Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Side 23

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Side 23
AÐALFUNDUR SAMTAKA SVEITAR- FÉLAGAÁ HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu var haldinn í félagsheimili Kópavogs laugardag- inn 23. október sl. Richard Björgvinsson, formaður sam- takanna, sem skammstöfuð eru SSH, setti aðalfundinn, en Stefán Jónsson, fyrrv. bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, var fundarstjóri og Arnór Pálsson, bæjar- fulltrúi í Kópavogi, fundarritari. Richard Björgvinsson flutti síðan skýrslu um störf fráfarandi stjórnar, og Jóhann Jónsson, fyrrv. bæjarfull- trúi, gerði grein fyrir ársreikningun- um. Júlíus Sólnes, formaður stjórnar Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðis- ins, skýrði fjárhagsáætlanir stofunnar starfsárin 1982 og 1983. Framsöguerindi á fundinum Zóphónías Pálsson, skipulagsstjóri ríkisins, flutti á fundinum framsögu- erindi um samstarf sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í tvo áratugi og gerði grein fyrir stofnun og starf- semi samvinnunefndar sveitarfélag- anna um skipulagsmál áratuginn 1962—1971 og vinnu hennar að gerð svæðaskipulags fyrir höfuðborgar- svæðið. Lagði skipulagsstjóri ein- dregið til, að unnið yrði að gerð svæð- isskipulags fyrir höfuðborgarsvæðið í heild og að því yrði lokið fyrir lok yfirstandandi árs. Fyrir sömu tíma- mörk taldi hann, að liggja ættu fyrir tillögur að endurskoðuðu aðalskipu- lagi hvers sveitarfélags á svæðinu. Sigurður Guðmundsson, áætlanafræð- ingur í Framkvæmdastofnun ríkisins, flutti erindi um skipulag landnotkun- ar og stjórnun. Hann gerði m. a. samanburð á fyrirhugaðri landnotk- un ýmissa reita í Reykjavíkurborg samkvæmt aðalskipulagi og þeirri þróun, sem orðið hefði á tilteknum reitum, og varpaði fram spurningu um möguleika sveitarstjórnar að stýra hinni ýmsu starfsemi að þeim byggingarreitum, sem skipulag ætl- aði undir þess háttar starfsemi. Guðrún Jónsdóttir, forstöðumaður Borgarskipulags, flutti erindi um skipulagningu og framkvæmd skipu- lags í nýjum og gömlum hverfum í Reykjavík og um samræmda stefnu í skipulagsmálum á höfuðborgarsvæð- inu. Um það sagði hún m. a.: „Nú- gildandi skipulagslöggjöf veitir all- víðtæka heimild til að koma á heildarstjórn varðandi gerð aðal- skipulags fyrir höfuðborgarsvæðið í heild. Sú heimild hefur aðeins verið notuð að takmörkuðu leyti. Ástæðan er að sjálfsögðu sú, að sveitarfélögin hafa verið andstæð því að afsala sér því sjálfstæði í meðferð skipu- lagsmála, sem þau óneitanlega hafa haft. Meðan svo er og ekki kemur til samruni sveitarfélaga eða hrein vald- beiting, er þess ekki að vænta, að raunhæf stjórnun skipulagsmála út frá heildarsjónarmiðum komist á.“ Gestur Ólafsson, forstöðumaður Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðis- ins, flutti loks erindi um upphaf og framvindu samstarfs sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu og nefndi til málaflokka, sem þarfnast nánari samvinnu milli sveitarfélaga heldur en víðast hvar annars staðar á landinu. Taldi hann upp frárennslis- mál svæðisins, samræmi milli bygg- ingar nýrra svæða og almenn- ingsvagnaþjónustu svo og uppbygg- ingu verzlunar- og þjónustumið- stöðva. Með því að læra af reynslu annarra þjóða, sem staðið hafa frammi fyrir hliðstæðum vanda, og með því að taka upp markvissari vinnubrögð gætum við sparað okkur tví- og margverknað og nýtt mun betur það takmarkaða íjármagn, sem nú er til framkvæmda, taldi Gestur. Vilhjálmur P. Vilhjálmsson, formaður skipulagsnefndar Reykjavíkurborg- ar, kvað nauðsynlegt að taka lostum tökum á málefnum Samtaka sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu og að Reykjavíkurborg væri tilbúin til þess af fullum hug og heilindum. Kjartan Jóhannsson, alþingismaður, taldi, að umferðarmál höfuðborgar- svæðisins myndu í framtíðinni kom- ast í algert vandræðaástand, ef þau yrðu ekki leyst í fullu samstarfi allra aðila á svæðinu, og svo væri um fleiri málaflokka. Skipulagsstofa höfuð- borgarsvæðisins gæti verið mikil- vægur vettvangur í þeim efnum. Svavar Gestsson, félagsmálaráð- herra, ávarpaði fundinn, taldi að auka þyrfti samræmingu á ýmsum sviðum á höfuðborgarsvæðinu og óskaði eftir góðu samstarfi milli fé- lagsmálaráðuneytisins og SSH. Samtökin njóti fullra réttinda sem landshlutasamtök Á aðalfundinum var m. a. gerð svofelld ályktun: „Aðalfundur Samtaka sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu telur nauðsynlegt, að samtökin öðlist viðurkenningu og full réttindi sem landshlutasamtök og njóti þar með framlaga úr Byggðasjóði og úr Jöfn- unarsjóði sveitarfélaga." Árgjald til SSH Eftirfarandi var samþykkt um ár- gjald til SSH: SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.