Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Side 58
FRÁ LAN DSHLUTASAMTÖKUNUM
Frá kvöldveröarhófi á
fundlnum. Á myndinni
eru, taliö frá vinstri,
Broddi B. Bjarnason,
formaöur SSA, Por-
steinn Jóhannsson,
fyrrverandi oddviti
Hofshrepps, heiöurs-
gestur fundarins,
Ólafur Sigurösson,
hreppsnefndarmaöur í
Hofshreppi og tengda-
sonur Þorsteins, og
Petrún B. Jónsdóttir,
bæjarfullltrúi i Nes-
kaupstaö.
Myndirnar frá fundin-
um tók Ásta Snædís
Guömundsdóttir, ritari
á skrifstofu SSA.
ingur að virkjun í fjórðungnum í samstarfi við Raf-
magnsveitur ríkisins og/eða aðra þá, sem til þess veljast.
I greinargerð með tillögunni segir að virkjun á Aust-
urlandi falli betur að þörfum raforkukerfisins en virkjan-
ir annars staðar og auki varaafl þar. í fjórðungnum séu
stórir orkunotendur sem enn framleiða orku sína með
svartolíu og valda með því umtalsverðri mengun, sem
draga beri úr. Á Austurlandi hafa einnig verið uppi
áform um orkufrekan nýiðnað. Talin er full þörf á að
fylgja þessu hagsmunamáli fast eftir með raunveruleg-
um aðgerðum er leiði til virkjunarframkvæmda.
Jöfnun orkukostnaöar
Aðalfundurinn skoraði á þingmenn Austurlands að
beita sér fyrir markvissum aðgerðum af hálfu hins opin-
bera til þess að jafna orkuverð í landinu.
Rafmagnseftirlit
Aðalfundurinn minnti á athugasmedir SSA í aðdrag-
anda lagasetningar í lok seinasta árs um rafmagnseftirlit
annars vegar og löggildingarstofur hins vegar og hvatti
þingmenn Austurlands til að beita sér fyrir því að fram
fari endurskoðun á lögunum, er tryggi fyrst og fremst
virkt eftirlit, sem allir þurfi að greiða sama gjald fyrir,
óháð búsetu notendanna og staðsetningu þeirra, sem
þjónustuna veita.
Kostnaöur vegna eftirlitsstofnana
Fundurinn skoraði á þingmenn Austurlands að leita
leiða til að koma í veg fyrir að kostnaður vegna þjónustu
eftirlitsstofnana verði ekki til að leggja niður ýmis fyrir-
tæki á landsbyggðinni.
í greinargerð með tillögunni sagði að ýmis aukakostn-
aður vegna starfsemi eftirlitsaðila lendi á fyrirtækjum á
landsbyggðinni af meiri þunga en þeim sem nær eru
þjónustunni. Fyrirtækin verða því ekki eins samkeppnis-
hæf. Því sé æskilegt að eftirlitsaðilum sé valinn staður
sem víðast um land en séu ekki alfarið á höfuðborgar-
svæðinu.
Vegasamgöngur
Fundurinn lagði áherslu á mikilvægi góðra samgangna
til eflingar atvinnulífi á Austurlandi og beindi þeim til-
mælum til stjómvalda og hagsmunaaðila í fjórðungnum
að leita allra mögulegra leiða til að bæta og auka sam-
göngur innan hans.
Skorað er á Vegagerðina og þingmenn Austurlands að
gera á komandi vetri áætlun um lok varanlegrar vega-
gerðar á stofnbrautum innan fjórðungsins. Að því sé
stefnt að framkvæmdum sé lokið fyrir næstu aldamót.
Fjármagn verði tryggt við endurskoðun vegaáætlunar
sem nú stendur yfir og sá möguleiki kannaður að tekið
verði sérstakt lán til framkvæmdanna.
Einnig er Vegagerðin hvött til að hefja lagfæringu
vegarins um Öxi og við það miðað að hann sé fær fólks-
bflum að sumarlagi.
Loks er skorað á Vegagerðina að sjá til þess að Hellis-
heiði eystri verði haldið opinni yfir vetrartímann eins og
öðmm fjallvegum milli byggða á Austurlandi.
Jarögöng á Austurlandi
Aðalfundurinn ítrekaði fyrri samþykktir um að næstu
jarðgangaframkvæmdir verði á Austurlandi.
Aukiö fjármagn til hafnarframkvæmda
Fundurinn benti þingmönnum kjördæmisins og sam-
gönguráðherra á nauðsyn þess að fjármagn til hafnar-
framkvæmda á Austurlandi verði aukið í samræmi við
stóraukna fjárfestingu vegna sfldar- og loðnuvinnslu í
fjórðungnum.
52