Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Blaðsíða 24

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Blaðsíða 24
„Aðalfundur SSH 1982 sam- þykkir, að árgjöld til samtakanna fyrir árið 1983 verði kr. 0.30 á hvern íbúa.“ Lagningu Reykjanesbrautar hraðað Um samgöngumál var svofelld ályktun gerð: „Aðalfundur SSH leggur áherzlu á mikilvægi þess, að lagningu Reykja- nesbrautar verði hraðað mun meira en núgildandi vegalög gera ráð fyrir." Atkvæðamisvægi leiðrétt Um vægi atkvæða ályktaði fund- urinn: „Aðalfundur SSH samþykkir að skora á Alþingi að gera nauðsynlegar breytingar á kjördæmaskipan og kosningalögum á þessu þingi til þess að leiðrétta stöðugt vaxandi misvægi atkvæða eftir búsetu landsmanna.“ Stjórn SSH í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til eins árs voru kosnir níu aðalmenn og jafnmargir varamenn. Sem aðalmenn hlutu kosningu: Adda Bára Sigfúsdóttir, Reykjavík; Árni Ólafur Lárusson, Garðabæ; Heiðrún Sverrisdóttir, Kópavogi; Hörður Zóphaníasson, Hafnarfirði; Júlíus Sólnes, Seltjarn- arnesi; Pétur Bjarnason, Mosfells- hreppi; Richard Björgvinsson, Kópavogi; Sólveig Ágústsdóttir, Hafnarfirði, og Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, Reykjavík. Endurskoðendur voru kjörnir Guðni Stefánsson, Kópavogi, og Ein- ar Geir Þorsteinsson, Garðabæ. Stjórnin skipti sjálf með sér verk- um, og var Richard Björgvinsson kosinn formaður samtakanna. SASÍR OG SSH SAMEINAST Á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga í Reykjanesumdæmi — SASÍR —, sem haldinn var í félagsheimili Kópavogs laugardaginn 11. desem- ber sl., var einróma samþykkt að leggja samtökin niður og sameina þau Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá og með byrj- un yfirstandandi árs. í Samtökum sveitarfélaga í Reykjanesumdæmi voru sjö sveitarfé- lög. Þau voru Bessastaðahreppur, Garðabær, Kópavogur, Seltjarnar- nes, Mosfells-, Kjalarnes- og Kjósar- hreppur, en í Samtökum sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu voru auk þessara sveitarfélaga Reykjavíkur- borg og Hafnarfjarðarkaupstaður, en ekki Kjalarneshreppur. í hinum sameinuðu samtökum, Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, eru því níu sveitarfélög, eða öll sveit- arfélögin á höfuðborgarsvæðinu, með íbúatölu samanlagt 123.488 eða 53,2% landsmanna. Á fundinum var gerð ályktun, þar sem fram kemur, að gert er ráð fyrir, að hin nýju sam- tök hafi hliðstæða stöðu og önnur landshlutasamtök sveitarfélaga. Salome Porkelsdóttir, fráfarandi for- maður SASÍR, setti fundinn, en fundarstjóri var Björn Ólafsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, og fundarritari Guðmundur Oddsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi. Ávörp á fundinum Leifur ísaksson, formaður Sam- bands sveitarfélaga á Suðurnesjum, flutti fundinum kveðjur samtaka sinna. Helgi Jónasson, fræðslustjóri Reykjanesumdæmis, flutti ávarp og gerði grein fyrir ýmsum verkefnum, sem unnið væri að í fræðslumálum. Unnar Stefánsson, ritstjóri, flutti kveðjur stjórnar Sambands íslenzkra sveitarfélaga og skýrði nokkuð frá að- dragandanum að stofnun SASÍR og fyrstu starfsárum þess sem braut- ryðjanda landshlutasamtaka í núver- andi mynd. Skýrsla stjórnar Salome Porkelsdóttir skýrði í skýrslu stjórnar frá helztu verkefnum stjórn- arinnar á starfsárinu. Stjórnin hafði haldið 16 fundi og m. a. fjallað um sölu á húseign samtakanna að Garðaflöt 16—18, sem leigt hefur ver- ið Garðabæ. Formaður skýrði frá samstarfi SASÍR við fræðslustjóra Reykjanesumdæmis og við svæðis- stjórn þroskaheftra í umdæminu og möguleikum á að koma á fót sambýli fyrir þroskahefta í tengslum við Kópavogshælið í samstarfi sveitarfé- laganna í Reykjanesumdæmi. Þá skýrði formaður frá því, að SASÍR hefði gefið 100 þús. kr. til Hjúkrunar- heimilis aldraðra í Kópavogi og sam- tals 60 þús. kr. til tækjakaupa á Dýraspítalanum, en samtökin eiga fulltrúa í stjórn hans. Þá ræddi for- maður um Krísuvíkurskóla, sem SASÍR stóð að ásamt menntamála- ráðuneytinu, og að húsbyggingin heföi verið auglýst til sölu og nokkrir aðilar gefið sig fram með fyrirspurnir um kaup. Loks vék formaður að kynnisferð sveitarstjórnarmanna á svæðinu til sveitarfélaga á Suðurnesj- um, er SASÍR hefði staðið fyrir, og um atbeina samtakanna vegna fjár- söfnunar landsráðs gegn krabba- meini. Loks gerði Salome rækilega grein fyrir þeim viðræðum, sem fram heíðu farið milli stjórnar SASÍR og stjórnar Samtaka sveitarfélaga á SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.