Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.2003, Blaðsíða 23

Sveitarstjórnarmál - 01.09.2003, Blaðsíða 23
Horít af Oddsskaröi í átt til Eskifjaröar og Reyðaríjaröar. Þótt fjöll kljúfi byggöir kemur þaö ekki í veg fyrir góöa samvinnu innan sveitaríélagsins enda myndun Fjaröabyggðar forsenda þess sem nú er aö gerast á Austurlandi að mati Smára Geirssonar. árinu 2001 gerðu til dæmis öll austfirsku sveitarfélögin með sér samning um sam- starf á sviði menningarmála og fól samn- ingurinn í sér að byggð yrðu upp fjögur jafnrétthá menningarhús f landshlutanum. Síðan gerðu sveitarfélögin öll saman samning við ríkisvaldið um framlag þess til menningarverkefna og reksturs og upp- byggingar menningarhúsanna. Á þessu sviði höfum við haft forystu og gaman væri ef menningarelíta landsins veitti þessu einhverja athygli og hefði þetta í huga þegar rætt er um málefni Austur- lands." Fiskeldið - vonandi önnur stóriðja „Nú er hafið laxeldi í stórum stíl á Austur- landi og hugsa menn sér einnig að hasla sér völl á öðrum sviðum fiskeldis. Tilraunir á sviði þorskeldis eiga sér til dæmis stað í Fjarðabyggð og tilrauneldi á hlýra fer fram í Neskaupstað. Á þessu sviði eru spennandi tímar framund- an. Laxeldi er hafið af fullum krafti í Mjóafirði og eins eru menn komnir af stað í Berufirði og Seyðis- firði. Þá er í bígerð að hefja laxeldi í Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði. Til að átta sig á umfangi hins fyrirhugaða laxeldis er ágætt að taka Fjarðabyggð og Mjóafjörð sem dæmi. Fyrirhugað er að framleiða 14 þúsund tonn af laxi á þessu svæði og verði því framleiðslumarki náð á árunum 2006 til 2007. Öllum þessum laxi er ráð- gert að slátra í Neskaupstað og vinna hluta hans þar. Til samanburðar má geta þess að heildarþorskkvóti Norðfirðinga er nú um 2.500 tonn. Gert er ráð fyrir að laxeldið skapi um 120 störf í Fjarðabyggð og Mjóafirði og með afleiddum störfum gæti hér verið um að ræða um 200 störf. Hér er því ótvírætt um aðra stóriðju að ræða ef allt gengur eftir." Líka slegist um laxeldið Smári segir ákveðinn slag hafa verið að baki uppbyggingunni í laxeldinu þó ekki hafi hann verið eins áberandi og slagurinn um virkjun og álver. „Við, fulltrúar sveitar- félaganna, beittum okkur mjög ákveðið í þessum slag og hjálpuðum til við að ná fram jákvæðri niðurstöðu. í Mjóafirði hef- ur verið sýnt fram á að eldið sjálft gengur mjög vel og ef markaðsskilyrði verða þokkaleg og aðrar aðstæður viðunandi eru bjartir tímar framundan á laxeldissviðinu eystra." Ekkert annað en móðgun „Ef menn líta með sanngirni á allt það sem hefur verið að gerast á Austurlandi að undanförnu sjá menn að því fer fjarri að Austfirðingar hafi eingöngu setið hljóðir og aðgerðarlausir og beðið eftir virkjun og álveri. Að halda slíku fram er ekkert ann- að en móðgun við íbúa landshlutans. í umræðum um umhverfismál og atvinnu- uppbyggingu, eins og hinum heitu um- ræðum um málefni Austurlands að undan- förnu, er brýnt að menn átti sig á að tekist er á um tvö meginsjónarmið sem bæði eiga nokkurn rétt. Við Austfirðingar viljum búa í blómlegu samfélagi en okkur þykir einnig vænt um landshlutann okkar. Hvað varðar virkjun og álver þá eru flestir Aust- firðingar tilbúnir að fórna ákveðnum nátt- úruverðmætum í þágu hins austfirska sam- félags og reyndar í þágu hins íslenska samfélags sem heildar. Það fer ekkert meira í taugarnar á mér en þegar fólk ræðir þessi mál eins og það fyrirfinnist ekki mannlegt samfélag á Austur- landi. Þetta fólk er upptekið af lífshagsmunum hreindýra, gæsa og háfjallagróðurs en það virðist aldrei leiða hugann að mannfólkinu sem býr eystra og lífshagsmunum þess," segir Smári Geirsson. „Gert er ráð fyrir að laxeldið skapi um 120 störf í Fjarðabyggð og Mjóafirði og með afleiddum störf- um gæti hér verið um að ræða um 200 störf." 23

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.