Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2003, Page 10

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2003, Page 10
Ráðstefnugestir hlýða á erindi Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar. Rekstur félagslegra leiguíbúða Sveitarfélögin bera mikla ábyrgð Með lögum nr. 44/1998 var sveitarfélögum gefin heimild til þess að breyta félagslegum eignaríbúðum varanlega í leiguíbúðir og stofna sérstök félög um rekstur þeirra. Reykjavíkurborg stofnaði Félagsbú- staði hf. og nú hafa verið stofnuð fasteignafélög i Reykjanesbæ og fsafjarðarkaupstað. Samband íslenskra sveitarfélaga gekkst fyrir ráðstefnu um rekstur félagslegra leiguíbúða þann 4. apríl síðastliðinn. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður flutti ítarlegt ávarp á ráðstefnunni þar sem hann sagði meðal annars húsnæðisstefnu stjórn- valda hafa miklu hlutverki að gegna í mótun og framkvæmd velferðarsamfélags- ins. Til þess að uppfylla sett markmið hús- næðisstefnunnar þurfi bæði ríki og sveitar- félög að koma á virkan hátt að framkvæmd hennar. Þau beri hvort á sinn hátt sameiginlega ábyrgð á stefnumótun og fram- kvæmd húsnæðisstefnunnar. Hlutverk ríkisvaldsins sé meðal annars að setja réttarreglur um framkvæmd markaðrar hús- næðisstefnu og ríkisvaldið móti stefnu og markmið í félagslegum málefnum. Vil- hjálmur ræddi einnig um hlutverk sveitar- félaganna varðandi framkvæmd húsnæðis- stefnunnar. „Sveitarfélögin standa nú á seinni árum ekki sjálf f byggingu félags- legs leiguhúsnæðis nema í undantekning- artilvikum. í samræmi við lög um félags- þjónustu sveitarfélaga bera sveitarfélögin mikla ábyrgð á framkvæmd félagslega leiguíbúðakerfisins, en í 45. grein laganna segir að sveitarstjórnir skuli eftir því sem kostur er og þörf er á tryggja framboð á félagslegu leiguhúsnæði handa þeim fjöl- skyldum og einstaklingum sem ekki eru á annan hátt fær um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, þungrar framfærslu- byrðar eða annarra félagslegra aðstæðna." Félög um rekstur leiguibuða Árið 1998 voru gerðar verulegar breyting- ar á lögum um félagslega eignaríbúðakerf- ið varðandi aðkomu sveitarfélaga að þeim málum. „Með þeim var opnaður mögu- leiki fyrir sveitarfélögin að draga úr tengsl- um sínum og ábyrgð við rekstur og fjár- mögnun félagslega íbúðakerfisins. Það sem mestu varðar er að heimilt er að fella kaupskyldu sveitarfélaga niður hjá þeim eigendum félagslegra eignaríbúða sem þess óska. Þannig mun það leiða til þess að kostnaður sveitarfélaganna af rekstri félagslegra eignaríbúða mun minnka í framtíðinni. Sveitarfélögunum var einnig gefin heimild til að breyta félagslegum eignaríbúðum varanlega í leiguíbúðir og stofna sérstök félög um rekstur leiguíbúða sinna," sagði Vilhjálmur. Innlausn félagslegra leiguíbúða Vilhjálmur ræddi nokkuð um endurskipu- lagningu félagslega íbúðakerfisins. Hann sagði eitt meginhlutverk Varasjóðs viðbót- arlána hafa verið að aðstoða sveitarfélög við að loka félagslega eignaríbúðakerfinu og taka þátt í niðurfærslu áhvílandi lána úr Byggingarsjóði ríkisins þegar sveitarfé- lög selja þær út úr kerfinu og markaðsverð þeirra hefur verið lægra en innlausnar- verð. Varasjóður viðbótarlána var lagður niður á síðasta ári ogVarasjóður húsnæð- ismála stofnaður með lögum nr. 86/2002. „Hlutverk Varasjóðs húsnæðis- mála er mun víðtækara en Varasjóðs viðbótarlána og er, auk þess sem fyrr var sagt um stuðning sjóðsins við rekstrar- félög um leiguhúsnæði, að leysa vanda vegna innlausnar félagslegra íbúða, sem hag- kvæmt er talið að taka af félagslegum hús- næðismarkaði." Viðbótarlánin hafa verið hagkvæmari kostur Almennt er álitið að viðbótarlánin hafi verið hagkvæmari kostur en að leita út á leigumarkaðinn. Á vegum félagsmálaráð- herra er nú starfandi nefnd sem er að end- urskoða alla framkvæmd viðbótarlánakerf- isins. Nefndinni er ætlað að leggja fram tillögur um breytingar í Ijósi fenginnar reynslu af framkvæmd kerfisins og vænt- anlega munu niðurstöður nefndarinnar einnig leiða til þess að ýmsum álitamálum verði eytt. Fyrir ungt fólk hefur verið hagkvæmara að taka viðbótarlán en að leita inn á leigumarkaðinn. Við- bótarlánunum fylgir meira öryggi en ríkir á leigu- markaði og síst meiri kostnaður. 10 — <%>

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.