Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2003, Blaðsíða 21

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2003, Blaðsíða 21
Eyþing Áhersla lögð á samtökin sem samstarfsvettvang Frá því Eyþing hætti rekstri skólaþjónustu hafa samtökin einkum unnið sem samstarfsvettvang- ur sveitarfélaga í Norðurlandskjördæmi eystra. Á meðal verkefna sem þau hafa unnið að má nefna samstarfsverkefni um heilbrigðismál í landshlutanum og stjórnunarnám í samvinnu við Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri. Þá er vaxandi samstarf á milli Eyþings og Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi í Ijósi nýrrar kjördæmaskipunar. Eyþing, samtök sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, var stofnað í ágúst 1992 af sveitarfé- lögunum í Norðurlandskjör- dæmi eystra eftir að Fjórðungs- samband Norðlendinga var Iagt niður. Starfssvæði þess hefur alltaf verið frá Tröllaskaga f vestri og austur á Langanes. í upphafi stóðu 29 sveitarfélög að Eyþingi en eitt sveitarfélag var utan samtakanna í byrjun. Nú eru samstarfssveitarfélögin 20 eftir fækkun við sameiningu sveitarfélaga síðan samtökin voru stofnuð. Eyþing annaðist rekstur skóla- þjónustu frá stofnun hennar fram til ársins 1999 að starfsemi hennar var hætt en þá var sam- tökunum mörkuð ný stefna, sem fólst meðal annars í því að þau hefðu ekki rekstur með höndum. Frá þeim tíma hefur Eyþing einkum unnið að ýmiss konar þjón- ustuverkefnum og sameiginlegum málum svæðisins. Samstarfsvettvangur en ekki rekstraraðili Pétur Þór Jónasson framkvæmdastjóri segir að Eyþing starfi um margt á svipaðan hátt og Samtök sveitarfélaga á Austurlandi. Samtökin vinni einkum að því að koma málum af stað, fylgja þeim eftir þar til að þau verði sjálfbjarga, sleppa þá af þeim hendinni og snúa sér að nýjum viðfangsefnum. Hann segir að við þessar breytingar hafi verið horft nokkuð til starfshátta SSA sem sé mjög hentugt í dag. Þessi landshlutasamtök muni vinna meira saman í framtíð- inni í Ijósi nýrrar kjördæma- skipunar þótt sameining þeirra sé ekki á döfinni, að minnsta kosti að sinni. Pétur Þór segir augljóst að ýmsar breytingar muni eiga Pétur Þór Jónasson, framkvæmdastjóri Eyþings. Hann kvíöir því ekki að mis- jöfn íbúadreifing eigi eftir að vaida mönnum vanda ! samstarfi innan hins nýja Norðausturkjördæmis. Þróunarverkefni í fjarlækningum er mikilvægt sem byggðamál að mati Péturs Þórs Jónassonar, fram- kvæmdastjóra Eyþings, því fjarlækningar eigi að geta veitt heilbrigðisfólki öryggi og styrkt það í starfi á minni stöðum auk þess að bæta þjónustu við íbúana. sér stað í þessu efni að loknum komandi Alþingiskosningum en Austfirðingar hafi einkum mótað þá stefnu að reka samtökin hvort í sínu lagi, að minnsta kosti til að byrja með. Norðaustursvæðið er auðlindaríkt Pétur Þór segir að menn verði að sjá til með hvernig samstarfið þróist. Akureyri sé langstærsta sveitarfélagið í Norðausturkjör- dæminu og á jaðri þess í vestri og Norðurland sé einnig mun fjölmennara en Austurland eða með allt að 75% af íbúafjölda Norðausturkjördæmisins. Hann kveðst þó ekki kvíða því að þessi íbúadreifing eigi eftir að valda mönnum vanda í sam- starfi vegna þess að menn séu farnir að horfa á Norðaustur- og Austurland sem eitt íbúasvæði þar sem byggðirnar eigi margt sameiginlegt. Ef til vill sé skiljanlegt og eðlilegt að þeir sem búa á fámennu svæðunum hafi meiri vara á sér. Hann segir skoðun sína þá að þessi kjördæmaskipting eigi ekki að valda vanda. Norð- austurkjördæmið sé í heild mjög auðugt af auðlindum og hafi allt til þess að bera að þar geti þróast öflugt atvinnu- og mannlíf. Þar sé að finna öflugar orkuauðlindir og svæðið búi einnig yfir mikl- um möguleikum til ferðaþjón- ustu. Aðgerðaáætlun til lengri tíma í framhaldi af því að Eyþing hætti rekstri skólaþjónustunnar voru teknar upp nýjar áherslur í starfi samtakanna. Þessar ____________________________ áherslur miðast við að samtök- in starfi sem pólitískur sam- ráðsvettvangur sveitarfélag- anna. Pétur Þór segir að síðasta stjórn þeirra hafi lagt ríka áherslu á samráðshlutverkið þar sem forystumenn sveitarfélaganna komi 21

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.