Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2003, Síða 24

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2003, Síða 24
Hrafnagilsskóli í Eyjafjarðarsveit Unnið eftir hugmyndum um siðfræðimenntun „Ég kem í skólann til þess að læra og nýta hæfileika mína til fulls," er skólaheit Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit, sem nemendur fara með á hverjum degi. Að undanförnu hefur skólastarfið verið þróað í samræmi við hugmyndir um siðfræðimenntun eins og hún birtist víða um heim. Karl Frímannsson skólastjóri segir að þessi hugmyndafræði hafi borist víða að bæði frá ýmsum skólum á Vesturlöndum, þar sem siðfræðimenntun hafi verið að þróast, og einnig frá Asíu þar sem slíkt skólastarf sé að finna. Hann segir að greinar sem Jón Baldvin Hannesson skólaráðgjafi hafi skrifað um þessi mál í Morgunblaðið hafi vakið athygli sína. „Ég hugsaði með mér að ef satt og rétt væri að auka mætti árangur í skólastarfi með þessum hætti, hvað varðar hegðun, námsárangur og að skapa sterka einstaklinga, þá væri vel þess virði að athuga um hvað þetta snerist. Við fórum því að kynna okkur þessi mál og afla upplýsinga um siðfræðimenntun frá ýmsum aðilum, sem varð til þess að við fórum að þróa okkar eigin aðferðir. Við ákváðum strax í upphafi að umturna ekki skólastarfinu heldur að laga hina nýju hugmyndafræði að aðalnámskrá íslenska grunnskólans," segir Karl. Karl Frímannsson skólastjóri Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit. Allir hafa möguleika til framfara „Við höfum unnið þetta á þann hátt að búa til okkar eigin skólasýn," segir Karl. Hún gengur út á að allir hafi hið góða í sér og hæfileikann til þess að verða betri manneskjur, sem er mjög mikilvæg sýn á öll samskipti, mannlíf og það sem við erum að gera. Með því að viðurkenna að við höfum það góða í okkur þá nálgumst við málin á annan hátt. Sam- skiptin ganga ekki út á ásakan- ir og það er yfirlýst hér í skól- anum að vera ekki að rífast og skammast. Aldrei er þó svo að allt sé í himnalagi og við sigl- um ekki lygnan sjó frekar en aðrir. Með þessu sköpum við okkur hins vegar ákveðna leið og ákveðin tæki til þess að takast á við þau mál sem koma upp. Við nálgumst nemenda- og starfsmannamál á þeim for- sendum að allir hafi möguleika til þess að taka framförum og verða betri manneskj- ur. Það er grunnurinn að skólastarfinu. Með þessu erum við líka að vinna með þætti sem hafa beina tilvísun í lög og regl- ur, hvort sem það eru grunnskólalög, aðal- námskrá eða stjórnsýslulög." Karl segir meginmarkmiðin að nemendur séu góð- viljaðir og glaðværir ásamt því að sýna framúrskarandi námsárangur. Góðvildin einkenni samskipti, viðmót og almenna nálgun í skólastarfinu. En það verði ekki að veruleika nema það sé yfirlýst stefna og að fólk sýni fordæmi. Ekki undir landsmeðaltal Þetta er annað starfsárið sem unnið er með siðfræðimenntun í Hrafnagilsskóla. Karl segir að gefa verði þessari vinnu lengri tíma til þess að unnt sé að meta árangur hennar að fullu. „Við höfum gefið okkur fimm ár til þess að ná stöðugum og jöfnum námsárangri. Stefnan er sú að vera ekki undir landsmeðaltali í samræmdum grunnskólaprófum. Ég tel það mjög raun- hæfan samanburð vegna þess að við höf- um hann á landsvísu og það er eini raun- hæfi samanburðurinn sem við getum notað til þess að leggja mælikvarða á námsárangur. Síðan höfum við okkar við- miðanir varðandi hegðun og vinnubrögð. Ákveðinn jarðveg- ur þarf að vera í skóla til þess að hægt sé að beita fjölbreytt- um kennsluaðferðum og einnig að nem- endur sýni ákveðna hegðun." Sjálfssprottinn agi Karl segir að til að hindra nýjum hug- myndum í framkvæmd verði að hafa Við ákváðum strax í upphafi að umturna ekki skólastarfinu heldur að laga hina nýju hugmynda- fræði að aðalnámskrá íslenska grunnskólans," segir Karl. 24

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.