Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Side 41
ÖRYGGISMÁL
bærar. Meginuppistaða grastegunda
er túnvingull, sauðvingull og vallar-
sveifgras. Einnig er notað rýgresi.
Við uppgræðslu svæðisins þykir
einnig sjálfsagt að nota tré og runna
til þess að binda frekar jarðveg þar
sem rótarkerfi þeirra gengur það
djúpt niður og hindrar þannig jarð-
vegsskrið. Einnig það að runnar
draga í sig snjó og hlífa þannig nær-
liggjandi gróðursvæðum. Fara
verður varlega í þessum efnum því
ásýnd þarf að vera í sátt við um-
hverfið og gróður á erfitt uppdráttar,
sérstaklega fyrstu árin. Meginuppi-
staða gróðurs er birki og víðiteg-
undir, en einnig elri og rifs. Gróður-
sett verður á hefðbundinn hátt en
einnig verður stiklingum af víði
stungið beint í garðinn en það er
mjög ódýr aðferð en jafnframt má
búast við afföllum af slíkri aðferð.
Lúpína verður sett efst í efnistöku-
svæðið og einnig í varnargarðinn.
Hún er sjálfbær, vinnur köfnunar-
efni úr loftinu, hefur djúpstætt og
gott rótarkerfi og hindrar jarðvegs-
skrið. Uppgræðsla á vamargarðin-
um sjálfum er erfið vegna þess hve
brattur hann er, en þar er mjög mik-
ilvægt að hindra yfirborðsrof með
sáningu auk þess að gróðursetja
þannig að rótarkerfið bindi jarðveg-
inn.
Við skipulag uppgræðslunnar er
svæðunum skipt upp eftir því hvaða
aðferðafræði er notuð á hverjum
stað. Skiptingin er eftirfarandi:
Svæði næst byggð, svæði milli
varnargarðanna, varnargarðurinn
sjálfur og svo efnistökusvæðið fjær
byggð. Tekið er tillit til þessara at-
riða við uppgræðsluna meðal annars
á þann hátt að slitþol gróðurs þarf
að vera meira nær byggð en fjær.
Varðandi svæðið fjær byggð þá er
slitþolið ekki eins áríðandi og að
uppgræðslan aðlagist aðliggjandi
náttúru sem best. Varnargarðinn
sjálfan þarf að binda sem best og
svæði milli vamargarðanna er hent-
ugt útivistarsvæði og þarf með-
höndlun sem slíkt.
Fylgjast þarf með og meta árang-
urinn fyrsta árið. Árið eftir verður
endursáð, endurgróðursett og gefinn
áburður eftir því sem ástæða þykir.
Síðan þarf að meta áfram hvernig
þróunin verður. Eg sé fyrir mér
áframhaldandi gróðursetningu á
svæðinu ofan byggðar við Flateyri
til beggja átta með fjallinu þannig
að þar verði samfellt svæði með úti-
vistarskógi þegar til lengri tíma er
litið.
ORKUMÁL
Ársfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum
Ársfundur Samtaka sveitarfé-
laga á köldum svæðum var hald-
inn á Hótel Sögu hinn 20. nóv-
ember 1997.
Á fundinum voru flutt tvö er-
indi. Dr. Olafur Flóvenz, deildar-
stjóri rannsóknarsviðs á Orku-
stofnun, skýrði frá starfsemi
stofnunarinnar og dr. Kristján
Sæmundsson, jarðfræðingur og
deildarstjóri á Orkustofnun, gerði
grein fyrir jarðhitaleit á köldum
eða þurrum svæðum sem hann
heldur vildi nefna svo.
Tvær ályktanir voru gerðar á
fundinum.
Hækkun á gjaldskrá
Landsvirkjunar mót-
mælt
Ársfundur Samtaka sveitarfé-
laga á köldum svæðurn 1997
krefst þess að dregnar verði til
baka fyrirhugaðar hækkanir á
gjaldskrá Landsvirkjunar og skor-
ar á iðnaðar- og viðskiptaráðherra
að beita sér fyrir aukningu niður-
greiðslna á raforku til húshitunar.
Fundurinn minnir á þann mikla
mun sem er á orkukostnaði til hús-
hitunar milli þeirra sem nýta raf-
orku og hinna sem hafa aðgang að
hagstæðum hitaveitum. Með
hækkunum á gjaldskrám Lands-
virkjunar mun þessi munur aukast
enn. Fundurinn varar við beinni
tengingu raforkuverðs og bygging-
arvísitölu þar sem hækkun á raf-
orkuverði leiðir til hækkunar vísi-
tölunnar.
Skipuleg jaröhitaleit á
köldum svæðum
Ársfundurinn skorar á ríkis-
stjórnina að veita árlega umtals-
vert fé til þess að gera átak í skipu-
legri jarðhitaleit á köldum svæð-
um. Fundurinn telur nauðsynlegt
að Orkusjóður verði styrktur og
honum beitt í þessum tilgangi.
Árlega er varið 400-500 millj-
ónum króna til niðurgreiðslna á
raforku til húshitunar. Fyrirsjáan-
lega munu þessar niðurgreiðslur
aukast ef ná á því markmiði að
jafna húshitunarkostnað í land-
inu. Er þá bæði litið til þess að
raforkuverð mun einungis lækka
óverulega á næstu 10-15 árum
og hins að á því árabili munu
hitaveitur verða ódýrari vegna
afskrifta og lækkunar skulda.
Stjórnin endurkjörin
Stjóm samtakanna var endur-
kjörin til eins árs. Hana skipa
Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri
Höfðahrepps, sem er formaður,
Olafur Kristjánsson, bæjarstjóri í
Bolungarvík, og Arngrímur
Blöndahl, bæjarstjóri á Eskifirði.
35