Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.01.2003, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2003, Blaðsíða 16
Reykjavíkurborg Styrkur höfuðborgarinnar hefur afgerandi áhrif á lífskjör í landinu Reykjavíkurborg er höfuðborg. Hún er þungamiðja þeirrar byggðar sem jafnan er nefnd höfuð- borgarsvæðið; búsvæði yfir helmings landsmanna. Hún rekur öflug fyrirtæki. Hún hýsir stjórn- arstofnanir og veitir bæði Reykvíkingum og öðrum landsmönnum margvíslega þjónustu. Reykjavík á einnig í beinni samkeppni um fólk og fjármagn við borgarsvæði í öðrum löndum. Hvert er hlutverk Reykjavíkur sem sveitarfélags og höfuðborgar í upphafi nýrrar aldar? Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri ræðir um það og annað í viðtali við Sveitarstjórnarmál. Rétt er að taka fram að viðtalið var tekið rétt áður en sú at- burðarás sem leiddi til afsagnar lngibjargar Sólrúnar hófst. Engu að síður þykir rétt að birta við- talið því umfjöllun sveitarstjórn- armála snýst um Reykjavíkur- borg sem sveitarfélag og starf- semi borgarinnar í þágu íbú- anna en ekki um fléttur í heimi stjórnmálanna. Væntanleg borg- arstjóraskipti og þeir atburðir sem þeim tengjast eru því ekki til umfjöllunar í viðtalinu. Aðeins ein borg Borgarstjóri segir það eitt meg- ineinkenni íslenskra byggða- mála að aðeins ein borg er í landinu. Það skapi Reykjavíkur- borg meiri sérstöðu en annars og geri auknar kröfur til hennar. Borgin gegni tvíþættu hlutverki; annars vegar að vera höfuðborg allra landsmanna en hins vegar sveitarfélag þeirra sem þar búa. Málin myndu horfa nokkuð öðru vísi við ef hér væru að minnsta kosti tvær borgir eða sveitarfélög af sambærilegri stærð og Reykjavíkurborg. Með því móti yrði meira jafnvægi í byggð landsins. Ingibjörg Sólrún segir að Reykjavík sé ekki sam- anburðarhæf við önnur sveitarfélög og leita verði út fyrir land- steinana til þess að finna slík- an samanburð. „Ég er þeirrar skoöunar að borgir séu ákveönir aflgjafar í efnahagskerfi þessarar aldar. Þær bafa alltaf skipt máli aö þvf leyti og í framtíöinni munu þær hafa enn stærra hlutverki aö gegna," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri Reykjavíkurborgar. einvörðungu máli fyrir íbúa borgarinnar heldur fyrir allt at- vinnu- og efnahagslíf lands- manna. Starfsemi Reykjavíkur- borgar snertir mun fleiri svið en starfsemi annarra sveitarfélaga og það skapar henni sérstöðu," segir Ingibjörg Sólrún. „Borgin er af þessum sökum svolítið ríki í ríkinu." Hún nefnir sem dæmi að þegar talað sé um skuldir Reykjavíkurborgar og þær born- ar hlutfallslega saman við skuld- ir annarra sveitarfélaga þá sé verið að tala um skuldir vegna allrar starfsemi borgarinnar og fyrirtækja hennar en ekki ein- vörðungu skuldir borgarsjóðs. „Við getum nefnt til dæmis Garðabæ til samanburðar. Það er ungt sveitarfélag sem hefur þróast sem nokkurs konar út- hverfi og rekur einn bæjarsjóð. Það er mjög erfitt að bera sveit- arfélag af þeirri gerð saman við Reykjavíkurborg. Það yrði eins og að bera saman vínber og appelsínu. Munurinn er svo mikill." „Starfsemi Reykjavíkurborgar snertir mun fleiri svið en starfsemi annarra sveitarfélaga og það skapar henni sérstöðu." Vínber og appelsína „Fyrir utan að vera langfjöl- mennasta sveitarfélag á land- inu og hýsa mjög fjölbreytta þjónustu, sem flestir landsmenn sækja og njóta, á borgin og rekur stór fyrirtæki. Hún á 45% hluta í Landsvirkjun og rekur Orku- veitu Reykjavíkur og Reykjavíkurhöfn. Þessi fyrirtæki skipta ekki Tvíþætt hlutverk „Þetta tvíþætta hlutverk borgarinnar skapar henni ákveðinn styrk en felur einnig í sér nokkra erfiðleika. Starfsemi Reykjavíkurborg- ar snertir mun fleiri svið en annarra sveitarfélaga og það skapar henni sérstöðu. Hvað gerist í höfuðborginni skiptir ______________________________ landsmenn gjarnan meira máli en það sem um er að vera í öðrum sveitarfélögum. Þá ábyrgð verða borgaryfirvöld að axla á hverjum tíma jafnframt því sem þau verða að líta á borgina sem venjulegt sveitarfélag sem þarf að veita íbúunum þá þjónustu sem sveitarfélögum ber að 16 ------

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.