Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Qupperneq 27

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Qupperneq 27
FJÁRMÁLARÁÐSTEFNAN 1982 Hin árlega ráðstefna sambandsins um íjármál sveitarfélaga og gerð fjár- hagsáætlunar komandi árs var hald- in í Súlnasal Hótel Sögu í Reykjavík hinn 22. nóvember sl. Ráðstefnuna sátu 200 þátttakendur. Var hún því ein fjölmennasta ráðstefna sam- bandsins. Björn Friðjinnsson, formaður sam- bandsins, setti ráðstefnuna og gerði að umtalsefni þá erfiðleika, er hann taldi fyrir dyrum í fjármálum sveitar- félaga eins og annars staðar í búskap þjóðarinnar. Setningarræða Björns er birt aftan við þessa frásögn. Bolli Bollason, hagfræðingur í Þjóð- hagsstofnun, gerði síðan grein fyrir þeim forsendum fjárhagsáætlana sveitarfélaga fyrir árið 1983, sem Hallgrímur Snorrason, hagfræð- ingur, hafði tekið saman. Greinar- gerðin var í höndum þátttakenda og var birt í 5. tbl. Sveitarstjórnarmála 1982. Guttormur Sigurbjörnsson, forstöðu- maður Fasteignamats ríkisins, gerði síðan grein fyrir framreikningi fast- eignamatsins milli áranna 1982 og 1983. Einnig skýrði hann nokkur yfir- lit úr fasteignaskrá ársins 1982. Framsöguerindi Guttorms birtist sem grein í 5. tbl. Sveitarstjórnar- mála 1982. Eggert Jónsson, borgarhagfræðing- ur, skýrði frá helztu forsendum þeim, sem lagðar voru til grundvallar við samningu tillögu að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1983, og svaraði síðan spurningum um hana. Ólafur Nilsson, lögg. endur- skoðandi, flutti eftir stutt kaffihlé er- indi, er hann nefndi fjárhagsrammi sveitarfélaga. í því bar hann saman rekstur, framkvæmdir og fjárhags- stöðu svo og eignir og skuldir kaup- staðanna á þremur undangengnum árum, þ. e. árin 1979, 1980 og 1981. Erindi Ólafs ásamt yfirlitum og súluritum, er hann sýndi um fjár- hagsstöðuna, er birt á bls. 94 í þessu tölublaði. Bjami Bragi Jónsson, hagfræðingur Seðlabanka íslands, flutti næst erindi um lánamál sveitarfélaga á tímum hagsveiflna og verðtryggingar. Sýndi hann með erindi sínu yfirlit um fjárhagsafkomu sveitarfélaga árabilið 1952—1977, skuldir sveitarfélaga og fyrirtækja þeirra árlega milli 1969— 1981 og um lán sveitarfélaga innan- lands árabilið 1969—1981 og um er- lend lán sveitarfélaga árabilið 1950— 1981. Klemens Tryggvason, hagstofustjóri, flutti að loknum hádegisverði erindi um skil sveitarfélaga á ársreikning- um. Gerði hann þar grein fyrir þeim aðgerðum, sem félagsmálaráðuneytið og Hagstofa íslands hafa talið nauð- synlegar til að knýja sveitarfélög til að skila ársreikningum seinustu ára fyrir tilgreindan tíma og eftirleiðis reglulega. Erindið er birt á bls. 101 í þessu tölublaði. Guðmundur B. Ólafsson, fram- kvæmdastjóri lánadeildar Fram- kvæmdastofnunar ríkisins, haföi framsögu um lánsfjármögnun gatna- gerðar í þéttbýli og endurkaup Byggðasjóðs á skuldabréfum vegna lagningar bundins slitlags. Einnig gerði hann grein fyrir stofnun Hrað- brautar hf., sem tók við verkefnum þeim, er Olíumöl sf. hafði áður haft með höndum. Með erindi sínu sýndi Guðmundur yfirlit um ástand gatna- kerfis í þéttbýli í einstökum lands- hlutum annars vegar árið 1976 og hins vegar árið 1981 og lánveitingar Byggðasjóðs til gatnagerðar sveitar- félaga árin 1975—1981, og er það yfirlit birt með erindi Guðmundar á bls. 105 í þessu tölublaði. Magnús Pétursson, hagsýslustjóri, flutti seinasta framsöguerindið á ráð- stefnunni. Það var um samskipti sveitarfélaga við Fjárlaga- og hag- sýslustofnun, fjárveitinganefnd Al- þingis og ríkisstofnanir á sviði fjár- mála. Þá gerði Magnús grein fyrir niðurstöðum lauslegrar könnunar, er hann hafði gert nokkrum dögum fyrir ráðstefnuna um stöðuna á hinum helztu sviðum fjárhagslegra sam- skipta ríkis og sveitarfélaga. Erindi Magnúsar er birt á bls. 110 í þessu tölublaði. Framsögumenn svöruðu fyrir- spurnum að loknum erindum sínum, og í lok ráðstefnunnar urðu að vanda almennar umræður um fjármál sveit- arfélaga almennt. Þá voru lögð fram ýmis gögn, s. s. yfirlit um framlög til þjóðvega í þéttbýli á árinu 1982, yfir- lit um álagningu útsvara og fast- eignagjalda í hveijum kaupstaðanna um sig svo og yfirlit um innheimtu- hlutfall í hveijum þeirra í árslok 1981, auk gagna vegna fram- söguerinda á ráðstefnunni. Unnar Stefánsson var ráðstefnu- stjóri, en fundarstjórn önnuðust Björn Friðfinnsson, formaður sam- bandsins, og Sigurgeir Sigurðsson, varaformaður sambandsins. Að lokinni fjármálaráðstefnunni gekkst Samskiptamiðstöð sveitarfé- laga fyrir rabbfundi með allmörgum þátttakenda á ráðstefnunni um möguleika fámennari sveitarfélaga til að hagnýta tölvu við verkefni sín. Var fundurinn einkum sniðinn við hæfi fulltrúa þeirra sveitarfélaga, sem ekki hafa tekið tölvu í þjónustu sína, en hafa hug á að gera það. 89 SVEITARSTJÓRNARMÁL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.