Sveitarstjórnarmál - 01.04.2003, Page 27
sem er þar sem þeim sé svarað eftir bestu
getu. Markmiðið með þessu sé að veita
ungu fólki bæði persónulega og faglega
þjónustu sem bæði fer fram með viðtölum
í Hinu Húsinu og einnig með tölvusam-
skiptum en margvíslegar upplýsingar er að
finna á heimasíðu þess. Fyrir skömmu
hlaut Hitt Húsið 26 milljóna króna styrk af
Leonardo-verkefni Evrópusambandsins,
sem beinist að því að efla allsherjar ráð-
gjöf fyrir ungt fólk.
Yngsta mannfólkið
Ein þeirra nýunga sem Hitt Húsið hefur
staðið fyrir er „Ungt fólk með ungana
sína". Ungum foreldrum er boðið að
koma með börnin sín í Hitt Húsið á
fimmtudagseftirmiðdögum þar sem leitast
er við að skapa ánægjulegar stundir og
fólk getur kynnst öðru fólki sem býr við
sömu aðstæður. Markús segir þetta hlið-
stæðu við mömmumorgna kirkjunnar sem
notið hafa vinsælda á undanförnum árum.
Útgáfu- og fundaaðstaða
Af mörgu sem Hitt Húsið hefur á boðstól-
um má nefna fjölbreytta vinnuaðstöðu til
lengri eða skemmri tíma. Um er að ræða
aðgang að tölvum og Netinu, prentara,
faxtæki og öðrum hefðbundnum vinnu-
tækjum, auk þess sem í Hinu Húsinu er
fundaaðstaða. í Músarholunni er sérstök
aðstaða fyrir þá sem vilja vinna að útgáfu-
málum. Þar er að finna alla nauðsynlega
aðstöðu til textagerðar, myndvinnslu, aug-
lýsingagerðar og útlitshönnunar. Markús
segir þessa aðstöðu sérstaklega hentuga
fyrir ungmenni sem vinna að útgáfu skóla-
blaða, auk annarra sem vilja sinna útgáfu
prentefnis.
Besta forvörnin
Jafningjafræðslan er veigamikill þáttur í
starfi Hins Hússins. Markmið hennar er að
efla einstaklinga til þess að takast á við
erfiðar aðstæður á jákvæðan hátt. Upphaf
jafningjafræðslunnar má rekja til barátt-
unnar gegn neyslu vímuefna, að aðstoða
fólk við að lifa vímuefnalausu lífi og
einnig að vekja fólk til umhugsunar um að
hver og einn beri ábyrgð á eigin lífi óháð
aðstæðum hverju sinni. Jafningjafræðslan
starfar allt árið um kring og er eins og
nafnið bendir til unnin af fólki á aldrinum
frá 17 til 25 ára. Á veturna er lögð áhersla
á fræðslu um lífsstíl fólks á framhalds-
skólastigi þar sem sérstök áhersla er lögð
á sjálfsmynd þess sem bestu forvörnina.
Þessu starfi tengist fræðsla og umræður
um ýmsa þætti sem leita á hug fólks á
þessu æviskeiði og má þar meðal annars
nefna neyslu áfengis- og vímuefna, einelti
og ofbeldi, kynþáttafordóma og kynlíf.
Listahátíö á hverju ári
Á sama hátt og götuleikhús er liður í sum-
arstörfum ungmenna á vegum Hins Húss-
ins er margvíslegt lista- og menningarstarf
unnið allan ársins hring. Listahátíð ungs
fólks hefur verið árviss viðburður í 13 ár
og stendur yfir í eina viku í senn. Listahá-
tíðin eða Unglist eins og hún kallast hefur
alltaf verið haldin í tengslum við Hitt Hús-
ið þar sem meginmarkmiðið er að sem
flestir menningarkimar geti komið verkum
sínum á framfæri og að hátíðin endur-
spegli það helsta í listsköpun ungs fólks
hverju sinni.
Að vera þau sjálf
Margt fleira mætti telja af margbreytileg-
um viðfangsefnum. Markús segir starfsem-
ina fyrst og fremst byggjast á því að laða
fram hugmyndir frá ungu fólki og aðstoða
það við að þróa þær og framkvæma. Forð-
ast sé að mata ungmennin á einhverjum
uppskriftum um hvað þau eigi að gera eða
að vinna. Hann segir engan skort á hug-
myndum en eins og ætíð séu þær misjafn-
ar og af ýmsum toga. Það gefi starfseminni
bæði líf og lit en einkum þá miklu breidd
sem unnt hafi verið að þróa. Ungmennin
komi fyrst og fremst til þess að vera þau
sjálf og vinna að því sem þau hafa áhuga
fyrir, auk þess að sækja sér upplýsingar í
þann upplýsingabanka sem starfsfólk hef-
ur yfir að ráða. Markús segir einnig að
mikilvægt sé að sýna ungmennunum
fyllsta traust, meðal annars með því að
treysta þeim fyrir aðgangi að húsnæði
þegar þau eru að starfa utan hefðbundins
vinnutíma. Cagnkvæmt traust sé ákaflega
mikilvægt í starfsemi þjónustumiðstöðvar
af þeirri gerð sem Hitt Húsið sé og undan-
tekningalítið hafi reynst auðvelt að byggja
það upp.
Danfoss ECL stjórnstöðvar fyrir hitakerfi
Stjórnendur fyrirtækja!
Aukið vellíðan starfsfólks og lækkið rekstrarkostnað
hitakerfisins með ECL stjórnstöð á hitakerfið
Kynnið ykkur kosti og verð
ECL stjórnstöðvarinnar frá Danfoss
Þægindi - Öryggi - Sparnaður
Danfoss hf
Skútuvogi 6 Sími 510 4100
www.danfoss.is
27