Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2003, Page 19

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2003, Page 19
Menningarmiðstöð í nafni Grettis sterka Mikill áhugi er á að nýta sögu og menningu Húnaþings vestra til að efla menningarstarf og ferðaþjónustu í héraðinu. Nú hefur sérstök stofnun verið sett á fót til þess að sinna þessu verkefni. Grettistak er menningar- og fræðslustofn- un í Húnaþingi vestra. Nafn hennar er dregið af Gretti sterka frá Bjargi í Miðfirði, einni af hetjum íslendingasagnanna. Til þessa hefur einkum verið unnið með þann menningararf sem tengist nafni Grettis en að sögn Elínar R. Líndal, framkvæmda- stjóra Grettistaks, er ætlunin að teygja starfið til fleiri þátta í framtíðinni. Byrjun með „Björtum nóttum" Upphaf þessa starfs má að nokkru rekja til sumardagskrár Bjartra nátta sem haldnar hafa verið í Vestur-Húnavatnssýslu frá ár- inu 1996. Sérstök Grettishátíð hefur einnig verið haldin á hverju sumri frá sama tíma. Fyrir þremur árum var farið að vinna með þessar hugmyndir með markvissari hætti og stofnaður sérstakur stýrihópur af því til- efni sem hlaut nafnið Gettistak. Á síðasta ári var sjálfseignarstofnun með sama heiti sett á laggirnar. Að henni standa, auk Húnaþings vestra, Byggðasafn Húnvetn- inga og Strandamanna, Ferðamálafélag Vestur-Húnavatnssýslu og Hagfélagið ehf. Þegar er búið að tryggja fjármuni til rekst- urs stofnunarinnar út árið 2003 og einnig til hluta af undirbúningsvinnu við upp- byggingu menningarmiðstöðvar á Laugar- bakka í Miðfirði. Fyrir liggur að ráða fram- kvæmdastjóra í fullt starf og hefur starfið þegar verið auglýst. Þá má geta þess að Grettistak er þátttakandi í Evrópuverkefn- inu „Destination Viking" eða áfangastaðir víkinga, sem er þriggja ára samvinnuverkefni sex landa á norðurslóðum og tengjast öll í gegnum íslendingasögurnar. Elín R. Líndal. Framkvæmdarstjóri Grettirs sterka þurfi að beita markvissum vinnubrögðum og þróa verkefni er tengjast menningar- arfinum stig af stigi. Hún segir að mark- miðið með stofnun Grettsitaks sé að hrinda þessum hugmyndum í framkvæmd og tilgangurinn með því að meðal annars sá að gera Húnaþing vestra sýnilegra, bæta ímynd byggðarinnar og efla atvinnu- líf. Hún segir margvíslega möguleika vera til ferðaþjónustu innan Húnaþings vestra en mikið vanti á að þeir hafi verið nýttir sem skyldi. Þetta verkefni styðji við upp- byggingu ferðaþjónustunnar og þar með Elín R. Líndal segir að vonir manna standi til að þetta verkefni hafi ekki aðeins áhrif innan Húna- Vænlegt framlag til byggðaþróunar Elín segir að innan Húnaþings vestra hafi um nokkurt skeið verið horft til þess á hvern hátt nýta megi menningararf og sögu héraðsins til að efla atvinnu- og menningarlíf. Til þess að svo megi verða þings vestra heldur geti það haft víðtæk áhrif á Norðurlandi og raunar landinu öllu. atvinnulífs á Norðurlandi vestra. Aðstand- endur Grettistaks líta einnig svo á að verk- efnið sé vænlegt framlag til byggðaþróun- ar og eflingar atvinnulífs og búsetu á landsbyggðinni. Elín segir að vonir manna standi til að þetta verkefni hafi ekki aðeins áhrif innan Húnaþings vestra heldur geti það haft víðtæk áhrif á Norðurlandi og raunar landinu öllu. Saga landsins og menning séu samofnir þættir fyrir allt landið. Húsnæði á Laugarbakka Grettistak er nú að ganga frá kaupum á um 220 fermetra húsnæði á Laugarbakka undir starfsemi sína auk leigu á stórri lóð þar á staðnum. Hugmyndin er að setja upp faglega sýningu þar sem Grettissögu verður miðlað á sjónrænan hátt og gerð fjölbreytt skil, meðal annars með útisýn- ingu þar sem hægt verður að spreyta sig á Grettistökum en hugtakið er fengið frá bjargi einu miklu er sagan segir að kapp- inn hafi lyft. Einnig er ætlunin að koma á fót upplýsingamiðstöð fyrir héraðið og móttöku fyrir ferðamenn á Laugarbakka en áætlanir gera ráð fyrir að um 40 þús- und gestir muni heimsækja sýninguna á hverju ári í framtíðinni. Grettishátíð að Bjargi í Miðfirði „Grettishátíðin hefur átt mjög góðu láni að fagna og er orðin ómissandi þáttur í menningardagskrá hvers sumars í Húna- þingi vestra. Gott gengi hennar hefur ekki síst orðið mönnum hvati til þess að ráðast í viðtækari verkefni á sviði sögu og menn- ingar og tengja það ferðaþjón- ustu. Nú er unnið að því að efla þetta hátíðarhald, meðal annars með því að vinna að öflugri dagskrá sem standa mun yfir frá því kvöldið fyrir hátíðardaginn og út þann dag. ------- Menningarborgarsjóður styrkir verkefnið í ár. Er það afar ánægjulegt að verða þar með hluti af því áhugaverða framtaki sem Menningarborg- arsjóður stendur fyrir," segir Elín R. Líndal. 19

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.