Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Blaðsíða 43
FRÆÐSLUMAL
í iðjuþjálfun er tölvan notuö bæði sem þjálfunartæki og sem
hjálpartæki.
þessir þættir þjálfaðir. Þjálfunin fer
að mestu fram sem leikur og mikil-
vægt er að bömunum þyki gaman í
þjálfun. Iðjuþjálfinn leggur áherslu
á að gera kröfur til bamanna í sam-
ræmi við getu þeirra og bendir þeim
á hvernig þau geta nýtt sér sínar
sterku hliðar. Þetta styrkir sjálfsmat
barnanna. Þeim líður betur og eru
betur undir það búin að takast á við
verkefni sem áður hafa reynst erfið.
Hreyfihömluð börn
Hreyfihömluð böm em í auknum
mæli að flytjast úr sérdeildum inn í
almenna bekki í sínum hverfisskól-
um. Iðjuþjálfar meta þörf á hjálpar-
tækjum, veita ráðgjöf og aðstoða
við útvegun þeirra. Þeir þjálfa böm-
in í notkun hjálpartækja og leið-
beina öðmm sem annast bamið um
notkun þeirra. Hreyfihamlaðir eiga
oft í erfiðleikum með að tjá sig og
þurfa að nota tölvur eða annan
tæknibúnað við tjáskipti og nám.
Iðjuþjálfar meta þörf fyrir slíkt og
sjá um að finna þann búnað sem
hentar hverju sinni. Margar skóla-
byggingar eru ekki hannaðar með
tilliti til hreyfihamlaðra nemenda og
því þarf að aðlaga umhverfi að
baminu þannig að það komist sem
auðveldast um í skólanum. Góð
vinnuaðstaða er mikilvæg jafnt fyrir
fatlaða sem ófatlaða. Iðjuþjálfar
meta setstöðu, borðhæð og annað í
umhverfi barnanna og koma með
tillögur að úrbótum ef þörf er á.
Mikilvægt er að
gæta að góðum
vinnustellingum
hjá bömum til að
koma í veg fyrir
ýmsa álagssjúk-
dóma síðar meir.
lójuþjálfun i
skólum
Hér á landi
hafa iðjuþjálfar
starfað á stofnun-
um, við þjálfun
og við meðferð
barna um árabil.
Nefna má stofn-
anir eins og
Styrktarfélag
lamaðra og fatlaðra og Greiningar-
og ráðgjafarstöð ríkisins. Iðjuþjálfar
á þessum stofnunum anna ekki
þeirri þörf sem er á þjónustu við
skólabörn. Að Öskjuhlíðarskóla
undanskildum er enginn iðjuþjálfi
starfandi í íslensku skólakerfi. Til
viðmiðunar má nefna að nýlegar
tölur frá Bandaríkjunum gefa til
kynna að þriðjungur bandarískra
iðjuþjálfa starfar á bamasviði (0-18
ára), þar af starfa 55% í skólakerf-
inu, 21% á sjúkrahúsum, 18% utan
stofnana og 4% á sólarhringsstofn-
unum.
Nú hafa skólar verið færðir frá
ríki til sveitarfélaga. Sveitarfélögin
eiga samkvæmt lögum að veita sér-
fræðiþjónustu fyrir grunnskólana,
þar sem kennarar
geta sótt ráðgjöf
fyrir börn með
sérþarfir. Starfs-
menn slíkrar sér-
fræðiþjónustu
skulu vera kenn-
arar með fram-
haldsmenntun,
sálfræðingar og
aðrir sérfræðing-
ar. Störf tal-
meinafræðinga
hafa verið viður-
kennd sem nauð-
synleg sérfræði-
þjónusta fyrir
skólana. Við teljum að fagþekking
iðjuþjálfa sé ekki síður mikilvæg og
myndi styrkja sérfræðiþjónustu við
grunnskóla og leikskóla. Iðjuþjálfar
hafa undanfarin ár veitt skólum og
leikskólum ráðgjöf varðandi hreyfi-
hömluð og misþroska börn. Skiln-
ingur hefur aukist í skólum á högum
bama með sérþarfir þótt enn skorti
verulega þekkingu á vandanum og
hvernig á að bregðast við honum.
Margir skólastjórar, kennarar og
leikskólakennarar hafa lýst yfir
áhuga á að fá iðjuþjálfa inn í skól-
ana til nánara samstarfs.
Með nánari tengslum iðjuþjálfa
við böm á leikskóla- og gmnnskóla-
aldri er hægt að koma bömum með
sérþarfir fyrr í þjálfun og auðveldara
verður að fylgja þeim eftir í gmnn-
skólanum. Aukin samvinna sérfræð-
inga kemur öllum til góða en mest
bömunum sem þurfa á hjálp okkar
að halda. Fjöldi þeirra barna, sem
þurfa á iðjuþjálfun að halda, sýnir
fram á nauðsyn þess að iðjuþjálfun
verði hluti af sérfræðiþjónustu sveit-
arfélaganna við skólana.
Greinarhöfundarnir, Hrefna Oskarsdóttir
og Anna Sigríður Jónsdóttir, eru iðju-
þjúlfar og starfa á œfingastöð Styrktar-
félags lamaðra og fatlaðra og vinna við
iðjuþjálfun harna.
löjuþjalfun barna byggist mikiö upp á leik.
37