Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.01.2003, Blaðsíða 23

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2003, Blaðsíða 23
um mætingu og virka þátttöku, lýkur ein- stökum námskeiðshlutum með prófi eða skilaverkefni. Undirbúningsfélag um Vaðlaheiðargöng Af öðrum málum sem unnið er að á veg- um Eyþings má nefna undirbúning að stofnun félags um jarðgöng undirVaðla- heiði, mál sem tekið er að brenna á Norð- lendingum. Einnig skoðun á sameiginlegri sorpförgun Eyfirðinga og Þingeyinga, sam- starf um menningarmál og úrbætur varð- andi verknám. Auk þessa má geta vinnu þar sem málefni norðausturhornsins, svæðisins frá Öxarfirði til Vopnafjarðar, eru til sameiginlegrar skoðunar hjá Ey- þingi og Samtökum sveitarfélaga á Austur- landi. Frá kennslustund í stjórnunamámi sem Eyþing stendur að ásamt Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri. m rekstur náttúrustofa Samningur u Skömmu fyrir jól var undirritaður samn- ingur milli umhverfisráðuneytisins og sveitarfélaga um rekstur sex náttúrustofa. Gert er ráð fyrir að náttúrustofurnar verði alfarið á ábyrgð þeirra sveitarfélaga sem að þeim standa en með stuðningi ríkisins sem ákveðinn er á fjárlögum hverju sinni. Á yirstandandi ári fara 45 milljónir króna til reksturs stofanna en framlag ríkissjóðs er háð því skilyrði að sveitarfélög leggi að lágmarki fram fjárhæð sem nemur 30% af framlagi ríkissjóðs. Náttúrustofurnar sem um ræðir eru: Náttúrustofa Vesturlands í Stykkishólmi, Náttúrustofa Vestfjarða í Bolungarvík, Náttúrustofa Norðurlands vestra á Sauð- árkróki, Náttúrustofa Austurlands í Nes- kaupstað, Náttúrustofa Suðurlands íVest- mannaeyjum og Náttúrustofa Reykjaness í Sandgerði. Fjölþætt hlutverk og sérhæfing Hlutverk Náttúrustofu er fjölþætt og má meðal annars nefna gagnasöfnun, varð- veislu heimilda, vísindalegar náttúrurann- sóknir, fræðslustarfsemi, upplýsingagjöf og ráðgjöf til náttúruverndarnefnda sveit- arfélaga, almennt eftirlit með náttúru landsins og fleira. Sumar náttúrustofurnar hafa sérhæft sig á ákveðnum sviðum og má til dæmis nefna Náttúrustofu Vesturlands sem rann- sakað hefur vistfræði minksins og Nátt- úrustofu Austurlands sem sinnt hefur hreindýrarannsóknum sérstaklega. Fram kemur í fréttatiIkynningu umhverfisráðu- neytisins að góð reynsla sé af starfsemi náttúrustofanna og hafi þetta fyrirkomu- lag stutt við byggð í viðkomandi héruð- um en einnig eflt fræðslu og miðlun upp- lýsinga um náttúrufar svæðisins. Athyglisverðar niðurstöður Niðurstöður í áfangaskýrslu sem Náttúrustofa Vestfjarða hefur gefið út um athugun á skólpmengun við sjö smærri þéttbýlisstaði hefur vakið nokkra athygli. Athugað var ástand þessara mála á Tálknafirði, ísafirði, Bolungarvík, Hvamms- tanga, Skagaströnd, Sauðárkróki og Siglufirði. Meðal þess sem kemur fram hjá þeim Antoni Helgasyni frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Sigurjóni Þórðarsyni frá Heil- brigðiseftirliti Norðurlands vestra og Þorleifi Eiríkssyni frá Náttúrustofu Vestfjarða í áfangaskýrslu um könnunina er að „viðtaki" skólps, þ. e. hafið, ráði vel við þá mengun sem þangað berstfrá minni þéttbýlisstöðum við sjávarsíðuna. Rannsóknin sýnir að „viðtaki" skólps ráði í flestum tilfellum við það lífræna efni sem í hann berst og hafi ekki mjög alvarleg áhrif á umhverfið. Þessi niðurstaða og sá kostnaður sem sveitarfélög þurfa að taka á sig vegna innleiðingar tilskipana ESB um frágang skólps í reglugerðir hér á landi er meðal annars umfjöllunarefni í grein Þórðar Skúlasonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, hér f blaðinu. (Sjá bls. 26-28).

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.