Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Blaðsíða 63
AFMÆLI
Skammt frá Gravelines er litill bær þar sem götur bera ennþá íslensk nöfn. Á myndinni
eru, taliö frá vinstri, Steinþór Pétursson sveitarstjóri og Albert Kemp, oddviti Búöahrepps,
Léon Panier, borgarstjóri Gravelines, og Magnús Stefánsson, varaoddviti Búöahrepps, viö
götuna RUE FÁSKRÚÐSFJÖRÐ, eins og e.t.v. má sjá á myndinni. Myndirnar meö grein-
inni tók Guöný Elisdóttir.
18. ágúst 1991 var formlega komið
á vinabæjatengslum við bæinn
Gravelines í Frakklandi, en
Gravelines er um 12.000 manna
bær í Norður-Frakklandi.
I sáttmála sem undirritaður var
lýsa aðilar vilja sínum ..til þess
að halda lifandi sögu strandsvœða
Gravelines og Islands “ og einnig
að gerðar verði allar mögulegar
ráðstafanir til að halda vináttu- og
samvinnuböndum milli þessara að-
ila í þágu íbúa beggja staðanna.
Er það vilji beggja aðila að
tengslin þróist fyrst og fremst í
formi unglingasamskipta og að
viðhalda sameiginlegri menningar-
sögu eða eins og segir í samkomu-
lagi þessara aðila þá óska þeir
„...þess að neytt verði allra ráða
til þess að koma á samhandi milli
bœjarráðsmanna, opinberra stofn-
ana, félaga og samtaka, einkum á
sviði efnahags- og félagsmála,
skólamála, menningar- og íþrótta-
mála“ auk þess að „Með þessu íslenska-franska fram-
taki leggi Búðahreppur og Gravelines sitt afmörkum til
að efla samskipti þjóða, tiyggja frið í heiminum og verja
lýðrœðislegtfrelsi og mannréttindi borga heims".
Nokkur samskipti hafa átt sér stað í þessum anda,
unglingar farið héðan frá Fáskrúðsfirði til Gravelines og
síðan komið unglingar frá Gravelines til Fáskrúðsfjarð-
ar. Einnig hafa hreppsnefndarmenn þessara staða skipst
á heimsóknum og nú síðast í sumar þegar borgarstjóri
Gravelines, hr. Léon Panier, við þriðja mann ásamt
mökum heimsótti Búðahrepp á afmælishátíðinni. Notaði
hann tækifærið og gaf sveitarfélaginu 15 innrammaðar
myndir frá þessum gamla tíma í afmælisgjöf. Þá bauð
hann Búðahreppi að senda fulltrúa á „Hátíð íslandssjó-
manna“ sem haldin var í Gravelines þann 26., 27. og 28.
september í haust. Fóru tveir úr hreppsnefnd ásamt und-
irrituðum og mökum til hátíðarinnar og er með sanni
hægt að segja að móttökumar sem við fengum voru frá-
bærar.
Þetta var mikil hátíð og er óhætt að segja að það hafi
komið undirrituðum á óvart hversu ofarlega minningin
frá þessum tíma var í huga þessa fólks. Má leiða að því
líkur að minningin sé eins sterk og raun ber vitni vegna
þeirrar miklu spennu og sveiflu milli sorgar og gleði
sem var þegar bátamir snem aftur heim og í ljós kom
hvort ástvinur átti afturkvæmt eftir langa dvöl á fjarlæg-
um miðum eða hvort þeir bám sorgarfréttir heim til ást-
vina.
Gravelines er stöndugur bær; þama er stórt kjamorku-
ver, ein stærsta fiskeldisstöð í Frakklandi, og þótt víðar
væri leitað, álver er að hluta á umráðasvæði bæjarins og
margt fleira. Mikill iðnaður er á þessu svæði og nær-
liggjandi byggðarlögum en það sem gerir Gravelines sér-
stakan bæ er sú umgjörð sem bærinn hefur. Hann er í
raun gamalt virki sem umgirt er síki allan hringinn og
skapa þessar andstæður nútíma og gamla tímans sérstakt
andrúmsloft sem fróðlegt er að kynnast. Gravelines er í
nábýli við tvo bæi, Fort Philip og Grand Fort Philip, og
fyrir leikmann er ekki alltaf gott að segja hvenær við
stígum yfir bæjarmörkin, en þetta er glaðvært og vina-
legt fólk sem gaman var heim að sækja.
Lokaorö
Sú þróun sem átt hefur sér stað hjá sveitarfélögum nú
upp á síðkastið í átt til sameiningar og stærri eininga
verður til þess að maður hugsar á þessum tímamótum
um, hvað eigi fyrir sveitarfélagi eins og Búðahreppi að
liggja í náinni framtíð.
A Búðahreppur eftir að halda upp á 100 ára afmæli
eða verður hann orðinn hluti af öðru og stærra samfélagi
fyrir þann tíma? Þetta eru spumingar sem pólitískt kjöm-
ir fulltrúar ráða nokkm um en að lokum ráða þó þeir íbú-
ar sem búa í sveitarfélaginu og þeim sveitarfélögum sem
um væri að ræða.
En hver sem þróunin verður kemur saga Fáskrúðs-
fjarðar til með að lifa áfram og verða jafn sérstök og
fróðleg um ókomna tíma og hvati fyrir fólk til að koma
og staldra við í fallegum firði.
57