA
Stjórn sambandsins hefur tilnefnt
Ingibjörgu Rafnar, borgarfulltrúa,
aðalfulltrúa og Þórð Skúlason, sveit-
arstjóra á Hvammstanga, varafull-
trúa af hálfu sambandsins í sam-
starfsnefnd um málefni aldraðra, sem
heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið
hefur skipað samkv. 3. gr. laga nr.
91/1982, um málefni aldraðra.
Aðrir í nefndinni eru séra Sigurður
H. Guðmundsson, sóknarprestur í
Hafnarfirði, tilnefndur af Öldrunar-
ráði íslands, og Almar Grímsson,
ly^afræðingur, skipaður án tilnefn-
ingar, og er hann formaður nefndar-
innar. Varamaður hans í nefndinni
og jafnframt varaformaður nefndar-
innar er Adda Bára Sigfúsdóttir,
borgarfulltrúi, en varamaður séra
Sigurðar er Gunnhildur Sigurð-
ardóttir, hjúkrunarforstjóri í Hafnar-
firði.
Nefndin er skipuð til fjögurra ára
frá 1. janúar 1983. Verkefni hennar
er skilgreint í 3. gr. laga um málefni
aldraðra, sem samþykkt voru á Al-
þingi fyrir seinustu jól og staðfest á
gamlársdag á ári aldraðra. Þau eru
m.a. að hafa frumkvæði að stefnu-
mótun um málefni aldraðra, að ann-
ast áætlanagerð um málefni aldraðra
fyrir landið í heild, að vera tengiliður
milli ráðuneyta, stofnana og sam-
taka, sem starfa að málefni aldraðra
og að vera ráðherra og ríkisstjórn til
ráðuneytis um málefni aldraðra. Þá
annast nefndin stjórn Framkvæmda-
sjóðs aldraðra og gerir tillögur til
ráðherra um úthlutanir úr sjóðnum.
Loks er nefndinni ætlað að skera úr
um ágreiningsmál, sem upp kunna
að koma samkvæmt lögunum, og að
gera tillögur um samræmdar reglur
um mat í sambandi við vistun á dval-
arstofnunum fyrir aldraða.
Það er m.a. hlutverk Fram-
kvæmdasjóðs aldraðra að veita sveit-
arfélögum framlög til að kaupa eða
byggja húsnæði fyrir aldraða, þ.e.
sérhannaðar íbúðir fyrir aldraða og
dvalarheimili aldraðra.
SVEITARSTJÓRNARMÁL