Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Blaðsíða 23

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Blaðsíða 23
AÐALFUNDUR SAMTAKA SVEITAR- FÉLAGAÁ HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu var haldinn í félagsheimili Kópavogs laugardag- inn 23. október sl. Richard Björgvinsson, formaður sam- takanna, sem skammstöfuð eru SSH, setti aðalfundinn, en Stefán Jónsson, fyrrv. bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, var fundarstjóri og Arnór Pálsson, bæjar- fulltrúi í Kópavogi, fundarritari. Richard Björgvinsson flutti síðan skýrslu um störf fráfarandi stjórnar, og Jóhann Jónsson, fyrrv. bæjarfull- trúi, gerði grein fyrir ársreikningun- um. Júlíus Sólnes, formaður stjórnar Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðis- ins, skýrði fjárhagsáætlanir stofunnar starfsárin 1982 og 1983. Framsöguerindi á fundinum Zóphónías Pálsson, skipulagsstjóri ríkisins, flutti á fundinum framsögu- erindi um samstarf sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í tvo áratugi og gerði grein fyrir stofnun og starf- semi samvinnunefndar sveitarfélag- anna um skipulagsmál áratuginn 1962—1971 og vinnu hennar að gerð svæðaskipulags fyrir höfuðborgar- svæðið. Lagði skipulagsstjóri ein- dregið til, að unnið yrði að gerð svæð- isskipulags fyrir höfuðborgarsvæðið í heild og að því yrði lokið fyrir lok yfirstandandi árs. Fyrir sömu tíma- mörk taldi hann, að liggja ættu fyrir tillögur að endurskoðuðu aðalskipu- lagi hvers sveitarfélags á svæðinu. Sigurður Guðmundsson, áætlanafræð- ingur í Framkvæmdastofnun ríkisins, flutti erindi um skipulag landnotkun- ar og stjórnun. Hann gerði m. a. samanburð á fyrirhugaðri landnotk- un ýmissa reita í Reykjavíkurborg samkvæmt aðalskipulagi og þeirri þróun, sem orðið hefði á tilteknum reitum, og varpaði fram spurningu um möguleika sveitarstjórnar að stýra hinni ýmsu starfsemi að þeim byggingarreitum, sem skipulag ætl- aði undir þess háttar starfsemi. Guðrún Jónsdóttir, forstöðumaður Borgarskipulags, flutti erindi um skipulagningu og framkvæmd skipu- lags í nýjum og gömlum hverfum í Reykjavík og um samræmda stefnu í skipulagsmálum á höfuðborgarsvæð- inu. Um það sagði hún m. a.: „Nú- gildandi skipulagslöggjöf veitir all- víðtæka heimild til að koma á heildarstjórn varðandi gerð aðal- skipulags fyrir höfuðborgarsvæðið í heild. Sú heimild hefur aðeins verið notuð að takmörkuðu leyti. Ástæðan er að sjálfsögðu sú, að sveitarfélögin hafa verið andstæð því að afsala sér því sjálfstæði í meðferð skipu- lagsmála, sem þau óneitanlega hafa haft. Meðan svo er og ekki kemur til samruni sveitarfélaga eða hrein vald- beiting, er þess ekki að vænta, að raunhæf stjórnun skipulagsmála út frá heildarsjónarmiðum komist á.“ Gestur Ólafsson, forstöðumaður Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðis- ins, flutti loks erindi um upphaf og framvindu samstarfs sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu og nefndi til málaflokka, sem þarfnast nánari samvinnu milli sveitarfélaga heldur en víðast hvar annars staðar á landinu. Taldi hann upp frárennslis- mál svæðisins, samræmi milli bygg- ingar nýrra svæða og almenn- ingsvagnaþjónustu svo og uppbygg- ingu verzlunar- og þjónustumið- stöðva. Með því að læra af reynslu annarra þjóða, sem staðið hafa frammi fyrir hliðstæðum vanda, og með því að taka upp markvissari vinnubrögð gætum við sparað okkur tví- og margverknað og nýtt mun betur það takmarkaða íjármagn, sem nú er til framkvæmda, taldi Gestur. Vilhjálmur P. Vilhjálmsson, formaður skipulagsnefndar Reykjavíkurborg- ar, kvað nauðsynlegt að taka lostum tökum á málefnum Samtaka sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu og að Reykjavíkurborg væri tilbúin til þess af fullum hug og heilindum. Kjartan Jóhannsson, alþingismaður, taldi, að umferðarmál höfuðborgar- svæðisins myndu í framtíðinni kom- ast í algert vandræðaástand, ef þau yrðu ekki leyst í fullu samstarfi allra aðila á svæðinu, og svo væri um fleiri málaflokka. Skipulagsstofa höfuð- borgarsvæðisins gæti verið mikil- vægur vettvangur í þeim efnum. Svavar Gestsson, félagsmálaráð- herra, ávarpaði fundinn, taldi að auka þyrfti samræmingu á ýmsum sviðum á höfuðborgarsvæðinu og óskaði eftir góðu samstarfi milli fé- lagsmálaráðuneytisins og SSH. Samtökin njóti fullra réttinda sem landshlutasamtök Á aðalfundinum var m. a. gerð svofelld ályktun: „Aðalfundur Samtaka sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu telur nauðsynlegt, að samtökin öðlist viðurkenningu og full réttindi sem landshlutasamtök og njóti þar með framlaga úr Byggðasjóði og úr Jöfn- unarsjóði sveitarfélaga." Árgjald til SSH Eftirfarandi var samþykkt um ár- gjald til SSH: SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.