Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.01.2003, Blaðsíða 17

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2003, Blaðsíða 17
Höfuðborg á 21. öldinni „Ég er þeirrar skoðunar að borgir séu ákveðnir aflgjafar í efnahagskerfi þessarar aldar. Þær hafa alltaf skipt máli að því leyti og í framtíðinni munu, þær hafa enn stærra hlutverki að gegna. Borgirnar verða að bjóða aðstæður til þess að hægt sé að þróa efnahagskerfið og þau störf sem Gamli midbærinn. „Reykjavík, eða öllu heldur höfuðborgarsvæðið á íslandi, er í samkeppni við borgarsvæði í Evrópu um fólk og fjármagn. ídag er samkeppnin ekkert síður og jafnvel mikið frekar út á við, við önnur lönd en við önnur búsvæði hér á landi," segir Ingibjörg Sólrún. því fylgja. Reykjavík er engin undantekning að því leyti. Við verð- um að eiga ákveðna möguleika á að byggja upp vaxtarsvæði í næsta nágrenni við miðborgina og háskólann. Ég held að upp- bygging slíks vaxtarsvæðis, þar sem saman fara vísindi, þekking- ariðnaður og viðskiptalíf, auk íbúðabyggðar, geti gefið svo mikið af áhugaverðum möguleikum nú á nýrri öld að það muni gagnast fólki langt út fyrir raðir íbúa Reykjavíkurborgar, raunaröll- um landsmönnum." Ingibjörg Sólrún segir að þótt upplýs- ingabyltingin hafi gert kleift að dreifa vinnustöðvum og vinna verkefni úti á landi, ýmist að öllu leyti eða í tengslum við tilteknar höfuðstöðvar í höfuðborg- inni, þá eigi ákveðin samþjöppun sér einnig stað. A góðviðrisdögum er oft mannmargt í miðborg Reykjavík- ur. Blómarósirnar á myndinni heita Þuríður Helga, Sólveig Hlfn og Þórhildur Fjóla Kristjánsdætur. landi vegna þess að landsbyggðin sé bakland höfuðborgarinnar. Á móti komi að styrkur höfuð- borgarinnar hafi afgerandi áhrif á Iífsskilyrði í landinu. Þannig þurfi hvor á hinum að halda. Hún neitar því ekki að þrátt fyrir að borgin eigi sér bakland út um landið þá hafi stundum skap- ast ákveðin togstreita þar á milli. „Ekkert er und- arlegt við að fólk, sem býr á stöðum þar sem íbúum er að fækka, sjái ofsjónum yfir því hversu höfuðborgarsvæðið þenst út. Þetta er þó, ef betur er að gáð, sama þróunin og á sér stað um allan hinn vestræna heim. Hlutfall fólks sem býr í borgum hefur verið að vaxa alla síðustu öld og lengur og þessi þróun á sér enn stað. Um 60% landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu í dag. Ég gæti trúað því að það sé sambærilegt hlutfall og býr í borgum f nágrannalöndunum." Hverfaskipting sem koma skal Ekki er hægt að skilja við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgar- stjóra án þess að minnast á hugmyndir Gunnars Helga Kristjáns- sonar, prófessors og stjórn- málafræðings, um að Reykja- vík sé hætt að njóta hag- kvæmni stærðarinnar og að hagstætt gæti verið að skipta henni upp í smærri sveitarfé- lög. Hún segir að svara megi þessum vangaveltum með því að Reykjavíkurborg sé bæði of stór og of lítil. „Borgin er of stór til þess að auðvelt sé að sinna nær- þjónustu við borgarana. En sem borg, sem þarf að standa undir Hlutfail fólks sem býr í borgum hefur verið að vaxa alla síðustu öld og lengur og þessi þróun á sér enn stað. gera." Ingibjörg Sólrún segir að þetta tvískipta hlutverk hafa end- urspeglast í umræðum um Reykjavíkurflugvöll þar sem sjónarmið um nýtingu Vatnsmýrarinnar til uppbyggingar á öflugri íbúa- og þjónustubyggð hafi tekist á við þarfir landsmanna fyrir flugsam- göngur innanlands með mjög greiðum aðgangi að höfuðborginni. Hún segir að þessar umræður hafi þó ekki eingöngu snúist um samgöngumál heldur hafi þær endurspeglað ágreining um hvert eigi að vera hlutverk höfuðborgarinnar á 21. öldinni. Landsbyggðin er bakland Ingibjörg Sólrún segir að sveitarfélögin eigi með sér margvíslegt samstarf og auðvitað verði þeir, sem fara með málefni Reykjavík- urborgar, að skilja mikilvægi þess að til sé blómleg byggð úti á 17

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.