Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2003, Blaðsíða 18

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2003, Blaðsíða 18
Reykjavíkurborg öllum þeim kröfum og væntingum sem gerðar eru til hennar sem borgarsamfélags, er hún enn ívið of lítil. Ég tel óskynsamlegt að skipta Reykjavíkurborg upp í smærri sveitarfélög. Hins vegar felst ákveðin skynsemi í því að skipta henni upp í borgarhluta til þess að sinna tiltekinni þjóniistu. Þetta hefur verið gert, til dæmis á Norðurlöndunum, að skipta borgum upp í einingar eða hverfi þar sem búa um eða yfir 20 þúsund manns f hverjum borgarhluta. Það er góð eining til þess að sinna hinni svoköll- uðu nærþjónustu. Við erum að skoða slíka hverfaskiptingu í Reykjavík. Við erum búin að skipta borginni upp í fjóra hverfahluta og erum að athuga mögu- leika á því að flytja nærþjónustuna f auknum mæli út í þessa borgarhluta." samstarfi á milli sveitarfélaga, einkum þar sem ytri mörk þeirra eru landfræðilega óljós. Á vissum svæðum í Bandaríkjunum og í Kanada hafa borgir og sveitarfélög, þar sem þannig háttar til, sameinast um eins konar svæðisstjórnir. Kosið er í þessar svæðis- stjórnir, jafnvel beinni kosningu og þeim falin ákveðin verkefni við málaflokka sem sveitarfé- lög þurfa að hafa samvinnu um. Þótt ágætt samstarf hafi þróast að undanförnu hér á höfuðborgarsvæðinu þá er nauðsynlegt að efla það enn frekar og koma þessum málum í betra horf. Við búum enn við svolítið smákóngaveldi með rætur úr fortíðinni þegar aðstæður voru um margt aðrar, verkefn- in einfaldari og náið samstarf ef til vill ekki eins aðkallandi," seg- ir Ingibjörg Sólrún. „Ég tel óskynsamlegt að skipta Reykjavíkurborg upp í smærri sveitarfélög. Hins vegar felst ákveðin skynsemi í því að skipta henni upp í borgarhluta til þess að sinna tiltekinni þjónustu." Engin náttúruleg landamæri „Ég er þeirrar skoðunar að það þurfi að vera mun meira skuld- bindandi samstarf á milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Samkeppni út á við Borgarstjóri segir nauðsynlegt að taka mið af breyttum tímum, umhverfi og verkefnum. „Samkeppni er alltaf að aukast á milli „Ég er þeirrar skoðunar að borgir séu ákveðnir aflgjafar f efnahagskerfi þessarar aldar. Þær hafa alltaf skipt máli að því leyti og í framtfðinni munu þær hafa enn stærra hlutverki að gegna. Borgirnar verða að bjóða aðstæður til þess að hægt sé að þróa efnahagskerfið og þau störf sem þvi fylgja/‘ segir borgarstjóri meðal annars í viðtalinu. Sveitarfélögin eru mannanna verk og ekkert heilagri en önnur. Engin náttúruleg landamæri skilja þau að. Sveitarfélagamörk hafa verið dregin eftir línum, sem ekki eiga sér stoðir í náttúrulegum fyrirbærum. íbúar höfuðborgarsvæðisins búa í einu sveitarfélagi, sækja vinnu í annað og ef til vill þjónustu í það þriðja. Fólk veitir því enga athygli þegar það fer yfir sveitarfélagamörk og sumir vita jafnvel ekki hvar þau liggja." Smákóngaveldi „Víða í Evrópu hefur verið komið á mun nánara skuldbindandi borga og borgarsvæða og raunar einnig samstarf. Við sjáum það til dæmis í Kaupmannahöfn og Malmö sem eiga með sér náið samstarf en telja sig aftur á móti starfa í samkeppni við svæði á borð við Amsterdam og Berlín. Borgarsvæðin eru farin að skil- greina sig sem samkeppnissvæði við önnur borgarsvæði. Reykja- vík, eða öllu heldur höfuðborgarsvæðið á íslandi, er f samkeppni við borgarsvæði í Evrópu um fólk og fjármagn. í dag er sam- keppnin ekkert sfður og jafnvel mikið frekar út á við, við önnur lönd en við önnur búsvæði hér á landi," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri Reykjavíkurborgar. 18 ------ <%>

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.