Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.01.2003, Blaðsíða 30

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2003, Blaðsíða 30
við aðstæður þar sem meira frjálsræði rík- ir í sölu og meðferð vímuefna en nú er," segir Þorgerður. Þaulskipulögð markaðsstarfsemi Ríkistjórn íslands lagði fram áætlun um baráttu gegn vímuefnum undir yfirskrift- inni „ísland án eiturlyfja áriö 2000" á ár- inu 1996. Þótt þetta háleita takmark hafi að sönnu ekki náðst þá hefur margt gerst og áunnist að sögn Þorgerðar og Þórólfs. Þau segja að viðfangsefnið taki stöðugum breytingum. Hluti vímuefnavandans í Evrópu byggi á öflugu markaðsstarfi manna sem viti nákvæmlega hvað þeir eru að gera. Með því að beina áfengi og öðrum vímuefnum til ungmenna með þaulskipulögðum hætti sé verið að búa til nýja neytendur, viðhalda markaðinum og víkka hann út. Markmið fíkniefnasalanna sé það sama og annarra sem stunda við- skipti, að stækka markaðshópa sína og þar eru unglingar ekki undanskildir. Þórólfur segir að ekki sé hægt að líta framhjá þeirri staðreynd að þetta eigi einnig við hér á landi. Baráttan gegn þessari hörðu mark- aðsstarfsemi felist jöfnum höndum í að draga bæði úr framboði og eftirspurn. Hann telur mikilvægan þátt í forvarnastarfi að búa ungu fólki aðstæður til að lifa góðu og innihaldsríku lífi þannig að það flýi ekki í heim vímuefnanna í von um eitthvað betra. Hvað er hægt að gera? „Ekki má gleyma því að flestir unglingar eru fyrirmyndarunglingar og að fyrsta for- vörnin felst eftir sem áður í því að efla for- eldra í foreldrahlutverki sínu," segja Þor- gerður og Þórólfur. Mestu máli skiptir að ungmennum líði vel með fjölskyldum sín- um og þurfi ekki að leita viðurkenningar í hópum þar samveran snýst um neyslu vímuefna. Þó foreldrar séu allavega og hafi mismunandi hugmyndir um uppeldi með tilliti til vímuefna eins og áfengis þá vilja langflestir að börnin þeirra nái að þroskast þannig að þau fái notið lífsins á fullorðinsárum. Þess vegna eru allar gagn- legar upplýsingar um hvaða uppeldisað- ferðir hafa forvarnagildi mikils virði að þeirra mati. Nú er vitað að það hefur for- varnagildi að fresta því að unglingar hefji tilraunastarfsemi með vímuefni. Það skipt- ir máli að foreldrar verji tíma með börn- um sínum, sýni viðfangsefnum barna sinna áhuga og viti hvar og með hverjum þau verja frítíma sínum. Þá mega foreldrar ekki gleyma að líta í eigin barm en neyslumynstur foreldra þegar kemur að vímuefnum skiptir einnig miklu máli. „Vonandi mun samstarfsverkefni áfeng- is- og vímuvarnaráðs og Sambands ís- lenskra sveitarfélaga um vímuvarnir varða veginn fyrir sveitarfélög í landinu," segja Þorgerður og Þórólfur að lokum. Styrkir til rafrænna samfélaga Byggðastofnun hefur kynnt samkeppni um verkefnið "Rafrænt samfélag" en markmið þess og meginhugmynd er að hrinda í framkvæmd metnaðarfullum aðgerðum á sviði fjarskipta- og upplýsingatækni hjá sveitarfélögum á landsbyggðinni. Aðgerð- irnar skulu hafa það að markmiði að auka nýsköpun í atvinnulífi og bæta afkomu íbúa, auka menntun og menningarstarf- semi, bæta heilsugæslu og félagsaðstöðu og efla lýðræði. Sveitarfélögum boðið til forvals Sveitarfélög á starfssvæði Byggðastofnunar geta sent inn umsókn í forval fyrir sam- keppnina. Fleiri en eitt sveitarfélag geta staðið saman að umsókn. Valin verða fjög- ur til átta byggðarlög til þátttöku og fá þau allt að tveimur milljónum króna í styrk til að fullgera tillögur sínar. Af þeim verða valin tvö til fjögur byggðarlög til þátttöku í þróunarverkefnum á árunum 2003 til 2006. Byggðalögin fá til þess styrk frá rík- inu gegn jafn háu eigin framlagi. Skilafrestur umsókna vegna þátttöku í forvali er til 4. mars. Nánari upplýsingar móttöku umsókna og fyrirspurna vegna er að fá á vef Byggðastofnunar, forvals og samkeppni fyrir hönd Byggða- www.bygg.is, og vef ríkiskaupa, stofnunar. www.rikiskaup.is - en Ríkiskaup annast Nýtt launakerfi fyrir um 10 þúsund starfsmenn nýja launakerfi er fjölhæft og staðfært að íslenskum aðstæðum og rekstrarumhverfi hér á landi. Það er talið uppfylla ýtrustu kröfur um úrvinnslu launa á hérlendum vinnumarkaði. Viðmót þess er notenda- vænt þar sem allar lykilupplýsingar eru við fingurgóma notenda. Þess má geta að íslenska ríkið hefur einnig fest kaup á þessu kerfi og er byrjað að vinna eftir því. Þegar það verður að fullu komið í gagnið verður það notað til þess að reikna laun um þriðjungs launþega í landinu. Reykjavíkurborg hefur tekið nýtt launa- kerfi í notkun. Er þar um að ræða Oracle launakerfið frá Skýrr, sem er hluti af launa- og mannauðskerfinu Oracle E- Business Suite. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri tók kerfið formlega í notkun en Reykjavíkurborg er einn stærsti launa- greiðandi landsins með allt að 10 þús- und starfsmenn. Á meðal markmiða borgarinnar með tilkomu hins nýja kerfis má nefna sparnað á tíma og fjármunum við margvíslega vinnslu gagna auk þess að bæta samskipti með upplýsingar. Hið 30

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.