Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.01.2003, Blaðsíða 27

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2003, Blaðsíða 27
sveitarfélögin og ríkissjóð ef hægt er að draga úr kostnaði við fráveituframkvæmdir sveitarfélaga. Vinna þarf ítarlega þarfa- greiningu áður en ráðist er f kostnaðar- samar framkvæmdir, ekki síst ef hugsan- legt er að þær séu óþarfar út frá umhverf- issjónarmiðum og einungis til að full- nægja vafasömum reglugerðarkröfum. Með því að sveitarfélög við sjávarsíðuna geti minnkað framkvæmdakostnað sinn við fráveitur væri hægt að styrkja frekar önnur sveitarfélög sem verða að ráðast í mjög kostnaðarsamar fráveitufram- kvæmdir. horfa fyrst og fremst á hagsmuni ríkisins. Sveitarstjórnarmönnum finnst að hags- muna sveitarfélaganna hafi í ýmsum tilvik- um ekki verið gætt við gerð og innleið- ingu tilskipana ESB og ekki tekið nægjan- legt tillit til séríslenskra aðstæðna, sem eru allt aðrar en í þéttbýli ESB-landanna og nálægð þeirra hvert við annað. Þar þarf að verða breyting á þó nú sé brýnast að ganga úr skugga um að ekki sé verið að ráðast í kostnaðarsamar framkvæmdir sem ekki eru skynsamlegar og jafnvel óþarfar og kerfisbreytingar sem ekki leiða til hag- liggja fyrir um frá fulltrúum ráðuneytanna f Brussel. Ráðgjafarnefnd EFTA Sambandið hefur einnig óskað eftir því við utanríkisráðuneytið að það fái fasta aðild að ráðgjafarnefnd EFTA. Ráðgjafar- nefndin er mikilvægur samráðs- og upp- lýsingavettvangur um þá þróun sem á sér stað innan ESB hverju sinni en fulltrúar vinnumarkaðarins í EFTA-ríkjunum eiga aðild að nefndinni. í Ijósi þess að sveitar- félögin eru einn allra stærsti vinnuveitandi Frá landsþingi Sambands íslenskra sveitarféiaga í september 2002. Þar var mörkuö sú stefna að sambandið ætti að efla hagsmunagæslu sína gagnvart lagasetningarvaldi ESB. Samkeppni á raforkumarkaði Að fengnum sérstökum fresti til 1. júlí sl. átti ísland að hafa komið í framkvæmd til- skipun ESB um frjálsræði á raforkumark- aði. Frumvarp til raforkulaga sem gerir ráð fyrir þeirri breytingu hefur verið til um- fjöllunar að undanförnu og hafa alþingis- menn og ýmsir fleiri gert alvarlegar at- hugasemdir við þá breytingu og lagt til að varanleg undanþága verði fengin fyrir ís- land til að fara að þeirri tilskipun. Þeim rökstuðningi er beitt í því sambandi að aðstæður á raforkumarkaði hérlendis séu allt aðrar en í öðrum ESB-löndum þar sem rafmagn er selt milli landa í miklum mæli. Einungis 35% raforkusölunnar á íslandi fara á almennan markað en 65% eru seld til stóriðju í samræmi við langtíma samn- inga. Af þeim sökum er því jafnframt hald- ið fram að raforkuverð til heimila og fyrir- tækja annarra en stóriðjufyrirtækja muni hækka við umrædda breytingu. Hagsmunagæsla fyrir sveitarfélögin Tilskipanaflóðið frá ESB og reglugerðasetningin sem því er samfara hérlendis er ekki hafin yfir gagnrýni þó í ýmsum til- vikum hafi aðildin að EES haft jákvæð áhrif. Ýmislegt orkar tvímælis varðandi áhrif þeirra tveggja tilskipana sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni. Óhjákvæmi- lega beinir það sjónum að hagsmuna- gæslu þeirra sem aðgang hafa að upplýs- ingum og meðferð mála á frumstigi. Þar er um að ræða fulltrúa ríkisvaldsins sem ræðis en auka þess í stað kostnað heimila og fyrirtækja. Landsþing sambandsins markaði þá stefnu í september sl. að sambandið ætti að efla hagsmunagæslu sína gagnvart lagasetningarvaldi ESB. Sviðsstjóri á þró- unarsviði sambandsins hefur nú að und- anförnu tekið þátt í starfi samráðshóps ut- anrfkisráðuneytisins með fulltrúum ráðu- neyta þar sem m.a. er fjallað um mál sem eru á undirbúningsstigi og upplýsingar landsins og sambandið aðili að kjara- samningagerð fyrir hönd þeirra allra væri eðlilegt að það fengi fasta aðild að nefnd- inni. Nærtækt er einnig að benda á að norska sveitarfélagasambandið hefur átt fasta aðild að nefndinni um nokkurt skeið. Utanríkisráðuneytið hefur nú veitt sambandinu áheyrnarað- ild að þremur fundum ráðgjaf- arnefndarinnar en óvíst er um framhaldið og fasta aðild þess að nefndinni. Samráðsvettvangur á sveitarstjórnarstigi Að undanförnu hefur verið fjallað um það á vettvangi EFTA að skortur sé á samráðsvettvangi á sveitarstjórnarstigi milli ESB og EFTAÆES-ríkja. Samkvæmt EES-samningnum var komið á fót slíkum samráðsvettvangi milli EFTA og helstu Með því að sveitarfélög við sjávarsíðuna geti minnkað framkvæmdakostnað sinn við fráveitur væri hægt að styrkja frekar önnur sveitarfélög sem verða að ráðast í mjög kostnaðarsamar frá- veituframkvæmdir. ----- 27

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.