Sveitarstjórnarmál - 01.01.2003, Blaðsíða 25
semja fjárhagsáætlun bæjarfélagsins.
Ég hafði ekki ímyndað mér hversu
víðfemt þetta er." Bæjarfélag á stærð
við Akureyri, sem er þjónustukjarni
þarf að halda upp mikilli þjónustu
sem nágrannasveitarfélögin geta þá
sparað sér. Sigrún segir að þótt nýta
verði stærsta hluta tekna sveitarfélaga
til lögboðinna rekstrarverkefna á
borð við grunnskóla og margvíslega
aðra þjónustu þá sé erfiðast við fjár-
lagagerðina að raða verkefnum í for-
gang. „Þörfin er svo víða fyrir hendi."
Fjármagnið fylgi
verkefnunum
Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri.
Talið beinist að þeim verkefnum sem
Akureyrarbær hefur tekið að sér sem
reynslusveitarfélag. Sigrún segir það
skoðun sína að halda eigi áfram á
þeirri braut. Reynslan af því að taka
þessi verkefni heim í hérað sé góð og
tæpast heyrist raddir um að senda þau til
baka. Vandinn sé hins vegar sá að tekju-
möguleikar hafi ekki fylgt verkefnum í
nægilegum mæli og þann þátt verði að
taka til endurskoðunar þegar reynslusveit-
arfélagsverkefnin verða útfærð frekar.
„Fjármagnið verður að fylgja verkefnun-
um. Sveitarfélögin geta ekki endalaust
dregið af framkvæmdafé til þess að sinna
fastbundnum rekstrarverkefnum. Hvað þá
að safna skuldum."
Sigrún telur nauðsynlegt að verkaskipt-
ing ríkis og sveitarfélaga sé einföld og
skýr. „Þarna er um gjörólíka málaflokka
að ræða. Sveitarfélögin eru að annast mál-
efni sem snerta hið daglega líf fólks á
meðan ríkisvaldið tekst á við stærri og
víðari svið." Sigrún segir að sveitarstjórn-
armálin megi þó aldrei verða uppáþrengj-
Sigrún kveðst hafa velt þeim mögu-
leikum fyrir sér á hvern hátt megi efla
sveitarfélögin. Sameining þeirra í
stærri einingar sé vissulega einn þátt-
ur þess og eitt af því sem komi til
greina fyrir Eyjafjarðarsvæðið. Menn
verði þó að gæta þess að minni staðir
innan víðfeðmara sveitarfélags missi
ekki alla þjónustu. Hún nefnir Sveitar-
félagið Árborg sem dæmi þar sem
íbúarnir telji sig hafa séð á eftir þjón-
ustu inn í stærsta þéttbýliskjarnann.
Þetta bendir hún á að komi fram í
rannsókn Rannsóknastofnunar Há-
skólans á Akureyri á sameiningu
sveitarfélaga. í niðurstöðum hennar komi
bæði fram kostir og gallar og einkum við-
horf fólksins í þessum byggðum. Niður-
stöður rannsóknarinnar megi þó ekki
draga kjarkinn úr sveitarstjórnarmönnum
eða öðrum til að fást við sameiningarmál-
in heldur verði að draga lærdóm af þeim
og reyna að bæta um betur.
andi fyrir almenning eða að sveitarfé-
lög fari að taka ákvarðanir um hvert
smáatriði. Sveitarfélögin séu fyrst og
fremst til að veita íbúunum þjónustu.
Lærdómur í sameiningar-
skýrslunni
Um 460 dagmæður hér á landi
Allt að 2.400 börn eru í daggæslu í heimahúsum hjá um 460 dagmæðrum hér á landi en
nokkuð er um að dagmæður taki of mörg börn til gæslu og einnig vantar nokkuð á að
þær hafi lokið tilskildu námskeiði til að öðlast starfsréttindi. Þetta kemur fram í könnun
sem félagsmálaráðuneytið lét gera í öllum sveitarfélögum með yfir 1.000 íbúa í desember
2001.
Flestar dagmæður starfa á höfuðborgarsvæðinu og þar eru
einnig hlutfallslega flest börn í gæslu ef miðað er við fjölda
barna á aldrinum frá fæðingu til fimm ára.
Dagmæður starfa í umboði sveitarfélaganna og veita félags-
málanefndir þeirra leyfi til daggæslu barna í heimahúsum. Dag-
mæður þurfa að leggja fram ýmis gögn og uppfylla ákveðin
skilyrði áður en leyfi til daggæslu er veitt. Eitt þeirra er að þær
hafi lokið sérstöku námskeiði. Um 76% starfandi dagmæðra
höfðu lokið námskeiðinu í lok ársins 2001 að því er fram kem-
ur í könnuninni.
Þá kemur einnig fram í könnunni að algengasti dvalartími
barna hjá dagmæðrum er á milli klukkan 8.00 og 16.00 á dag-
inn en dæmi má einnig finna um lengri dvalartíma. Ákveðnar
reglur gilda um þann fjölda barna sem hver dagmóðir má hafa í
gæslu en nokkuð var um að of mörg börn væru hjá dagmæðr-
um, einkum fyrir hádegi. Alls höfðu 149 dagmæður of mörg
börn á einhverjum tíma dagsins og reyndust 216 börn vera um-
fram leyfilegan fjölda barna í daggæslu á einhverjum tíma dags-
ins en það eru um 9% af heildarfjölda.
----- 25