Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Blaðsíða 66

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Blaðsíða 66
UMHVERFISMÁL Umhverfisáætlanir sveitarfélaga - Staðardagskrá 21 Sambandið og umhverfisráðu- neytið hafa gert með sér samstarfs- samning um verkefni sem miðar að gerð umhverfisáætlana í sveitarfé- lögum, eða svokallaða Staðardag- skrá 21. í Staðardagskrá 21 á að koma fram lýsing á stöðu umhverf- ismála í sveitarfélaginu, markmiðs- setning þess í umhverfismálum og áætlun og ákvarðanir um fram- kvæmdir á því sviði. Ráðuneytið og sambandið hafa gefið út handbók fyrir sveitarfélög um „Aætlun í umhverfismálum sveitarfélaga", sem verður fjölföld- uð og send öllum sveitarfélögunum. Verkefni þetta hefur beina skírskotun til samþykkta ráðstefnu SÞ um umhverfi og þróun, sem haldin var í Rio de Janeiro árið 1992. Þar samþykktu þjóðir heims viðamikla framkvæmdaáætlun, Dagskrá 21. aldar (Agenda 21), um hvemig eigi að koma á markmiðum sjálfbærrar þróunar, þ.e. hvernig unnt sé að tryggja áframhaldandi hagvöxt og velferð án þess að valda spjöllum á grunngæðum náttúrunn- ar og skerða þar með möguleika komandi kynslóða. Síðan hafa einstök ríki, þ.á m. Is- land, sett sér markmið um hvemig hægt sé að hrinda markmiðum sjálf- bærrar þróunar í framkvæmd en næsta skref er síðan að koma á áætl- unum fyrir einstök byggðarlög. Er- lendis hafa slíkar áætlanir gengið undir nafninu Local Agenda 21 og er Staðardagskrá 21 þýðing á því hugtaki. Á aukaallsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna um umhverfismál, sem haldið var í New York í júní 1997, var samþykkt að sveitarfélög hröðuðu gerð slíkra áætlana. „Umhverfismál hafa á undanföm- um ámm fengið aukið vægi í starf- semi sveitarfélaga", segir í fréttatil- kynningu um samkomulag ráðu- neytisins og sambandsins um þetta efni. „Benda má á aðgerðir í sorp- hirðumálum og fráveitumálum um allt land, en á báðum sviðum hafa umhverfisráðuneytið og sambandið náið samstarf um undirbúningsað- gerðir og stuðning. Markviss um- hverfisvemd á vegum sveitarfélaga hefur fjölþætt gildi fyrir sveitarfé- lögin. Til lengri tíma litið skapar hún forsendur fyrir betra lífi, bæði fyrir einstaklinga og atvinnurekst- ur.“ Nokkur sveitarfélög hafa þegar hafið skipulega vinnu á þessu sviði. Á ráðstefnunni á Egilsstöðum sl. vor um umhverfisáætlanir sveitarfé- laga kom fram sterkur vilji hjá sveitarfélögum til þess að ráðast í verkefni af þessu tagi og samþykkt var áskomn til umhverfisráðuneytis- ins og sambandsins um að hrinda því af stað. Meginatriði samningsins eru þau að sambandið og ráðuneytið skipa sameiginlega fjögurra manna verk- efnisstjóm um gerð Staðardagskrár 21. Auglýst verður eftir sveitarfélög- um, sem áhuga hafa á að taka þátt í verkefninu, og verkefnisstjóm velur síðan nokkur sveitarfélög úr hópi umsækjenda. Jafnframt verður ráð- inn verkefnisstjóri tímabundið til þess að leiðbeina sveitarstjórnum við að gera umhverfisáætlun. Áætlað er að verkefnisstjóm verði skipuð í aprílmánuði og að verkefn- ið taki um það bil 18 mánuði. BÆKUR OG RIT Skýrslur um fráveitumál Haustið 1996 stóðu sambandið, umhverfisráðuneytið, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið, félagsmála- ráðuneytið, Rangárvallahreppur og Sauðárkróksbær að tilraunaverkefni á sviði fráveitumála ásamt tveimur norskum sérfræðingum á sviði frá- veitutækni. Gefnar hafa verið út tvær skýrslur með niðurstöðum þessa verkefnis. Önnur þeirra heitir Frárennslismál á Sauðárkróki, mat á lausnum, 50 bls. að stærð auk upp- drátta, og hin Frárennslismál á Hellu, mat á lausnum, 44 bls. að stærð auk uppdrátta. Báðar eru í brotinu A4. Skýrslumar fást á skrifstofu sam- bandsins og em afhentar án endur- gjalds. Umhverfísáætlanir sveitarfélaga Sambandið og umhverfisráðu- neytið standa sameiginlega að út- gáfu á bæklingnum Umhverfisáætl- anir sveitarfélaga, aðgerðaáætlanir sveitarfélaga í umhverfismálum. Bæklingurinn er þýðing á bækl- ingnum Plan for miljoet í kommun- ene, kommunale miljohandlings- planer i smásamfunn, sem Norræna ráðherranefndin gaf út. Bæklingur- inn verður sendur sveitarfélögunum og einnig geta þeir sem þess óska fengið töfluformin sem notuð eru í bæklingnum send á tölvudisklingi. 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.