Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Side 66

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Side 66
UMHVERFISMÁL Umhverfisáætlanir sveitarfélaga - Staðardagskrá 21 Sambandið og umhverfisráðu- neytið hafa gert með sér samstarfs- samning um verkefni sem miðar að gerð umhverfisáætlana í sveitarfé- lögum, eða svokallaða Staðardag- skrá 21. í Staðardagskrá 21 á að koma fram lýsing á stöðu umhverf- ismála í sveitarfélaginu, markmiðs- setning þess í umhverfismálum og áætlun og ákvarðanir um fram- kvæmdir á því sviði. Ráðuneytið og sambandið hafa gefið út handbók fyrir sveitarfélög um „Aætlun í umhverfismálum sveitarfélaga", sem verður fjölföld- uð og send öllum sveitarfélögunum. Verkefni þetta hefur beina skírskotun til samþykkta ráðstefnu SÞ um umhverfi og þróun, sem haldin var í Rio de Janeiro árið 1992. Þar samþykktu þjóðir heims viðamikla framkvæmdaáætlun, Dagskrá 21. aldar (Agenda 21), um hvemig eigi að koma á markmiðum sjálfbærrar þróunar, þ.e. hvernig unnt sé að tryggja áframhaldandi hagvöxt og velferð án þess að valda spjöllum á grunngæðum náttúrunn- ar og skerða þar með möguleika komandi kynslóða. Síðan hafa einstök ríki, þ.á m. Is- land, sett sér markmið um hvemig hægt sé að hrinda markmiðum sjálf- bærrar þróunar í framkvæmd en næsta skref er síðan að koma á áætl- unum fyrir einstök byggðarlög. Er- lendis hafa slíkar áætlanir gengið undir nafninu Local Agenda 21 og er Staðardagskrá 21 þýðing á því hugtaki. Á aukaallsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna um umhverfismál, sem haldið var í New York í júní 1997, var samþykkt að sveitarfélög hröðuðu gerð slíkra áætlana. „Umhverfismál hafa á undanföm- um ámm fengið aukið vægi í starf- semi sveitarfélaga", segir í fréttatil- kynningu um samkomulag ráðu- neytisins og sambandsins um þetta efni. „Benda má á aðgerðir í sorp- hirðumálum og fráveitumálum um allt land, en á báðum sviðum hafa umhverfisráðuneytið og sambandið náið samstarf um undirbúningsað- gerðir og stuðning. Markviss um- hverfisvemd á vegum sveitarfélaga hefur fjölþætt gildi fyrir sveitarfé- lögin. Til lengri tíma litið skapar hún forsendur fyrir betra lífi, bæði fyrir einstaklinga og atvinnurekst- ur.“ Nokkur sveitarfélög hafa þegar hafið skipulega vinnu á þessu sviði. Á ráðstefnunni á Egilsstöðum sl. vor um umhverfisáætlanir sveitarfé- laga kom fram sterkur vilji hjá sveitarfélögum til þess að ráðast í verkefni af þessu tagi og samþykkt var áskomn til umhverfisráðuneytis- ins og sambandsins um að hrinda því af stað. Meginatriði samningsins eru þau að sambandið og ráðuneytið skipa sameiginlega fjögurra manna verk- efnisstjóm um gerð Staðardagskrár 21. Auglýst verður eftir sveitarfélög- um, sem áhuga hafa á að taka þátt í verkefninu, og verkefnisstjóm velur síðan nokkur sveitarfélög úr hópi umsækjenda. Jafnframt verður ráð- inn verkefnisstjóri tímabundið til þess að leiðbeina sveitarstjórnum við að gera umhverfisáætlun. Áætlað er að verkefnisstjóm verði skipuð í aprílmánuði og að verkefn- ið taki um það bil 18 mánuði. BÆKUR OG RIT Skýrslur um fráveitumál Haustið 1996 stóðu sambandið, umhverfisráðuneytið, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið, félagsmála- ráðuneytið, Rangárvallahreppur og Sauðárkróksbær að tilraunaverkefni á sviði fráveitumála ásamt tveimur norskum sérfræðingum á sviði frá- veitutækni. Gefnar hafa verið út tvær skýrslur með niðurstöðum þessa verkefnis. Önnur þeirra heitir Frárennslismál á Sauðárkróki, mat á lausnum, 50 bls. að stærð auk upp- drátta, og hin Frárennslismál á Hellu, mat á lausnum, 44 bls. að stærð auk uppdrátta. Báðar eru í brotinu A4. Skýrslumar fást á skrifstofu sam- bandsins og em afhentar án endur- gjalds. Umhverfísáætlanir sveitarfélaga Sambandið og umhverfisráðu- neytið standa sameiginlega að út- gáfu á bæklingnum Umhverfisáætl- anir sveitarfélaga, aðgerðaáætlanir sveitarfélaga í umhverfismálum. Bæklingurinn er þýðing á bækl- ingnum Plan for miljoet í kommun- ene, kommunale miljohandlings- planer i smásamfunn, sem Norræna ráðherranefndin gaf út. Bæklingur- inn verður sendur sveitarfélögunum og einnig geta þeir sem þess óska fengið töfluformin sem notuð eru í bæklingnum send á tölvudisklingi. 60

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.