Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Síða 27

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Síða 27
FJÁRMÁLARÁÐSTEFNAN 1982 Hin árlega ráðstefna sambandsins um íjármál sveitarfélaga og gerð fjár- hagsáætlunar komandi árs var hald- in í Súlnasal Hótel Sögu í Reykjavík hinn 22. nóvember sl. Ráðstefnuna sátu 200 þátttakendur. Var hún því ein fjölmennasta ráðstefna sam- bandsins. Björn Friðjinnsson, formaður sam- bandsins, setti ráðstefnuna og gerði að umtalsefni þá erfiðleika, er hann taldi fyrir dyrum í fjármálum sveitar- félaga eins og annars staðar í búskap þjóðarinnar. Setningarræða Björns er birt aftan við þessa frásögn. Bolli Bollason, hagfræðingur í Þjóð- hagsstofnun, gerði síðan grein fyrir þeim forsendum fjárhagsáætlana sveitarfélaga fyrir árið 1983, sem Hallgrímur Snorrason, hagfræð- ingur, hafði tekið saman. Greinar- gerðin var í höndum þátttakenda og var birt í 5. tbl. Sveitarstjórnarmála 1982. Guttormur Sigurbjörnsson, forstöðu- maður Fasteignamats ríkisins, gerði síðan grein fyrir framreikningi fast- eignamatsins milli áranna 1982 og 1983. Einnig skýrði hann nokkur yfir- lit úr fasteignaskrá ársins 1982. Framsöguerindi Guttorms birtist sem grein í 5. tbl. Sveitarstjórnar- mála 1982. Eggert Jónsson, borgarhagfræðing- ur, skýrði frá helztu forsendum þeim, sem lagðar voru til grundvallar við samningu tillögu að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1983, og svaraði síðan spurningum um hana. Ólafur Nilsson, lögg. endur- skoðandi, flutti eftir stutt kaffihlé er- indi, er hann nefndi fjárhagsrammi sveitarfélaga. í því bar hann saman rekstur, framkvæmdir og fjárhags- stöðu svo og eignir og skuldir kaup- staðanna á þremur undangengnum árum, þ. e. árin 1979, 1980 og 1981. Erindi Ólafs ásamt yfirlitum og súluritum, er hann sýndi um fjár- hagsstöðuna, er birt á bls. 94 í þessu tölublaði. Bjami Bragi Jónsson, hagfræðingur Seðlabanka íslands, flutti næst erindi um lánamál sveitarfélaga á tímum hagsveiflna og verðtryggingar. Sýndi hann með erindi sínu yfirlit um fjárhagsafkomu sveitarfélaga árabilið 1952—1977, skuldir sveitarfélaga og fyrirtækja þeirra árlega milli 1969— 1981 og um lán sveitarfélaga innan- lands árabilið 1969—1981 og um er- lend lán sveitarfélaga árabilið 1950— 1981. Klemens Tryggvason, hagstofustjóri, flutti að loknum hádegisverði erindi um skil sveitarfélaga á ársreikning- um. Gerði hann þar grein fyrir þeim aðgerðum, sem félagsmálaráðuneytið og Hagstofa íslands hafa talið nauð- synlegar til að knýja sveitarfélög til að skila ársreikningum seinustu ára fyrir tilgreindan tíma og eftirleiðis reglulega. Erindið er birt á bls. 101 í þessu tölublaði. Guðmundur B. Ólafsson, fram- kvæmdastjóri lánadeildar Fram- kvæmdastofnunar ríkisins, haföi framsögu um lánsfjármögnun gatna- gerðar í þéttbýli og endurkaup Byggðasjóðs á skuldabréfum vegna lagningar bundins slitlags. Einnig gerði hann grein fyrir stofnun Hrað- brautar hf., sem tók við verkefnum þeim, er Olíumöl sf. hafði áður haft með höndum. Með erindi sínu sýndi Guðmundur yfirlit um ástand gatna- kerfis í þéttbýli í einstökum lands- hlutum annars vegar árið 1976 og hins vegar árið 1981 og lánveitingar Byggðasjóðs til gatnagerðar sveitar- félaga árin 1975—1981, og er það yfirlit birt með erindi Guðmundar á bls. 105 í þessu tölublaði. Magnús Pétursson, hagsýslustjóri, flutti seinasta framsöguerindið á ráð- stefnunni. Það var um samskipti sveitarfélaga við Fjárlaga- og hag- sýslustofnun, fjárveitinganefnd Al- þingis og ríkisstofnanir á sviði fjár- mála. Þá gerði Magnús grein fyrir niðurstöðum lauslegrar könnunar, er hann hafði gert nokkrum dögum fyrir ráðstefnuna um stöðuna á hinum helztu sviðum fjárhagslegra sam- skipta ríkis og sveitarfélaga. Erindi Magnúsar er birt á bls. 110 í þessu tölublaði. Framsögumenn svöruðu fyrir- spurnum að loknum erindum sínum, og í lok ráðstefnunnar urðu að vanda almennar umræður um fjármál sveit- arfélaga almennt. Þá voru lögð fram ýmis gögn, s. s. yfirlit um framlög til þjóðvega í þéttbýli á árinu 1982, yfir- lit um álagningu útsvara og fast- eignagjalda í hveijum kaupstaðanna um sig svo og yfirlit um innheimtu- hlutfall í hveijum þeirra í árslok 1981, auk gagna vegna fram- söguerinda á ráðstefnunni. Unnar Stefánsson var ráðstefnu- stjóri, en fundarstjórn önnuðust Björn Friðfinnsson, formaður sam- bandsins, og Sigurgeir Sigurðsson, varaformaður sambandsins. Að lokinni fjármálaráðstefnunni gekkst Samskiptamiðstöð sveitarfé- laga fyrir rabbfundi með allmörgum þátttakenda á ráðstefnunni um möguleika fámennari sveitarfélaga til að hagnýta tölvu við verkefni sín. Var fundurinn einkum sniðinn við hæfi fulltrúa þeirra sveitarfélaga, sem ekki hafa tekið tölvu í þjónustu sína, en hafa hug á að gera það. 89 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.