Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.01.2003, Blaðsíða 14

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2003, Blaðsíða 14
Vistvæn byggingarstarfsemi Meira en helmingur af fjármunaeign í mannvirkjum Björn sagÖi aö neyslusamfélögin væru farin að gera sér grein fyrir áhrifum mikillar notkunar orku og auðlinda á umhverfi og veður- far, jafnvel svo að markmið um að sporna gegn óheppilegri þró- un hafi verið sett fram á alþjóðlegum ráðstefnum stjórnvalda. En til þess að ná slíkum markmiðum sé augljóst að laga þurfi að- ferðafræði að ákvarðanatöku, þróun og hönnun, þannig að tryggt sé að betri heildarsýn náist á áhrif á umhverfi og Ijóst hvaða skuldbindingar sé verið að leggja á herðar ókomnum kynslóðum. Þetta eigi ekki síst við um byggingariðnaðinn í heild þar sem mannvirki eru meira en helmingur af fjármunaeign og framleiðsla um 10 til 12% af vergri þjóðarframleiðslu hverr- ar þjóðar. Þung byggingarefni og erfitt veðurfar Björn sagði að í Ijósi þessara staðreynda sé áhugavert að skoða umfang byggingariðnaðar- ins, þau spor er hann skilji eftir sig og hvaða skuldbindingar lagðar eru á næstu kynslóðir. Hann sagði að vegna mismunandi aðstæðna þurfi að skilgreina efnis- og orkunotkun í bygg- ingariðnaði í hverju landi fyrir sig. Aðstæður á íslandi séu mjög frábrugðnar því sem gerist ann- ars staðar og af þeim sökum sé nauðsynlegt að átta sig á stærðum hér á landi. Björn nefndi nokkra þætti sérstaklega sem skera sig úr vegna byggingarframkvæmda hér á landi miðað við önnur lönd. Hann nefndi mikinn innflutning byggingarefna og þar af leiðandi mikla flutnings- orku. Einnig að þung og sterk byggingarefni á borð við stein- steypu, séu mikið notuð og leiði af sér mikla flutningsstarfsemi og háan förgunarkostnað. Þá skapi hið tempraða útihitastig þörf á upphitun allt árið og erfitt veðurfar orsaki mikla viðhaldsþörf. Um 75% útveggja úr steinsteypu í erindi Björns kom fram að allt að 75% allra útveggja hér á landi eru úr steinsteypu og er það trúlega einsdæmi í heiminum. Af þeim sökum eru byggingar óvenju þungar miðað við það sem gerist annars staðar, sem ásamt erfiðum jarðvegsskilyrðum, tak- markaðri verktækni fyrr á tímum og jarðskjálftahættu hafi leitt til þess að mikil jarðvegsskipti hafi verið gerð vegna byggingar húsa. Þá séu flest byggingarefni flutt til landsins að undanskildum fylli- efnum á borð við sement og steinull. Björn sagði að byggingar hér væru almennt vandaðar miðað við það sem annars staðar þekkist og mikið lagt í innréttingar og innbú. Tíu tonn á fermetra Björn hefur meðal annars kannað og reiknað út efnisnotkun vegna nýbyggingar í Reykjavík. Um er að ræða stigagang með átta íbúðum, geymslum, fjórum bílageymslum og tilheyrandi lóð. Húshlutinn sem um ræðir er 341,3 fermetrar að grunnfleti og gólfflötur er 1,167 fermetrar. Björn notaði síðan efnisnotkun til nýbyggingar og áætlað umfang viðhalds, eftir einstökum efnum °g byggingarhlutum, til þess að áætla efnisnotkun til viðhalds á 50 ára tímabili. Hann komst að því að efnisnotkun til nýbygging- ar var 10.020 kg á fermetra í grunnfleti byggingar, 3.420 kg á nýtanlegan gólfflöt og 1.939 kg á lóðarfermetra. Steinsteypan ekki að öllu leyti óhagstæð í erindi Björns kom fram að óendurnýjanleg orka (embodied energy) í byggingarefnum er ásamt umhverfisáhrifum efna iðu- lega höfð til marks um hversu umhverfisvæn þau eru. Dæmi um það er að sement er orkufrekara í framleiðslu en mörg önnur efni og steinsteypa er þung og orkufrek í flutningi. Björn segir að þessar röksemdir séu oft notaðar gegn notkun steypunnar en þó S/V Friðleifsdóttir umhverfisráðherra, Ronald Rovers, fyrirlesari frá Hollandi, og Björn Marteinsson, arkitekt og verkfræðingur. beri að varast að flytja erlendar forsendur hingað til lands án ítar- legrar skoðunar. Eitt af því sem skekki þá mynd sé hversu flutn- ingsleiðir steypunnar frá steypustöð að byggingarstað séu stuttar hér á landi í samanburði við það sem gerist víða erlendis. Það dragi úr orkunotkun vegna flutnings hennar en á hinn bóginn vegi mikill flutningskostnaður vegna margra annarra byggingar- efna þar á móti. Því sé samanburður á orkunotkun vegna stein- steypu í byggingariðnaði hér á landi ekki svo óhagstæður miðað við önnur byggingarefni. Um 85% orkunotkunar verður til á 50 ára tímabili Björn Marteinsson hefur gert samanburð á orkunotkun vegna byggingar og rekstrar mannvirkja fyrir ísland annars vegar og Sví- þjóð hins vegar. Þar kemur fram að orkunotkun vegna byggingar- innar er umtalsvert hærri hér á Björn Marteinsson sagði frá því að allt að 75% allra útveggja hér á landi eru úr steinsteypu og er það trúlega einsdæmi í heiminum. landi en gefin er upp fyrir sam- svarandi sænska byggingu. HlutfalIsleg skipting eftir ferl- um er þó svipuð á milli land- anna og fram kemur að langstærstur hluti orkunotkun- arinnar, eða um 85% hennar, veður til á 50 ára notkunartíma hússins. Björn dregur af því þá ályktun að sé vilji til þess að minnka þá orku sem notuð er í tengslum við byggingar eða færa hana að lágmarki, eigi að leggja áherslu á bætta orkunýtingu á notkunartíma byggingarinnar í stað þess að leggja of mikla áherslu á að lágmarka óendurnýjanlega orku í byggingunni. 14

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.