Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Blaðsíða 34

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Blaðsíða 34
SAMEINING SVEITARFE LAGA Samstarf eða sameining? Sigurður Rúnar Ragnarsson, framkvœmdastjóri héraðsnejndar Þingeyinga Undanfarin ár hefur verkefnum sveitarfélaga fjölgað. Flest bendir til að sú þróun haldi áfram. Breyttar aðstæður hafa knúið sveitarstjómir, einkum sveitarstjórnir fámennra sveitarfélaga, til að endurskipu- leggja störf sín. Þörf fyrir róttækar breytingar á skipan og rekstri sveit- arfélaga verður æ brýnni eftir því sem sveitarstjómarstiginu er ætlað stærra hlutverk í stjómskipan lands- ins. Sameining sveitarfélaga er sem betur fer komin á skrið enda er það virkasta aðgerð sem þau eiga kost á til að bregðast við breyttum aðstæð- um. Nokkuð hefur borið á þeirri skoð- un að samvinna sé æskilegri eða jafn góð sameiningu. Sveitarfélögin í Þingeyjarsýslu hafa kosið að fara inn á braut samstarfs. Það er von mín að samstarfið leiði til átaka- minni sameiningar þegar frá líður. Samstarfsverkefni sveitar- félaga í Þingeyjarsýslu Ekkert er nýtt undir sólinni, ekki heldur samstarf sveitarfélaga. I Þingeyjarsýslu hafa þau um árabil átt samstarf um rekstur safna, dval- arheimilis fyrir aldraða, byggingar- fulltrúa og önnur mál sem lögum samkvæmt féllu undir sýslunefnd og síðar héraðsnefnd. Löggjafinn hefur líka fyrirskipað samstarf, svo sem um rekstur heilbrigðisfulltrúa- embætta. Hér er byggðasamlag um hirðingu og förgun sorps og áfram mætti telja. Til þess að bæta yfirsýn sveitar- stjóma, samræma rekstur og skapa vettvang til að auðvelda frekara samstarf var ákveðið að auka starf- semi héraðsnefndar og ráða til hennar framkvæmdastjóra. Félagsþjónusta Þingeyinga Hinn 1. janúar 1998 tók Félags- þjónusta Þingeyinga til starfa. Öll sveitarfélögin 14, sem aðild eiga að héraðsnefnd Þingeyinga, gerðu með sér samstarfssamning og veittu hér- aðsnefndinni umboð til að annast skyldur sínar um félagsþjónustu í samræmi við lög um félagsþjónustu sveitarfélaga, lög um þjónustu við fatlaða og lög um vemd bama og ungmenna. Tilgangur samstarfsins er að íbúar allra sveitarfélaganna eigi jafnan aðgang að félagsþjón- ustu og að hún sé rekin á hagkvæm- an hátt. Tvær félagsmála- og bamavemd- amefndir, sem héraðsnefnd kýs, em á starfssvæðinu. Undir þeirra stjóm er starfrækt félagsmálastofnun með aðalstöðvar á Húsavík. Við hana starfa félagsmálastjóri, félagsráð- gjafi, sálfræðingur, deildarstjóri málefna fatlaðra og ritari. Starfs- menn félagsmálastofnunar munu veita viðtöl einu sinni í mánuði á Þórshöfn, Raufarhöfn, Kópaskeri, Stómtjömum og í Mývatnssveit. Héraðsnefnd yfirtók samninga Húsavíkurkaupstaðar við félags- málaráðuneytið um þjónustu við fatlaða á starfssvæðinu, við Rauða kross íslands um tilsjónarheimili á Húsavík og við Skólaþjónustu Ey- þings um samnýtingu starfsfólks og um húsnæði fyrir útibú Skólaþjón- ustunnar á Húsavík. Aðildarsveitarfélögin skipta með sér kosmaði við rekstur Félagsþjón- ustu Þingeyinga í hlutfalli við íbúa- tölu og í samræmi við fjárhagsáætl- un stofnunarinnar ár hvert. Kostnað, sem til fellur vegna úrræða fyrir skjólstæðinga félagsþjónustunnar, greiðir lögheimilissveitarfélag við- komandi skjólstæðings. Skrifstofa héraðsnefndar sér um fjárreiður verkefnisins og héraðs- nefnd ber ábyrgð á framkvæmd þess. Samstarf eöa sameining? Samstarf sveitarfélaga getur verið þeim hagstætt og skilað sér í betri og ódýrari þjónustu við íbúana. Megingalli þess er hversu þungt það er í vöfum. Endanlegt ákvörð- unarvald liggur ætíð hjá hverju að- ildarsveitarfélagi um sig. Erfitt getur reynst að ná fram endanlegri ákvörðun í málum þegar um þau þarf að fjalla í 14 sveitarstjómum eins og í okkar tilviki. Vilji menn stytta sér leið og fram- selja ákvörðunarvaldið til héraðs- nefndar er það komið óæskilega langt fá kjósandanum. Lýðræðið verður best tryggt með því að sá er ákvörðun tekur standi kjósandanum milliliðalaust skil gjörða sinna. Niðurstaða mín er sú að samstarf sveitarfélaga geti vart komið í stað sameiningar. 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.