Sveitarstjórnarmál - 01.01.2003, Blaðsíða 29
Forvarnamál
Forvarnaverkefni ýtt úr vör
Mikilvægt er að forvarnastarf miðist við þær aðstæður sem eru á hverjum stað og að stuðst
verði við mannauð og félagsleg úrræði sem fyrir hendi eru, segir Þórólfur Þórlindsson,
prófessor og formaður Áfengis- og vímuvarnaráðs í tilefni þess að forvarnaverkefni ráðsins
og Sambands íslenskra sveitarfélaga er hefjast.
Nýskipuð stjórn verkefnisins er að hefja
störf en á haustdögum var undirritaður
samningur milli Áfengis- og vímuvarna-
ráðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga
um að verja 5,5 milljónum króna til vímu-
varna á árunum 2003 til 2005. Fyrstu verk
stjórnarinnar munu verða að skipuleggja
starfsaðferðir í samræmi við hvað hentar
best á hverjum stað og tíma og finna verk-
efnum forgangsröð. Þórólfur Þórlindsson,
prófessor og formaður Áfengis- og vímu-
efnaráðs, og Þorgerður Ragnarsdóttir,
framkvæmdastjóri ráðsins, segja miklu
skipta að verkefnið verið unnið út frá for-
sendum og úrræðum á hverjum stað og í
náinni samvinnu við fólk á heimavelli
þess. Þau segja vænlegast til árangurs að
nýta innviði nærsamfélagsins og grasrótar-
starf sem best í þessum efnum. Þau telja
gott samstarf við sveitarfélög í landinu
nauðsynlegt til að vímuvarnir
takist vel. Vonir standa til að
þau sveitarfélög sem hafa bol-
magn til muni leggja eitthvað af
mörkum á móti framlagi hins
opinbera og Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga til þess að
skapa sem öflugast starf í sem
flestum byggðarlögum.
Félagslegt aðhald - fé-
lagsleg færni - félags-
legur auður
Þórólfur segir að samfélög setji
ákveðinn félagslegan ramma
sem skapi aðhald og festu. Sem
dæmi um slíkan ramma megi
nefna útivistartíma barna og
ungmenna og einnig umgjörð
um starfsemi veitingastaða.
Mikilvægt sé að hafa í huga
að þær félagslegu og uppeldis-
legu aðstæður sem ungt fólk
býr við ráði miklu um hve vel
þau ráða við ýmis vandamál
daglegs lífs. Hann segir að aðstæður ung-
menna að þessu leyti geti haft mikil áhrif
á hvaða stefnu þau taka í lífinu. Þá sé
samfélagins, taka mið af þeirri umgjörð
sem ungmennum og öðrum íbúum er
búin í daglegum lifnaðarháttum og einnig
aðstæðum þeirra til uppeldis og þroska.
Nýta þurfi félagsstarf og önnur félagsleg
samskipti til þess að byggja upp varnir
gegn vímuefnum. f forvarnastarfinu sé
ekki til nein ein aðferð eða heildarlausn
sem henti öllum. Nánast verði að klæð-
skerasauma slíkt starf svo að það hæfi stað
og tíma.
Gerbreytt umgengni við áfengi
Þorgerður og Þórólfur benda á að miklar
breytingar hafi orðið á aðstæðum til vímu-
varna hér á landi á undanförum árum.
„Annars vegar er beitt ýmsum aðgerðum
sem miða að því að draga úr áhuga fólks
á að neyta vímuefna. Hins vegar gildir
lagarammi til að draga úr aðgengi ung-
linga að áfengi og vímuefnum,"
segja þau. Samkvæmt núgildandi
lagaramma eru öll vímuefni önn-
ur en áfengi ólögleg, aðgengi að
áfengi er takmarkað með tak-
mörkuðum fjölda útsölustaða
áfengis, aldurstakmörkum, háu
verðlagi og auglýsingabanni.
Undanfarið hefur þó verið að
slakna á þessum ramma, til
dæmis með því að rýmka lög
um verslun með áfengi þannig
að útsölustöðum og vínveitinga-
leyfum hefur fjölgað mjög. Aug-
lýsingabann er virt að vettugi. Þá
virðast hugmyndir um að leyfa
verslun með bjór og léttvín í
matvöruverslunum eiga tölu-
verðu fylgi að fagna. Almennt er
viðurkennt og sýnt fram á með
vísindalegum rökum að breyt-
ingar sem þessar auka neyslu
vímuefna í samfélaginu. „Það er
greinilegt að ef þær forvarnir
sem felast í lagaramma verða rýmkaðar
frekar þarf að herða á annars konar for-
vörnum. Nauðsynlegt er að búa sig undir
það og miða vímuvarnir framtíðarinnar
Þórólfur Þórlindsson, formaður Áfengis- og vímu-
varnaráðs, og Þorgerður Ragnarsdóttir fram-
kvæmdastjóri.
Mikilvægt er að hafa í huga að þær félagslegu og uppeldislegu aðstæður sem
ungt fólk býr við ráða miklu um hve vel þau ráða við ýmis vandamál daglegs
Með því að beina áfengi og öðrum vímuefnum til
ungmenna með þaulskipulögðum hætti er verið
að búa til nýja neytendur, viðhalda markaðinum
og víkka hann út.
einnig nauðsynlegt að nýta þann félags-
lega auð, sem finna megi í nærsamfélag-
inu. Þorgerður og Þórólfur segja mikilvægt
að tengja forvarnastarfið þessum þáttum
29