Sveitarstjórnarmál - 01.01.2003, Blaðsíða 24
„Ég sá bæinn í nýju Ijósi þegar ég
fór aö starfa að bæjarmálunum,"
segir Sigrún Björk Jakobsdóttir,
bæjarfulltrúi á Akureyri.
- Mynd: Haraldur Ingólfsson.
bæinn
í nýju Ijósi
„Ég hef velt því fyrir mér í gegnum árin hverjar geti verið ástæður þess að konur eru tregari til
að gefa kost á sér í stjórnmál en karlar - af hverju við þurfum séraðgerðir og „átaksverkefni"
en ég þurfti ekki langa umhugsun þegar leitað var til mín; ég fann að þetta var eitthvað sem
mig langaði til að takast á við," segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri.
Sigrún tók sæti í bæjarstjórn Akureyrar-
kaupstaðar að loknum sveitarstjórnarkosn-
ingum í fyrra. Sigrún er ættuð af Suður-
nesjum, dóttir Jakobs Árnasonar, fyrrum
byggingameistara og síðar loðdýrabónda
og pelsaframleiðanda í Reykjanesbæ. Þeg-
ar hún ákvað að gefa kost á sér til þátt-
töku í sveitarstjórnarmálum hafði hún
búið á Akureyri frá árinu 1997 auk þess
að hafa dvalið þar og starfað að ferðamál-
um á árunum 1992 og 1993. Sigrún er
menntuð í hótelrekstri og ferðamálum og
hefur unnið hjá ráðgjafarfyrirtækinu
PricewaterhouseCoopers undanfarin ár
við gæðaflokkun gististaða.
Konur og kynjakvóti
Sigrún kvaðst í spjalli við Sveitarstjórnar-
mál hafa alist upp við áhuga á þjóðmál-
um. Rætt hafi verið um pólitík og sveitar-
stjórnarmál á bernskuheimili hennar en
þó hafi hún lengi vel ekki hugs-
að um að fara sjálf út í stjórn-
málastörf. Eftir að hún fluttist til
Akureyrar öðru sinni hóf hún
nám í nútímafræðum við Há-
skólann á Akureyri og vann þá
meðal annars verkefni um kosti
og galla kynjakvóta í stjórnmál-
um. Hún segir að þar liggi vendipunktur
þess að hún er nú tekin til starfa sem bæj-
arfulltrúi.
„Ég var búin að hugsa mikið um ástæð-
ur þess af hverju konur væru tregari til að
gefa kost á sér í stjórnmál en karlar.
Lausnin felst ekki í kvótum heldur miklu
fremur félagsmótun stelpna og stráka. Ég
held að við þurfum að byrja nógu
snemma og auðvitað á það að vera sjálf-
sagður hlutur að karlar og konur skipti
með sér verkum - bæði í stjórnmálum og
annars staðar. Það á ekki að þurfa kvóta
eða aðrar leiðir. Við þurfum líka að skoða
aðgengi fólks að flokksstarfinu og hvernig
flokkarnir geta laðað að fleiri konur og
karla. En ég þurfti ekki langa umhugsun
þegar haft var samband við mig á síðasta
vetri og ég spurð hvort ég væri til í að fara
á framboðslista hjá Sjálfstæðisflokknum,
ég fann að þetta var eitthvað sem mig
langaði til að takast á við."
Bæjarmálaumræða á förnum vegi
Sigrún segir að því miður virðist áhugi á
stjórnmálum almennt fara minnkandi.
Færra af yngra fólki kjósi að starfa að
þeim en verið hafi. Það virðist ekki sjá til-
gang með því en Sigrún segir það viðhorf
einkennilegt þar sem verið sé að taka
ákvarðanir sem óneitanlega snerta daglegt
líf þess og framtíðina. Opinber stjórnmála-
umræða sé heldur ekki mikil. Hún fari
einkum fram á Netinu þar sem fólk skrifi
jafnvel undir dulnefnum. Þetta áhugaleysi
komi fram með ýmsu móti. Fólk sæki al-
menna bæjarmálafundi bæjarmálafélaga
stjórnmálaflokkanna ekki mikið og fáir
mæti í viðtalstíma hjá bæjarfulltrúum þótt
þar gefist kjörið tækifæri til þess að koma
sjónarmiðum sínum á framfæri. Hún telur
að fólk ræði bæjarmálin engu að síður
mikið sín á milli og hafi skoðanir. Sú um-
ræða fari hins vegar ekki fram með opin-
beru móti heldur í kaffitímum, á götu-
hornum og annars staðar þar sem fólk
hittist á förnum vegi. „Það var hins vegar
mjög skemmtilegur hluti af kosningabar-
áttunni að fara á fundi og heimsóknir í
fyrirtæki og ræða þar bæjarmálin."
Sá bæinn í nýju Ijósi
Sigrún segir að innkoman í
bæjarmálin hafi jafnast svolít-
ið á við að vera hent í djúpu
laugina. Alvaran hafi tekið
við. Hún segir að fyrsta árið
fari að miklu leyti í að kynna
sér málin, afla sér reynslu og
ná tökum á viðfangsefninu.
„Ég sá bæinn í nýju Ijósi þegar ég fór að
starfa að bæjarmálunum. Rekstur sveitar-
félags á borð við Akureyrarbæ er mjög
flókinn og nær inn á mörg svið. Þetta
kemur gleggst fram þegar verið er að
„Fjármagnið verður að fylgja verkefnunum. Sveit-
arfélögin geta ekki endalaust dregið af fram-
kvæmdafé til þess að sinna fastbundnum rekstrar-
verkefnum. Hvað þá að safna skuldum."
24