Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Síða 24

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Síða 24
„Aðalfundur SSH 1982 sam- þykkir, að árgjöld til samtakanna fyrir árið 1983 verði kr. 0.30 á hvern íbúa.“ Lagningu Reykjanesbrautar hraðað Um samgöngumál var svofelld ályktun gerð: „Aðalfundur SSH leggur áherzlu á mikilvægi þess, að lagningu Reykja- nesbrautar verði hraðað mun meira en núgildandi vegalög gera ráð fyrir." Atkvæðamisvægi leiðrétt Um vægi atkvæða ályktaði fund- urinn: „Aðalfundur SSH samþykkir að skora á Alþingi að gera nauðsynlegar breytingar á kjördæmaskipan og kosningalögum á þessu þingi til þess að leiðrétta stöðugt vaxandi misvægi atkvæða eftir búsetu landsmanna.“ Stjórn SSH í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til eins árs voru kosnir níu aðalmenn og jafnmargir varamenn. Sem aðalmenn hlutu kosningu: Adda Bára Sigfúsdóttir, Reykjavík; Árni Ólafur Lárusson, Garðabæ; Heiðrún Sverrisdóttir, Kópavogi; Hörður Zóphaníasson, Hafnarfirði; Júlíus Sólnes, Seltjarn- arnesi; Pétur Bjarnason, Mosfells- hreppi; Richard Björgvinsson, Kópavogi; Sólveig Ágústsdóttir, Hafnarfirði, og Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, Reykjavík. Endurskoðendur voru kjörnir Guðni Stefánsson, Kópavogi, og Ein- ar Geir Þorsteinsson, Garðabæ. Stjórnin skipti sjálf með sér verk- um, og var Richard Björgvinsson kosinn formaður samtakanna. SASÍR OG SSH SAMEINAST Á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga í Reykjanesumdæmi — SASÍR —, sem haldinn var í félagsheimili Kópavogs laugardaginn 11. desem- ber sl., var einróma samþykkt að leggja samtökin niður og sameina þau Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá og með byrj- un yfirstandandi árs. í Samtökum sveitarfélaga í Reykjanesumdæmi voru sjö sveitarfé- lög. Þau voru Bessastaðahreppur, Garðabær, Kópavogur, Seltjarnar- nes, Mosfells-, Kjalarnes- og Kjósar- hreppur, en í Samtökum sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu voru auk þessara sveitarfélaga Reykjavíkur- borg og Hafnarfjarðarkaupstaður, en ekki Kjalarneshreppur. í hinum sameinuðu samtökum, Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, eru því níu sveitarfélög, eða öll sveit- arfélögin á höfuðborgarsvæðinu, með íbúatölu samanlagt 123.488 eða 53,2% landsmanna. Á fundinum var gerð ályktun, þar sem fram kemur, að gert er ráð fyrir, að hin nýju sam- tök hafi hliðstæða stöðu og önnur landshlutasamtök sveitarfélaga. Salome Porkelsdóttir, fráfarandi for- maður SASÍR, setti fundinn, en fundarstjóri var Björn Ólafsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, og fundarritari Guðmundur Oddsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi. Ávörp á fundinum Leifur ísaksson, formaður Sam- bands sveitarfélaga á Suðurnesjum, flutti fundinum kveðjur samtaka sinna. Helgi Jónasson, fræðslustjóri Reykjanesumdæmis, flutti ávarp og gerði grein fyrir ýmsum verkefnum, sem unnið væri að í fræðslumálum. Unnar Stefánsson, ritstjóri, flutti kveðjur stjórnar Sambands íslenzkra sveitarfélaga og skýrði nokkuð frá að- dragandanum að stofnun SASÍR og fyrstu starfsárum þess sem braut- ryðjanda landshlutasamtaka í núver- andi mynd. Skýrsla stjórnar Salome Porkelsdóttir skýrði í skýrslu stjórnar frá helztu verkefnum stjórn- arinnar á starfsárinu. Stjórnin hafði haldið 16 fundi og m. a. fjallað um sölu á húseign samtakanna að Garðaflöt 16—18, sem leigt hefur ver- ið Garðabæ. Formaður skýrði frá samstarfi SASÍR við fræðslustjóra Reykjanesumdæmis og við svæðis- stjórn þroskaheftra í umdæminu og möguleikum á að koma á fót sambýli fyrir þroskahefta í tengslum við Kópavogshælið í samstarfi sveitarfé- laganna í Reykjanesumdæmi. Þá skýrði formaður frá því, að SASÍR hefði gefið 100 þús. kr. til Hjúkrunar- heimilis aldraðra í Kópavogi og sam- tals 60 þús. kr. til tækjakaupa á Dýraspítalanum, en samtökin eiga fulltrúa í stjórn hans. Þá ræddi for- maður um Krísuvíkurskóla, sem SASÍR stóð að ásamt menntamála- ráðuneytinu, og að húsbyggingin heföi verið auglýst til sölu og nokkrir aðilar gefið sig fram með fyrirspurnir um kaup. Loks vék formaður að kynnisferð sveitarstjórnarmanna á svæðinu til sveitarfélaga á Suðurnesj- um, er SASÍR hefði staðið fyrir, og um atbeina samtakanna vegna fjár- söfnunar landsráðs gegn krabba- meini. Loks gerði Salome rækilega grein fyrir þeim viðræðum, sem fram heíðu farið milli stjórnar SASÍR og stjórnar Samtaka sveitarfélaga á SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.