Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Blaðsíða 57

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Blaðsíða 57
Til Helsinki og Turku (Ábo) Eí'tir einstaklega vel heppnað vinabæjamót var haldið til Helsinki og þar dvalizt í tvo daga og borgin skoðuð undir leiðsögn finnsks íslandsvinar, og fannst ílcstum mikið til borgarinnar koma. Kór- inn söng í Musteriskirkjunni, steinkirkjunni frægu, sem höggvin er í bergið á hæð einni í borginni. Hcimsókn að minnismerki Sibeliusar og grafreit fallinna hermanna höfðu mikil áhrif á okkur. Finnar hafa orðið að færa miklar fórnir til að halda sjálf- stæði sínu og er mikið í mun að heiðra minningu þeirra, sem fallið hafa fyrir íöðurlandið. Um sambúðina við nágrannana í austri vildu þcir lítið ræða, en létu óspart í ljós ánægju sína með hinn nýja forseta sinn, Mauno Koivisto, og væntu mikils af honum. Frá Helsinki var haldið til Turku og þar stigið um borð í aðra glæsilega ferju og haldið til Svíþjóð- ar. Þótti Ólafsíirðingum mikið til um þau kynni, sem þeir höfðu haft afFinnum og Finnlandi þá átta daga, sem þar var dvalizt. Frá Stokkhólmi til Karlskrona Að loknum hefðbundnum skoðunarferðum um Stokkhólm var haldið inn í land til Katrineholm og þar dvalizt í góðu yfirlæti 17. júní. Hópurinn fékk til ráðstöfunar veitingahús í fögru umhverfi, þar sem haldin var eins konar þjóðhátíð, sem um leið var fimmtugsafmælisveizla með söng og dansi. Daginn eftir var ekið suður eftir strönd Svíþjóðar og m.a. ekið frá Kalmar út í Öfand, aðra af tveim stórum eyjum við austurströndina eftir lengstu brú Fvrópu, sem er um 6 km löng. Síðan var haldið til vinabæjarins Karlskrona í Suður-Svíþjóð til tveggja daga dvalar. Þar hittu Ólafsfirðingar marga kunningja, sem verið höfðu í Lovisa. Þar var sænsk-íslenzk messa, og sungið var við þrjú önnur tækifæri, farið í skoðunarferðir og ýmislegt gert mönnum til skemmtunar. Karlskrona er afar fogur borg og minnir borgar- stæðið nokkuð á Stokkhólm. Það var við Karls- krona, sem rússneskur kafbátur strandaði í fyrra, Kjarnorkuverið á Hástholmen við Lovisa. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Svavar B. Magnússon, Bengt Vilhelmsson og Óskar Þór Sigurbjörnsson, bæjarfulltrúi. enda hefur þar verið mikilvægasta flotahöfn Svía um aldaraðir. Heldur þótti ferðalöngum Kaupmannahöfn óþrifaleg, er þangað kom á sunnudagssíðdegi og mannlífið fjölbreytilegt, sérstaklega í samanburði við þrifnað og hollustuhætti í Finnlandi, en þar mátti varla reykja á almannafæri, hvað þá, að menn leyfðu sér að henda frá sér rusli eða sýna af sér annan slíkan ósóma. Kaupmannahöfn vann þó á með hverjum deginum. Tívolí og fleiri góðir staðir lokkuðu marga. Farin var hópfcrð, svona utan dag- skrár, til vinabæjarins Hilleröd í boði danskra kunningja, sem verið höfðu í Lovisa. Var það ánægjuleg heimsókn í alla staði og móttökur frá- bærar. Það voru ánægðir ferðalangar á aldrinum fimrn ára til sjötugs, sem komu heim til Ólafsfjarðar eftir vel heppnaða vinabæjaferð. Flestum er efst í huga þakklæti til hinna norrænu vina og annarra, sem gerðu ferð þessa mögulega, og ferðaskrifstofunnar Útsýnar, sem veitti alla fyrir- greiðslu og þá alveg sérstaklega til Árna Stefáns- sonar fil. mag., fararstjóra Útsýnar, sem reyndist einstakur í sinni röð. 119 Ferðalok - Kaupmannahöfn - Hilleröd SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.