Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.2003, Blaðsíða 12

Sveitarstjórnarmál - 01.09.2003, Blaðsíða 12
Flutningar í Grafarholtshverfi 2002 Flutningar í Grafarholtshverfi 2002 Heildarfjöldi aðflytjenda: 506 manns Hringform: Hlutfall brottfluttra af íbúafjölda borgarhluta. Meðalhlutfall brottfluttra í Reykjavík í heild: 0,4 Myndin sýnir fjölda og hlutfall íbúa sem fluttu í Grafarholtshverfi frá öörum hverfum Reykjavíkurborgar á árinu 2002. þessi mismunur hækkað í um 750 manns á ári að meðaltali. Á fyrsta tímabilinu fluttu flestir frá Reykjavíkurborg til Hafnarfjarðar- kaupstaðar en á því næsta tók Kópavogsbær að sækja á og á síð- asta tímabilinu fluttu til Kópavogs um tveir þriðju þeirra sem fóru frá borginni til nágrannasveitarfélaganna. Bjarni segir að heldur hafi dregið úr fólksflutningum frá Reykjavíkurborg til Kópavogs- bæjar. Um 515 manns hafi flutt að meðaltali á ári úr Reykjavík til Kópavogs á árunum frá 1998 til 2001 en á síðasta ári aðeins 395. Flutningar til Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Mosfellsbæjar hafi hins vegar tvöfaldast á sama tíma miðað við meðaltal áranna á undan. Bjarni segir þessar tölur endur- spegla þá þróun að byrjað sé að draga úr áhrifum fjölda fullgerðra íbúða í Kópa- vogi eftir mikið uppbyggingartímabil frá miðjum tíunda áratug síðustu aldar á sama tíma og umtalsverð aukning hafi orðið á fjölda fullgerðra íbúða í hinum sveitarfélögunum þremur á síðasta ári. Miðaldra fólk í úthverfin í skýrslu Bjama kemur fram að fjölmenn- ustu árgangarnir er flytja af landsbyggð- inni til höfuðborgarsvæðisins eru á aldr- inum 20 til 24 ára en þeir sem flytja heim frá útlöndum eru eldri eða á ald- ursbilinu frá 30 til 49 ára. Hann segir það einkum skýrast af flutningum vegna náms og einnig því að fólk flytur heim frá útlöndum að loknu framhaldsnámi og f sumum tilvikum einhverjum starfstíma erlend- is að námi loknu. Hann bendir á að fólk sem flytur frá Reykjavík- urborg til nágrannasveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sé á aldrinum 25 til 49 ára eða sá aldurshópur sem er með börn á grunnskólaaldri. Hann segir tíðni íbúaflutninga eftir aldurshópum sveiflast og mynda ákveðna toppa. Aldurshópurinn frá 20 til 24 ára og ung börn þess fólks séu mest á faraldsfæti. Þessir aldurs- hópar leiti öðrum fremur inn á miðborgarsvæðið en virðast síðan kjósa að hverfa þaðan aftur eftir að námstíma lýkur og grunn- skólaaldur barna hefst. Það komi heim og saman við það sem þekkt sé hjá öðrum þjóðum. Um 240 þúsund 2005 í skýrslunni kemur fram að mannfjöldaspár geri ráð fyrir að um 240 þúsund manns komi til með að búa á höfuðborgarsvæðinu eftir um aldarfjórðung. Samkvæmt við- miðunarspá muni íbúum höfuðborgar- svæðisins fjölga um 52 þúsund, sem er um 30% fjölgun, eða um 2.200 manns á ári að meðalatali. Samkvæmt sömu mannfjöldaspá eiga íbúar Reykjavíkur- borgar einnar að verða orðnir á bilinu 130 til 140 þúsund árið 2025 eða um 20-30 þúsund fleiri en þeir eru í dag. í viðmiðunarspám er gert ráð fyrir að heldur dragi úr flutningum fólks af lands- byggðinni og útlöndum til höfuðborgar- svæðisins eftir árið 2005 og að flutningar verði komnir í jafnvægi eftir um það bil 15 ár. Samkvæmt eldri viðmiðunarspá áttu íbúar Reykjavíkurborgar að vera orðnir rúm 114 þúsund í dag en eru að- eins um 112.490. Munar þar mest um minni fjölgun á árinu 2002 en gert hafði verið ráð fyrir. f lok skýrslu sinnar bendir Bjarni á að í áætlunum aðalskipulags Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið 2001 til 2024 sé miðað við tölu- verða aukningu á úthlutunum lóða í borginni á næstu árum eða um byggingarými fyrir um 900 íbúðir á ári að meðaltali á árunum frá 2005 til 2009. Það þýði að nokkuð muni draga úr flutningum frá Reykjavík til nágrannasveitarfélaganna á næstu árum. Fjölbýlishús í Kópavogi. Vegna mikilla byggingafram- kvæmda aö undanförnu hefur fjöldi fólks flutt til Kópavogs. Nú hefur dregið úr þessum flutningum aö sögn Bjarna Reynarssonar. 12

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.