Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Blaðsíða 20
SKIPULAGSMAL
gæti boðist fram til ársins 2015 lítur dæmið þannig út að
einungis yrði hægt að sinna um helmingi þeirrar þarfar
með þeim virkjunum sem eru heimilaðar samkvæmt
skipulagstillögunni eins og sýnt er á 6. mynd. Með þetta
fyrir augunum virðist ljóst að það verður að teljast afar
óeðlilegur framgangsmáti í svo mikilvægu máli fyrir
þessa þjóð að skipulagstillagan sem hér er fjallað um
yrði samþykkt án þess að farið yrði dýpra í forsendumar
en gert hefur verið fram að þessu.
4. Athugasemdir viö tillögu samvinnu-
nefndar um svæöisskipulag á miöhá-
lendinu
Þá er komið að því að gera grein fyrir nokkrum at-
hugasemduin urn skipulagstillöguna sem samþykktar
voru í stjóm Landsvirkjunar í júlí sl. og sendar hafa ver-
ið bréflega til samvinnunefndarinnar. 1 bréfi þessu er
gerð mjög ítarleg grein fyrir sjónarmiðum Landsvirkjun-
ar sem of langt mál yrði að rekja hér en í því sem á eftir
fer mun ég reyna að stikla á stóru um efni þess.
I inngangi segir svo:
Landsvirkjun fagnar því að unnið skuli að gerð skipu-
lags um miðhálendið. Mikil vinna hefur verið lögð í
gagnasöfnun af hálfu nefndarinnar og í greinargerðum
hennar koma fram rniklar upplýsingar um miðhálendið á
einunt og sama stað sem koma munu mörgum að gagni í
framtíðinni.
Þá hefur nefndin haft samráð við ýmsa hagsmunaað-
ila, þar á nteðal Landsvirkjun, án þess þó að hafa tekið
nægilegt tillit til ábendinga fyrirtækisins. Þá hefur ekki
verið tekið fullt tillit til hlutverks Landsvirkjunar lögum
samkvæmt að því er varðar ábyrgð fyrirtækisins á að
hafa á öllum tímum tiltæka nægilega raforku til al-
mennra þarfa og iðnaðar samkvæmt mati sínu á orku-
þörf í framtíðinni og hlutaðeigandi áætlunum um orku-
öflun. Að áliti Landsvirkjunar er aðferðafræði nefndar-
innar við gerð skipulagstillögu sinnar því að þessu leyti
áfátt og í bága við þau meginsjónarmið sem Landsvirkj-
un telur að leggja eigi til grundvallar í þessu efni.
Aður en fjallað verður nánar um athugasemdir Lands-
virkjunar verður fyrst hér á eftir gerð í stórum dráttum
grein fyrir fyrmefndum sjónarmiðum sem Landsvirkjun
telur að eðlilegt hefði verið fyrir nefndina að styðjast við
í gerð tillögu sinnar að svæðisskipulagi miðhálendis Is-
lands.
/. Það er ólit Landsvirkjunar að svœðisskipulag mið-
hálendisins eigi eðli málsins samkvæmt að endur-
spegla ákvarðanir löggjafans og stefnumið stjórn-
valda í orkumálum.
Landsvirkjun telur með þessu að samvinnunefndin
hafi ekki heimild til að búa til sínar eigin forsendur um
vægi einstakra sjónarmiða. Slíkt sé einungis á færi
stjórnvalda. Löggjafinn hafi að því er varðar orku-
vinnslu og orkuspár falið Landsvirkjun og Orkustofnun
ákveðið stjómskipulegt hlutverk, sem nefndinni ber að
virða og taka fullt tillit til í tillögugerð sinni. Þá sé einnig
nauðsynlegt við gerð svæðisskipulags miðhálendisins að
taka tillit til heildarhagsmuna allrar þjóðarinnar og þá
bæði efnahagslegra sjónarmiða og náttúmvemdarsjónar-
miða.
II. Landsvirkjun lítur svo á að svœðisskipulag miðhá-
lendisins eigi að gera ráð fyrir svigrúmi fyrir ýmsa
nýtingarmöguleika en ekki útiloka slíkan sveigjan-
leika íframtíðinni eða takmarka hann.
í þessu felst að skipulagstillagan eigi að vera almenn
fremur en sértæk. I orkumálum eigi hún ekki að snúast
um einstaka virkjunarkosti heldur ákveðin orkuvinnslu-
svæði. Einnig ber að halda eftir opnum möguleikum á
nýtingu landsvæða eftir að skipulagstímanum lýkur.
III. Landsvirkjun getur ekki fallist á að það sé í verka-
hring samvinnunefndarinnar að gera tillögur um
breytingar á hönnun virkjunarmannvirkja sem þegar
hefur verið veitt virkjunarleyfi fyrir og/eða lagaheim-
ildir eru þegarfyrir.
Hér er átt við að á skipulagstillögunni hefur lónhæð í
Norðlingaöldulóni verið lækkuð um 2 metra frá því sem
núverandi hönnun gerir ráð fyrir og línan yfir
Sprengisand færð til frá samþykktu skipulagi.
I umræddu bréfi Landsvirkjunar er gerð nánari grein
fyrir athugasemdunum eins og hér segir:
1. Það er skoðun fyrirtækisins að nefndinni og skipu-
lagsstjórn sé óheimilt að raska fyrirkomulagi virkj-
ana á miðhálendinu. Gildir þá einu hvort um er að
ræða virkjanir sem þegar eru á skipulagssvæðinu eða
virkjanir sem lagaheimildir em fyrir. Við gerð skipu-
lagstillögu sinnar er nefndinni ekki aðeins nauðsyn-
legt heldur skylt að hafa samráð við Landsvirkjun
um mat á þörfmni fyrir nauðsynlegar framkvæmdir á
miðhálendinu vegna orkuvinnslu í þágu almennra
þarfa og iðnaðar. Nefndin getur m.ö.o. ekki skorast
undan því að gera ráð fyrir fyrirhuguðum og hugsan-
legum virkjunum Landsvirkjunar á miðhálendinu
samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Eðli máls-
ins samkvæmt hlýtur því að eiga að leggja mat
Landsvirkjunar eða Orkustofnunar til grundvallar
þegar afmarkað er á hlutaðeigandi skipulagsupp-
drætti hvaða virkjunarframkvæmdir em fyrirhugaðar
á skipulagstímanum eða til lengri tíma litið.
2. Landsvirkjun ítrekar þau sjónarmið sem nefndinni
hafa verið gerð grein fyrir að stjómvöld verði að
styðjast við óyggjandi rök ef breyta á þegar sam-
þykktum virkjunaráformum og að slíkt sé aðeins á
valdi ráðherra orkumála. Nefndinni ber einfaldlega
að gera ráð fyrir þegar samþykktum framkvæmdum
án athugasemda með hliðstæðum hætti og þeim
framkvæmdum sem nú er unnið við eða er lokið á
miðhálendinu. Því er fyrirvara nefndarinnar um hæð
Norðlingaöldulóns mótmælt en hún hefur án rök-
stuðnings lagt til að miðað verði við vatnsborðshæð