Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Side 33
SAMEINING SVEITARFELAGA
mun í Neskaupstað. Þessa spá byggðu þeir á samtölum
við almenning á stöðunum. Ymsir voru á öndverðum
meiði við spá fjölmiðlanna og því gætti nokkurrar
spennu þegar atkvæðagreiðslan hófst.
Atkvæóagreióslan
Eins og fyrr segir fór atkvæðagreiðslan fram laugar-
daginn 15. nóvember sl. Ekkert fór á milli mála að hún
vakti meiri athygli en flestar aðrar sambærilegar at-
kvæðagreiðslur og má í því sambandi nefna að Stöð 2
sendi fréttir þessa dags í beinni útsendingu frá Eskifirði
og Sjónvarpið var einnig með beina útsendingu í tilefni
hennar. Ahugi áhrifamestu fjölmiðla landsins var ótví-
ræður.
Sveitarstjómarmenn höfðu haft nokkrar áhyggjur af
lélegri þátttöku en þegar leið á daginn kom í ljós að þær
áhyggjur voru ástæðulausar. Alls greiddu um 70%
þeirra sem voru á kjörskrá í Neskaupstað atkvæði en á
Eskifirði og Reyðarfirði um 83%.
Urslit atkvæðagreiðslunnar voru kynnt í beinni sjón-
varpsútsendingu kl. 23 um kvöldið og var þá ljóst að
sameining hafði verið samþykkt með afgerandi meiri-
hluta í öllum sveitarfélögunum þremur.
Úrslit urðu annars sem hér segir:
Á Atkv. Auðir/
kjörskrá greidd Já % Nei % ógildir
Reyöarfjörður 470 389 276 70,1 108 27,8 5
Eskifjörður 675 561 340 60,6 216 38,5 5
Neskaupstaöur 1141 788 647 82,0 127 16,1 14
Samtals 2256 1738 1263 72,6 451 25,9 24
Þessi úrslit þýddu að íbúar sveitarfélaganna þriggja
höfðu samþykkt að nýtt sveitarfélag yrði myndað og
yrði það fjölmennasta sveitarfélag á Austurlandi með
liðlega 3300 íbúa. Tímamót höfðu ótvírætt átt sér stað í
austfirskri sögu.
Þeir sem sæti áttu í undirbúningsráði atkvæðagreiðsl-
unnar og aðrir sveitarstjómarmenn sem vom fylgjandi
sameiningu fögnuðu sérstaklega hvað úrslitin voru af-
gerandi á öllum stöðunum en erfitt hefði verið að vinna
að sameiningunni ef mjög mjótt hefði verið á munum.
Ymsir andstæðingar sameiningar lýstu því einnig yfir að
gott væri hve úrslitin hefðu verið skýr og sú staðreynd
yki líkurnar á að nýtt sveitarfélag yrði mótað með
þokkalegum friði.
Frekarí undirbúningur sameiningar
Þann 2. desember sl. héldu sveitarstjómimar þrjár
sameiginlegan fund og fjölluðu um með hvaða hætti
væri unnt að vinna enn frekar að undirbúningi samein-
ingar sveitarfélaganna. A fundinum var undirbúin sér-
stök samþykkt um sameininguna sem síðan yrði fjallað
um í hverri sveitarstjóm og því næst send félagsmála-
ráðuneyti. Eins var ákveðið að skipa sameiningamefnd
sem hefði það hlutverk að undirbúa ýmis mál sem snertu
sameininguna en þau mál yrðu síðan lögð fyrir sveitar-
stjómimar. Samþykkt var að sömu einstaklingar og sátu
í undirbúningsráðinu sætu í sameiningarnefndinni og
með þeim störfuðu framkvæmdastjórar sveitarfélaganna.
Fyrsta verkefni sameiningamefndarinnar var að fjalla
um ýmsa þætti sem snerta fjárhagsáætlanagerð sveitarfé-
laganna. Ahugi var fyrir því að samræma álagningarregl-
ur sveitarfélaganna og þegar þetta er skrifað er ljóst að
það tekst að mestu leyti. Hver sveitarstjórn gerir sína
fjárhagsáætlun fyrir árið 1998 og ákveðið var að samráð
yrði haft um gerð fjárhagsáætlananna og sameiningar-
nefndin tryggði að svo yrði. Með þessu móti ætti að vera
hægt að korna í veg fyrir alla tortryggni sem gæti skapast
ef sveitarfélögin sinntu fjárhagsáætlanagerð hvert fyrir
sig án alls samráðs.
Sameiningamefndin þarf að taka á fjölmörgum öðmm
verkefnum svo sameiningin geti gengið sem auðveldast
fyrir sig. A meðal þeirra verkefna er samning allra reglu-
gerða og samþykkta fyrir nýtt sveitarfélag, samræming
þjónustugjalda, umfjöllun um starfsmannamál, verkefni
sem tengjast nafngift hins nýja sveitarfélags, umfjöllun
um þá samninga sem sveitarfélögin hafa gert, bókhalds-
mál o.fl. í sannleika sagt er verkefnalistinn ærið langur
og mörg verkefnin brýn svo sameiningin verði eins kon-
ar þróun en ekki snögg breyting sem gæti verið óþægileg
fyrir íbúana og stjómendur.
Eitt af því sem sameiningamefndin er sammála um er
nauðsyn þess að byggð verði upp samkennd íbúanna og
vinna sem stuðlar að slíku getur hafist nú þegar. íbúamir
eru vanir því að telja sig tilheyra einhverju núverandi
sveitarfélaga og hafa bundist sínu sveitarfélagi tilfinn-
ingalegum böndum. Um leið hafa þeir gjaman litið á ná-
grannasveitarfélögin sem keppinauta á mörgum sviðum.
Við sameiningu er afar brýnt að breyta þessum hugsun-
arhætti og verða íbúamir þá að líta á allt hið nýja sveitar-
félag sem heimasveitarfélag sitt. I stað samkeppni á milli
byggðarlaganna verður að koma samstarf og í stað tor-
tryggni í garð nágrannans þarf að myndast samkennd og
samstarfsvilji.
Víst má telja að það taki nokkum tíma fyrir íbúa hins
nýja sveitarfélags að breyta viðhorfum sínum og byggja
upp hin umræddu samkenndarviðhorf. Sveitarstjóm sam-
einaðs sveitarfélags gegnir lykilhlutverki í þessu sam-
bandi og getur með ákörðunum sínum og stjómunarað-
ferðum stuðlað að viðhorfsbreytingunni. Stjóm sveitarfé-
lagsins verður að gæta þess að hin almenna þjónusta
verði öllum íbúum þess jafn aðgengileg og jafnframt
verði verkefnum á sviði uppbyggingar dreift með eðlileg-
um hætti innan sveitarfélagsins. Að sjálfsögðu verður
verkaskipting á ýmsum sviðum á milli byggðarkjamanna
en gmndvallaratriði er að þjónusta við íbúana verði sem
jöfnust. Til að ná þessum árangri verður sveitarstjóm hins
sameinaða sveitarfélags að hafa sanngimi að leiðarljósi
og vanda sig þegar teknar em viðkvæmar ákvarðanir.
27