Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.01.2003, Blaðsíða 15

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2003, Blaðsíða 15
Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn Áhersla á raunhæf verkefni Samband íslenskra sveitarfélaga mun í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga standa fyrir námskeiðum fyrir sveitarstjórnarmenn í næsta mánuði. Gert er ráð fyrir að halda ellefu nám- skeið, með fyrirvara um næga þátttöku. Námskeiðin verða haldin um allt land. Fólk með mikla reynslu af sveitar- stjórnarmálum mun hafa umsjón með og leiðbeina á námskeiðunum á hverjum stað en sérfræðingar munu jafnframt flytja fyrirlestra með aðstoð fjar- fundabúnaðar. Anna Guðrún Björnsdóttir, sviðsstjóri þróunarsviðs sam- bandsins, segir efni og uppbyggingu nám- skeiðanna nú miðast að nokkru við sam- bærileg námskeið í Noregi og Danmörku. „Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn hafa verið haldin hér áður í kjölfar sveitar- stjórnarkosninga en það sem er breytt núna er að Samband íslenskra sveitarfé- laga hefur nú umsjón með faglegri skipu- lagningu og undirbúningi námskeiðanna," segir Anna Guðrún um námskeiðin. „Við ætlum að leggja áherslu á raunhæf verk- efni og færa námsefnið þannig nær raun- verulegum aðstæðum úti í sveitarfélögun- um." Jafnframt segir hún spennandi við námskeiðahaldið nú að notast verður við fjarfundabúnað þannig að námskeiðin eru í haldin samtímis á nokkrum stöðum á landinu. Einvalalið til aðstoðar Sviðsstjórar sambandsins hafa séð um undirbúning og skipulagningu námskeið- anna, undir stjórn Önnu Guðrúnar, og með aðstoð þeirra Þorvarðar Hjaltasonar, framkvæmdastjóra Sambands sunnlenskra sveitarfélaga, Péturs Þórs Jónassonar, fram- kvæmdastjóra Eyþings, og dr. Gunnars Helga Kristinssonar prófessors. Leiðbeinendur og umsjónarmenn á hverjum stað verða: • Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundar- fjarðarbæjar • Helga Jónsdóttir, borgarritari Reykjavík- urborgar • Halldór Halldórsson, bæjarstjóri ísafjarðarbæjar • Sigríður Stefánsdóttir, sviðsstjóri þjón- ustusviðs Akureyrarkaupstaðar • Smári Geirsson, bæjarful Itrúi í Fjarða- byggð • Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Þeir sérfræðingar sem flytja munu fyrir- lestra eru: • Gunnar Helgi Kristinsson prófessor, um stjórnsýslustigin á íslandi og tilgang sveitarstjórnarstigsins • Sigurður Óli Kolbeinsson, sviðsstjóri lögfræðisviðs sambandsins, um stjórn- skipunarlega stöðu sveitarfélaga og lagalega umgjörð • Runólfur Smári Steinþórsson dósent, um stefnumótandi hlutverk sveitarstjórna • Karl Björnsson, sviðsstjóri kjarasviðs sambandsins, um vinnuveitendahlutverk sveitarstjórna • Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs sambandsins, um fjármálastjórn sveitarfélaga. Námskeiðin verða haldin sem hér segir: 15.-16. febrúar, á svæði: • Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum • Fjórðungssambands Vestfirðinga • Sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum • Sambands sveitarfélaga í Austurlands- kjördæmi • Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. 22.-23. febrúar, á svæði: • Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu • Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandskjör- dæmi • Samtaka sveitarfélaga í Norðurlands- kjördæmi vestra • Sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum • Sambands sveitarfélaga í Austurlands- kjördæmi • Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Landshlutasamtök sveitarfélaga munu sjá um skráningu á námskeiðin og fram- kvæmd þeirra á hverjum stað. Væntanleg- um þátttakendum er bent á að snúa sér til þeirra til að skrá sig og til að fá upplýsing- ar um nánari staðsetningu námskeiðanna. Námsskeiðsgjald er kr. 20.000. Innifalið í því eru námsgögn, kaffiveitingar og há- degisverðir á laugardegi og sunnudegi. Staða, hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna Námskeiðin verða öllum opin en við und- irbúning þeirra hefur verið tekið mið af stöðu kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum. Anna Guðrún segir fleiri en nýtt fólk í sveitarstjórnum geta haft gagn af nám- skeiðinu, bæði sveitarstjórnarmenn, sem starfað hafa í sveitarstjórnum í einhvern tíma, og aðra stjórnendur sveitarfélaga. Námsefnið er nýtt miðað við það sem ver- ið hefur á fyrri námskeiðum. „Námskeiðið er sett upp fyrst og fremst með þarfir kjörinna fulltrúa í huga en get- ur auðvitað nýst fleirum en nýju fólki í sveitarstjórnum," segir Anna Guðrún. „Hluti námsefnisins snýst um grunnþætti í starfi sveitarstjórnarmanna, þar sem farið er yfir lagaramma sem sveitarfélögin starfa eftir, stjórnkerfi sveitarfélaga og fleira sem því tengist. Nýjar áherslur verða í því hvernig fjallað er um hlutverk sveitar- stjórnarmanna og sveitarfélaganna. Þar verður meðal annars lögð áhersla á það svigrúm sem sveitarstjórnarmenn hafa til að móta hlutverk sitt og þá stefnu sem þeir vilja leggja megináherslu á í starfi sínu og það svigrúm sem sveitarfélögin sjálf hafa til stefnumótunar og til að haga stjórnsýslu sinni með hliðsjón af stað- bundnum aðstæðum." Ætlunin er, að sögn Önnu Guðrúnar, að meta hvernig til hefur tekist þegar námskeiðunum er lokið og ákveða með hliðsjón af þvf hvort þeim verður fylgt eftir að einhverju leyti og þá hvernig. Þar kæmi til dæmis til greina að halda sér- námskeið á ákveðnum sviðum en það veltur að sjálfsögðu á áhuga og þátttöku. Anna Guðrún Björnsdóttir. 15

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.