Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Blaðsíða 28
ÝMISLEGT
fylgd túlks Rauða krossins og fé-
lagsmálastjóra ísafjarðarbæjar. Að
lokinni stuttri móttökuathöfn á Isa-
fjarðarflugvelli var ekið til nýrra
heimkynna fólksins að Pollgötu 4 á
Isafirði. Þar biðu sjálfboðaliðamir
sem höfðu útbúið íbúðimar og ætl-
uðu jafnframt að vera stuðningsfjöl-
skyldur flóttamannafjölskyldnanna.
Það er ógleymanleg sú stund þegar
þessir hópar hittust og flóttamenn-
imir skoðuðu vel útbúin híbýlin sem
þeim var ætlað að gera að sínum
heimilum. Það var áhrifamikil stund
sterkra tilfinninga. Það skyggði að
vísu á að ein fjölskyldan kom ekki.
Hafði ekki mætt við brottför frá
Júgóslavíu. Það skýrðist hins vegar
seinna og u.þ.b. mánuði seinna kom
maðurinn í þeirri fjölskyldu, en
kona og dóttir urðu eftir. Persónu-
legar ástæður lágu þar að baki.
Daginn eftir komuna var svo
formleg móttaka þar sem saman
vom komnir flóttamennimir, stuðn-
ingsaðilar, sjálfboðaliðar og fulltrú-
ar Rauða krossins og Isafjarðarbæj-
ar. Næstu dagar fóm í kynningu á
landinu, Isafjarðarbæ, helstu þáttum
daglegs lífs á Islandi, á réttindum og
skyldum og hvemig staðið yrði að
aðstoð við flóttamennina. I kjölfarið
fylgdu heilbrigðisskoðanir og ís-
lenskukennsla. Börnin fengu sér-
kennslu og fullorðnir sér. Þar sem
tiltölulega stutt var í að skólar
hæfust þá var gripið til þess að fá
fleiri aðila sem kynnu serbókróat-
ísku til liðs við kennslu bamanna
svo að þau gætu verið eins vel und-
irbúin að hefja skólagöngu og kost-
ur væri.
Adlögun og framkvæmd
Gert var ráð fyrir að fullorðnir
sæktu íslenskutíma daglega alla
virka daga vikunnar. Gert var ráð
fyrir fjómm kennslustundum á dag.
íslenskukennslan var í samvinnu
við Námsflokka Reykjavíkur og
Farskóla Vestfjarða. Eftir að flótta-
mennimir fóru að vinna sóttu þeir
verr námið og olli það stundum erf-
iðleikum að fylgja eftir skyldu
þeirra að sækja íslenskukennsluna.
Pegar forsetahjónin komu i opinbera heimsókn til ísafjaröar á árinu 1996 heimsóttu
þau heimili flóttafólksins viö Pollgötu.
Úr útsýnisferö um isafjaröardjúp. Viö göm
um að vel yrði tekið á móti flótta-
mönnunum.
Það torveldaði stýrihópnum í
upphafi hversu seint mál gengu hjá
stofnunum Sameinuðu þjóðanna og
bið eftir að sendinefnd færi til að
velja hópinn. A tímabili leit jafnvel
út fyrir að engir flóttamenn kæmu.
Lögð var áhersla á af hálfu stýri-
hópsins að sumarið væri nýtt til að-
lögunar og íslenskukennslu sem
myndi m.a. auðvelda bömunum að
hefja nám í skólanum að haustinu.
mylluna í Vigur.
Þegar ljóst var hver hópurinn yrði
og hvenær hann kæmi hófst loka-
þáttur undirbúningsins sem miðaði
að því að allt væri til reiðu þegar
flóttamennimir kæmu. I þeim þætti
reyndi á samstarf Isafjarðarbæjar og
Rauða krossins sem tókst einstak-
lega vel.
Móttakan
Aðfaranótt 28. júlí 1996 kom
þreyttur og eftirvæntingarfullur
hópur 29 flóttamanna til ísafjarðar í
22