Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Page 32

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Page 32
ÓLAFUR NILSSON, löggiltur endurskoðandi: FJÁRHAGSRAMMI SVEITARFÉLAGA Framsöguerindi á ráðstefnu sambandsins um fjármál sveitarfélaga 22. nóv. 1982 Yfirskrift þessa erindis felur í sér vítt og fremur óljóst hugtak, og gefur það nokkuð frjálsar hendur um efnisvalið innan fjármálasviðs sveitarfélaganna. í erindinu verður fjallað um samantekt, sem ég hef gert um rekstur, framkvæmdir og fjárhagsstöðu kaupstaðanna sl. þrjú ár. Nær þessi samantekt að- eins til bæjarsjóðanna, en ekki til fyrirtækja þeirra og stofnana með sjálfstæðan fjárhag og reiknings- hald. Ekki var mögulegt að taka hreppana með í þessa athugun vegna skorts á gögnum, en full þörf hefði verið á því. Ég mun einnig fjalla um árs- reikninga sveitaríélaganna í stuttu máli, áætlana- gerð og lánamál. Ársreikningar Samkvæmt III. kafla sveitarstjórnarlaga skulu sveitarfélög gera ársreikning um tekjur og gjöld, eignir og skuldir miðað við lok hvers reikningsárs. Skal ársreikningurinn gerður í því formi, sem félags- málaráðuneytið ákveður í samráði við Hagstofu íslands. Hér er um að ræða ótvíræða skyldu sveitar- félaga til að gera ársreikning hverju sinni á þar til gerðum eyðublöðum. Á undanförnum árum hefur framkvæmdin í þessu efni verið sú, að sveitarfélögin gera árs- reikninga sína hvert með sínum hætti, en síðan eru umrædd eyðublöð undir ársreikningana fyllt út og send Hagstofu. Mörg minni sveitarfélög munu þó 94 nota ársreikningseyðublöðin eingöngu. Á vegum Sambands íslenzkra sveitarfélaga hefur verið unnið mikið starf varðandi samræmingu á bókhaldi og ársreikningum sveitarfélaga, og hefur þetta starf farið fram í samráði við Hagstofu íslands. í nóvember 1977, eða fyrir réttum fimm árum, gaf sambandið út samræmdan bókhaldslykil sveit- arfélaga, sem einnig hafði að geyma form undir gerð ársreikninga. Auk þess hafa síðan verið gefin út viðbótargögn um bókhaldslykla, áætlanagerð og ársreikninga. Við þá athugun, sem ég gerði nú á ársreikningum kaupstaðanna, kom það mér á óvart, hve ársreikn- ingar þeirra eru margbreytilegir að gerð og ólíkir. Verulega vantar á, að kaupstaðirnir hafi tileinkað sér þá ársreikningagerð, sem gert er ráð fyrir í framsetningu sambandsins og formi Hagstofunnar. Þá er talsvert ósamræmi í meðferð einstakra tekju- og gjaldliða, sem gerir allan samanburð erfiðari og óöruggari. Ennþá virðist því mikið starf vera óunnið á þessu sviði, en á því er mikil nauðsyn. í því sambandi þarf: • að yfirfara, cndurnýja og auka við bókhaldslykil- inn með hliðsjón af þeirri reynslu, sem fengizt hefur, • að gefa út handbók með færsluleiðbeiningum og færslulýsingum á cinstaka bókhaldsreikninga, • að vinna markvisst að frekari samræmingu í gerð ársreikninga sveitarfélaganna. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.