Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Page 38

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Page 38
100 SÚLURIT II. Eignir og skuldir kaupstaða í árslok 1979, 1980 og 1981 á verðlagi í árslok 1981. Mlllj. EIGNIR (VELTUFJ.MUNIR OG LANGTlMAKRÖFUR) SKULDIR gatnagerð og aðrar verklegar framkvæmdir væru t. d. eignfærðar í efnahagsreikningi. Nú held cg, að þessu hafi verið hætt. Með núverandi reiknings- skilaformi er stefnt að þrískiptingu útgjalda og tekna, þ. e.: 1. Rekstrartekjur og gjöld 2. Gjaldfærð fjárfesting 2. Eignfærð fjárfesting Þótt tíðar og róttækar brcytingar á reiknings- skilagerð sveitarfélaga séu óæskilegar, hljóta mál að verða til stöðugrar skoðunar. Eg tel, að á næstu árum eigi að athuga, hvort stefna bcri að frekari einfoldun rekstrar- og framkvæmdayfirlits og efna- hagsreiknings með aukinni gjaldfærslu útgjalda. Spurning er, hvort ekki cigi að sameina flokkana gjaldfærð og eignfærð fjárfesting í einn flokk og hætta sérstakri eignfærslu lóða og ýmissa þjón- ustubygginga. Slík þróun rcikningsskilanna felur ekki í sér umstokkun á forminu, en hún væri innan þess ramma, sem Samband íslenzkra svcitarfélaga hefur markað í þessu efni. Arsreikningurinn sam- anstæði þá af eftirtöldum aðalþáttum: 1. Rekstrar- og framkvæmdayfirlit Rekstur Framkvæmdir, fjárfesting 2. Yfirlit um lánahreyfingar 3. Efnahagsreikningur Eignir Veltufjármunir Langtímakröfur Skuldir Skammtímaskuldir Langtímaskuldir Eigið fé. Skrá um eignir ætti síðan að fylgja og aðrar upplýsingar, sem varða fjárhagsstöðuna, svo sem um veðsetningu, ábyrgðir o. fl. Ekki eru tök á að gera þessu efni ítarlegri skil hér og nú, en að lokum er rctt að leggja áherzlu á, að skipuleg og skýr framsetning reikningsskila og fjár- hagsáætlana er forsenda fyrir fjárhagslegu eftirliti og virkari fjárhagsstjórn. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.