Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Blaðsíða 32

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Blaðsíða 32
ÓLAFUR NILSSON, löggiltur endurskoðandi: FJÁRHAGSRAMMI SVEITARFÉLAGA Framsöguerindi á ráðstefnu sambandsins um fjármál sveitarfélaga 22. nóv. 1982 Yfirskrift þessa erindis felur í sér vítt og fremur óljóst hugtak, og gefur það nokkuð frjálsar hendur um efnisvalið innan fjármálasviðs sveitarfélaganna. í erindinu verður fjallað um samantekt, sem ég hef gert um rekstur, framkvæmdir og fjárhagsstöðu kaupstaðanna sl. þrjú ár. Nær þessi samantekt að- eins til bæjarsjóðanna, en ekki til fyrirtækja þeirra og stofnana með sjálfstæðan fjárhag og reiknings- hald. Ekki var mögulegt að taka hreppana með í þessa athugun vegna skorts á gögnum, en full þörf hefði verið á því. Ég mun einnig fjalla um árs- reikninga sveitaríélaganna í stuttu máli, áætlana- gerð og lánamál. Ársreikningar Samkvæmt III. kafla sveitarstjórnarlaga skulu sveitarfélög gera ársreikning um tekjur og gjöld, eignir og skuldir miðað við lok hvers reikningsárs. Skal ársreikningurinn gerður í því formi, sem félags- málaráðuneytið ákveður í samráði við Hagstofu íslands. Hér er um að ræða ótvíræða skyldu sveitar- félaga til að gera ársreikning hverju sinni á þar til gerðum eyðublöðum. Á undanförnum árum hefur framkvæmdin í þessu efni verið sú, að sveitarfélögin gera árs- reikninga sína hvert með sínum hætti, en síðan eru umrædd eyðublöð undir ársreikningana fyllt út og send Hagstofu. Mörg minni sveitarfélög munu þó 94 nota ársreikningseyðublöðin eingöngu. Á vegum Sambands íslenzkra sveitarfélaga hefur verið unnið mikið starf varðandi samræmingu á bókhaldi og ársreikningum sveitarfélaga, og hefur þetta starf farið fram í samráði við Hagstofu íslands. í nóvember 1977, eða fyrir réttum fimm árum, gaf sambandið út samræmdan bókhaldslykil sveit- arfélaga, sem einnig hafði að geyma form undir gerð ársreikninga. Auk þess hafa síðan verið gefin út viðbótargögn um bókhaldslykla, áætlanagerð og ársreikninga. Við þá athugun, sem ég gerði nú á ársreikningum kaupstaðanna, kom það mér á óvart, hve ársreikn- ingar þeirra eru margbreytilegir að gerð og ólíkir. Verulega vantar á, að kaupstaðirnir hafi tileinkað sér þá ársreikningagerð, sem gert er ráð fyrir í framsetningu sambandsins og formi Hagstofunnar. Þá er talsvert ósamræmi í meðferð einstakra tekju- og gjaldliða, sem gerir allan samanburð erfiðari og óöruggari. Ennþá virðist því mikið starf vera óunnið á þessu sviði, en á því er mikil nauðsyn. í því sambandi þarf: • að yfirfara, cndurnýja og auka við bókhaldslykil- inn með hliðsjón af þeirri reynslu, sem fengizt hefur, • að gefa út handbók með færsluleiðbeiningum og færslulýsingum á cinstaka bókhaldsreikninga, • að vinna markvisst að frekari samræmingu í gerð ársreikninga sveitarfélaganna. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.