Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Side 41

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Side 41
Við borðið sitja Kristján Kristjánsson, fjárhagsáætlunarfulltrúi, Reykjavíkur- borg, fremst til vinstri, en handan borðsins sitja Úlfar Hauksson, við- skiptafræðingur og deildarstj. Akur- eyri; Halldór Benediktsson, bæjargjaldkeri, og Guðmundur Krist- jánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík; Sveinn Guðmundsson, sveitarstjóri, og Magnús Karel Hannesson, oddviti á Eyrarbakka. hlýtur hlutaðeigendum að hafa verið ljóst frá upphafi, að héðan í frá yrði því fylgt fast eftir, að öll sveitarfélög skiluðu ársreikningi á reikningsformi Hagstofunnar. Maður skyldi því ætla, að hér yrði gagnger breyting á með tilkomu nýja reiknings- formsins. Það er leitt að verða að segja, að svo er ekki, og til viðbótar hafa skil á ársreikningum sveit- arfélaga aldrei verið eins síðbúin og treg og síðan nýja formið var tekið í notkun. Við uppgjör á skilum sveitarfélaga á ársreikning- um 1980 og 1979 seint í síðasta mánuði kom þetta fram: Arsreikningur 1979 hafði ekki borizt frá 32 sveit- arfélögum. Þá voru liðin 2 ár og 3 mánuðir, síðan reikningi þess árs átti að hafa verið skilað lögum samkvæmt. Arsreikningur 1980 hafði ekki borizt frá 40 sveit- arfélögum. Þá var liðið eitt ár og 3 mánuðir, síðan reikningi þess árs átti að hafa verið skilað lögum samkvæmt. Frá samtals 52 sveitaríélögum vantaði árs- reikning 1979 eða 1980 eða þá báða. 160 ársreikningum 1981 hafði verið skilað um síðustu mánaðamót, þar af eru 11 ekki á nýju reikningsformi. Astæða er til að ætla, að þeir 64 ársreikningar 1981, sem ókomnir eru, séu að svo stöddu að stórum hluta ekki á hinu lögskipaða reikningsformi. Ég vil nota þetta tækifæri til að færa þeim sveitarstjórnum, sem þegar hafa látið í té árs- reikninga sína fyrir 1979—81 á nýju reikningsformi, beztu þakkir Hagstofunnar. Af niðurstöðum þessa uppgjörs á skilum árs- reikninga sveitarfélaga var ekki hægt að draga nema eina ályktun: Grípa yrði til strangra inn- heimtuaðgerða til að freista þess að koma málinu í viðunandi horf — ella blasti sá möguleiki við, að skýrslugerð Hagstofunnar um fjármál sveitarfélaga rynni út í sandinn. Því var það, að Hagstofan, að höfðu samráði við Samband ísl. sveitarfélaga, óskaði eftir því í bréfi til félagsmálaráðuneytisins 1. nóv. sl., að beitt yrði ákvæðum í 14. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga. Þar segir svo: „Nú eru ekki gerð skil á ársreikningum sveitarfe'lags, sbr. 60. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 58 29. mars 1961, og greiðist því sveitarfélagi þá ekki framlag samkv. 1. mgr., fyrr en skil hafa verið gerð. “ Bréfi Hagstofunnar til ráðuneytisins fylgdi skrá yfir þau sveitarfélög, sem höíðu ekki staðið skil á ársreikningi 1979 og/eða 1980. Skil ársreikninga 1981 voru þannig ekki tekin með í þessa aðgerð, þó að þeir lögum samkvæmt ættu að hafa borizt Hagstofunni fyrir 31. júlí 1982. — Félagsmálaráðu- neytið hafði samdægurs og næsta dag samband við alla sýslumenn og bæjarfógeta og lagði fyrir þá að 103 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.