Sveitarstjórnarmál - 01.04.2003, Qupperneq 8
Steen llleborg, skrifstofustjóri hjá Landssvæðanefnd Evrópusambandsins, Knut
Andersen, formaður dönsku sendinefndarínnar innan Landssvæðanefndar ESB
og Seppo Heikkila, framkvæmdastjóri skrifstofu Lapplands og Oulo-svæðisins í
Brussel. Þeir fluttu allir erindi á ráðstefnunni.
Aukin staðbundin áhrif
Að undanförnu hefur verið unnið að því
að nálgast staðbundnar stjórnsýslueiningar
og almenning á vegum Evrópusambands-
ins. í hinni svonefndu Hvítbók er meðal
annars lögð áhersla á að styrkja stöðu
staðbundinna stjórnvalda gagnvart sam-
bandinu og auka samráð við sveitarstjórn-
arstigið. Til að vinna að þeim markmiðum
hefur svonefndri landssvæðanefnd verið
komið á fót innan ESB. Steen llleborg,
skrifstofustjóri hjá landssvæðanefndinni,
fjallaði meðal annars um stöðu sveitar-
stjórnarstigsins innan ESB á ráðstefnunni.
Hann sagði lýðræðislegt og stjórnmálalegt
markmið nefndarinnar að fjalla um mál-
efni staðbundinna landssvæða, tryggja að
rödd þeirra heyrðist og að stuðla að
ákveðinni valddreifingu. Hagnýtt hlutverk
hennar sagði hann meðal annars vera að
miðla svæðisbundinni sérþekkingu og
tryggja skilvirkar ákvarðanir.
Háleit markmið í Lissabon
Lissabon-áætlunin er önnur áherslubreyt-
ing í starfi Evrópusambandsins þar sem
sjónum er beint að smærri stjórnsýsluein-
ingum og að almenningi. Finnur Þór Birg-
isson frá utanríkisráðuneytinu fjallaði um
Lissabon-áætlun Evrópusambandsins en
markmið hennar er að sambandið verði
orðið framsæknasta og einnig samkeppn-
ishæfasta þekkingarhagkerfi veraldar árið
2010 þar sem stöðugur hagvöxtur leiði til
betri atvinnutækifæra og aukinnar félags-
legrar samheldni. í máli hans kom fram að
á undanförnum
tveimur áratugum
hefur hagvöxtur
aðeins verið um
2,3% að meðaltali
í ríkjum Evrópu-
sambandsins, bor-
ið saman við um
3,3% hagvöxt í
Bandaríkjunum á
sama tíma. Evr-
ópuþjóðir hafa
einnig staðið
Bandaríkjamönn-
um að baki varð-
andi nýsköpun í
atvinnumálum.
Þessar staðreyndir
vöktu ótta um að
Evrópa væri að dragast aftur úr Bandaríkj-
unum í lífskjörum og eru að hluta ástæður
þess að þessi háleitu markmið voru sett á
leiðtogafundi Evrópusambandsins í Lissa-
bon árið 2000.
ísland og Noregur fyrir ofan
Finnur Þór sagði íslendinga hafa ríka
ástæðu til þess að fylgjast grannt með þró-
un þessa ferlis innan Evrópusambandsins.
Ekki síst fyrir þá staðreynd að mikilvæg-
asta útflutnings-
markað þeirra sé
að finna innan að-
ildarríkja þess en
einnig vegna þess
að Lissabon-ferlið
virki sem hvati til
nýrra lagasetninga
á vegum Evrópu-
sambandsins er ís-
lendingar verði
síðan að taka upp í
gegnum EES-sam-
starfið. Finnur Þór
benti á að ísland og
Noregur standi sig
almennt vel í sam-
anburði við Evrópusambandsríkin og
raunar gildi það um allar Norðurlanda-
þjóðirnar hvað markmið Lissabon-áætlun-
arinnar varðar. Hann sagði að þegar at-
vinnuþátttaka er skoðuð skeri ísland sig úr
öðrum löndum með 87% atvinnuþátttöku
almennt og 84% atvinnuþátttöku kvenna
en Noregur komi þar fast á eftir. Bæði ís-
land og Noregur séu nú þegar langt fyrir
ofan þau markmið sem Evrópusambands-
ríkin hafi einsett sér að ná fyrir árið 2010.
Finnur Þór benti að lokum á að þeir mála-
flokkar sem Lissabon-áætlunin nær til
skipti sveitarfélögin miklu máli, hvort sem
þau eru beinir aðilar að þeim eða ekki.
Evrópusambandið hafi lagt mikla áherslu
á að sveitarfélög í aðildarríkjum sam-
bandsins taki þátt í því ferli opins samráðs
sem framkvæmd alls Lissabon-ferilsins
byggi á. Af sömu ástæðu sé mikilvægt fyrir
sveitarfélögin hér á landi að fylgjast grannt
með þessari þróun.
Meira tillit til sveitarfélaga
Árni Magnússon sagði að aukið samráð
við sveitarstjórnarstigið innan Evrópusam-
bandsins komi sveitarfélögum hér á landi
til góða. Gera verði ráð fyrir að þessi þró-
un hafi áhrif á efni lagasetninga innan Evr-
ópusambandsríkja þannig að þær taki
meira tillit til sveitarfélaga. Þó verði að
hafa í huga að sveitarfélög í Evrópu búi að
mörgu leyti við aðrar aðstæður en þau ís-
lensku. Áherslur Evrópusamstarfsins bein-
ist fremur að því að auka vægi héraðanna
sem eru stærri stjórnsýslueiningar en sveit-
arfélögin. Þó sé áhugavert að velta fyrir
sér hvaða áhrif þessi þróun geti haft fyrir
íslenska sveitarstjórnarstigið, sem byggist á
einu stjórnsýslustigi með fjölmörgum smá-
um sveitarfélögum.
Helga jónsdóttir borgarritari, sem var ráðstefnustjórí, Halldór Ásgrfmsson utan-
ríkisráðherra og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveit-
arfélaga.
8