Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.01.2003, Blaðsíða 20

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2003, Blaðsíða 20
Reykjavíkurborg til þeirra ungmenna sem flosna upp úr fram- haldsskólum eða hætta námi af einhverjum orsökum. Soffía segir að þar sé um ákveðinn áhættuhóp að ræða sem nauðsynlegt sé að ná til og virkja í félagsstarfi. Ungmennaráðum komið á fót Á meðal nýmæla í starfi ÍTR má nefna að sér- stökum ungmennaráðum hefur verið komið á fót í öllum hverfum borgarinnar. Ungmennaráðin eiga síðan fulltrúa í sérstöku Reykjavíkurráði ungmenna. í fyrra var efnt til fundar ungmenna- ráðsins með borgarstjórn þar sem fulltrúar þess lögðu fram ýmsar tillögur um æskulýðsmál, sem síðan voru hafðar að leiðarljósi við gerð starfs- og fjárhagsáætlana fyrir nýbyrjað ár. Soffía segir að fundur ungmennaráðsins og borgarstjórnar hafi tekist mjög vel og stefnt sé að þvf að fram- hald verði á þessu ánægjulega samstarfi. Meöal þess sem heyrir undir ÍTR er starfsemi allra félagsmiðstöðva fyrir ungt fólk, ýmiss konar félagsstarf í borgarhverfum, starfsemi Hins hússins, sumarstarf og Evrópusamstarf. Sundleikfimi eldri borgara nýtur vinsælda Sundleikfimi fyrir eldri borgara nýtur sífellt meiri vinsælda. Þetta kom fram í spjalli við Erling Þ. Jóhannsson, íþróttafulltrúa Reykjavíkurborgar, en ÍTR stendur fyrir þessari starfsemi. Erlingur segir Ijóst að vaxandi þörf sé fyrir þessa afþreyingu þar sem margir úr efri aldurshópum kjósi að leita sér leiða til líkams- ræktar og annarrar hreyfingar. Hann segir sundstaðina einnig ákjósanlega fyrir eldra fólk til þess að hittast og spjalla saman auk þess að njóta hreyfingarinnar og þeirrar aðstöðu sem þar sé að finna. „Það er ýmislegt skrafað og skeggrætt í heitu pottunum. Komurnar þangað eru hluti af félagslegri tilveru margra," segir Er- lingur. Nær 1,9 milljónir í sund á síðasta ári Sundlaugar Reykjavíkurborgar eru eitt af því sem heyrir undir íþróttir og útivist á vegum ÍTR og er hluti af umfangsmikilli starf- semi borgarinnar til íþróttaiðkana. í febrúar í fyrra var lögð fram áfangaskýrsla um stefnumörkun og þróunaráætlun í sundlaugum Reykjavíkur ásamt úttekt á aðstöðu og þjónustu sem sundstaðirnir bjóða. Fyrirhugað er að fylgja henni eftir með mótun heildstæðr- ar stefnu í málefnum sund- og baðstaða á vegum borgarinnar. Þjónusta við eldri borgara er aðeins einn hluti þeirrar þjónustu sem sundlaugarnar bjóða en engan veginn sá sem minnstu máli skiptir. Það sýna tölur um komur eldri borgara en þær voru um 246 þúsund á síðasta ári. Erlingur segir að þær segi þó ekki alla söguna um hversu margir eldri borgarar sæki sundlaugarnar að jafnaði þar sem margir komi á hverjum degi allt árið um kring. Engu að síður sýni þessar tölur að mjög margir kunna að meta þessa þjónustu og vilja ekki án hennar vera. Sundleikfimi eldri borgara hófst fyrst í Sundhöllinni við Barónsstíg en er nú stunduð í öllum laugum borgarinnar. Erlingur segir að almenn aðsókn að sundlaugum borgarinnar hafi aukist mikið á síðari árum og sem dæmi um aukna aðsókn nefndi hann að 1.660.000 manns hafi sótt sundstaðina árið 1999 og 1.882.722 árið 2002. Öryggismál sífellt til umhugsunar ÍTR hefur nú staðfest fyrir sitt leyti nýjar reglur um öryggismál íþróttamannvirkja og er ætlunin að gefa þær út í handbók síðar á þessu ári. Erlingur segir að öryggismálin séu sífellt til umhugsunar og athugunar og slys sem verða séu mjög fá ef mið er tekið af fjölda þeirra sem nota mannvirkin. Á nokkrum sundstöðum ITR hafa verið gerðar tilraunir með nýjan tækjabúnað til þess að tryggja gæði baðvatns og hafa þær skilað mjög góðum árangri. Erlingur segir að sérstaklega þurfi að huga að eldra fólki varðandi slys á sundstöðum og gera allt sem unnt sé til þess að draga úr slysahættu. Nú er unnið að byggingu 50 metra keppnislaugar í Laugardal og er ætlað að rekstur hennar hefjist á fyrri hluta ársins 2005. 20

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.