Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Blaðsíða 15
AFMÆLI
Börnin voru drjúgir þátttakendur i hátíöarhöldunum. Hér bíöa
ungir ökumenn eftir því aö vera ræstir af stað í kassabílaralli.
Pálsdóttur, konu hans. Forsetinn opnaði sjóminjasafn í
Pakkhúsinu við höfnina og skoðaði um leið sýningu á
ljósmyndum Vigfúsar Sigurgeirssonar. Arnþór
Gunnarsson sagnfræðingur afhenti forsetanum við þetta
tækifæri fyrsta eintakið af bók sinni, Sögu Hafnar, fyrra
bindi. Auk bókar og geisladisks sem fyrr er getið var
gefið út myndbandið „Það varð til bær“ eftir Eirik Guð-
mundsson þar sem þróunarsaga Hafnar er rakin. Þá var
fjöldi minjagripa sem minntu á afmælisárið framleiddur,
þeirra á meðal sjóhattur eftir fomu sniði.
Að þessu loknu skoðuðu forsetahjónin sýningar sem
settar höfðu verið upp, listsýningar, safnarasýningu,
handverkssýningu o.fl, en alls voru tíu sýningar opnar á
Homafirði þessa helgi.
Síðdegis á föstudag var svo hátíðarsamkoma á Hótel-
túni þar sem fram fór söngur, hljóðfæraleikur og ávörp
gesta. Auk forseta íslands fluttu ávörp Páll Pétursson fé-
lagsmálaráðherra, Broddi Bjamason, formaður Sam-
bands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi, Britta Gísla-
son, fulltrúi norrænna vinabæja, Halldór Asgrímsson ut-
anríkisráðherra og Friðjón Guðröðarson, fyrmm sýslu-
maður á Höfn. Afhentu sumir þessara gesta gjafir til
Homfirðinga í tilefni afmælisins en auk þess barst bæn-
um mikill fjöldi góðra gjafa og gripa frá ýmsum velunn-
urum allt afmælisárið. Að þessari athöfn lokinni tóku
viðstaddir þátt í skrúðgöngu með kamivalsniði frá Hót-
eltúninu og niður á höfn þar sem dagskrá humarhátíðar
fór fram.
Um kvöldið sátu opinberir gestir hátíðarkvöldverðar-
boð bæjarstjómar Homafjarðar í tilefni aldarafmælisins
og til heiðurs forseta Islands. Undir borðhaldi vom for-
setanum færðar gjafir til minningar um komuna til
Homafjarðar og flutt vom tónlistar- og dansatriði. Með-
al annars söng Ingibjörg Guðjónsdóttir sópransöngkona
nokkur lög.
Við höfnina hafði verið komið upp veglegu útisviði
Grétar Örvarsson, hljómiistarmaöur frá Hornafiröi, og Sigríöur
Beinteinsdóttir söngvari stóöu fyrir söngvarakeppni fyrir yngstu
kynslóöina. Hér spreytir söngvin ung stúlka, Sólveig Morávek,
sig á lagi eftir fööur sinn.
og þar var dagskrá frá morgi til kvölds og veitingastaðir
opnir. Briddsmót og heimsmeistaramót í Homafjarð-
armanna vom haldin í risatjaldi sem reist hafði verið á
hafnarbakkanum, einnig fór fram kassabílarall og krafta-
keppni. Boðið var upp á siglingar, gönguferðir og leik-
tæki fyrir böm auk þess sem útimarkaður var opinn. Á
kvöldin vom svo fjölskyldudansleikir og aðrar skemmt-
anir á bryggjunni og víðar í bænum fram eftir nóttu.
Á sunnudagsmorgni var hátíðarmessa í Hafnarkirkju
þar sem sr. Guðjón Skarphéðinsson frá Bjarnanesi
predikaði en sr. Sigurður Kr. Sigurðsson þjónaði fyrir
altari. Og skemmtidagskrá hófst eftir hádegið á Hóteltúni
með fjölbreyttri dagskrá þar sem þátttakendur vom með-
al annars frá vinabæjum á Norðurlöndum, auk ungra og
aldinna Austur-Skaftfellinga. Vinabæir Homafjarðar em:
Kungalv í Svíþjóð, Rispr í Noregi, Samsp í Danmörku
og Taivassalo í Finnlandi. Vom um 90 þátttakendur frá
þessum bæjum á hátíðarhöldunum.
Hátíðarslit vom svo á sunnudagskvöldinu, varðeldur
og flugeldar að lokinni kvöldsiglingu út í Ós. Þá var lok-
ið mikilli hátíðarhelgi og aðstandendur vom þakklátir al-
mættinu fyrir ágætt veður allan tímann og óhappalaus
hátíðarhöld.
Áhrífa afmælisárs gætir lengi
I hönd fór rólegri tíð hjá Hornfirðingum. Að vísu
komu allmargir víkingar siglandi frá Noregi til Homa-
fjarðar dagana á eftir afmælishátíðinni. Þeir vom á leið á
9