Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.2003, Blaðsíða 20

Sveitarstjórnarmál - 01.09.2003, Blaðsíða 20
Fjarðabyggð Hugarfarið ræður miklu um samfélagsþróunina Smári Geirsson, fyrrverandi formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi og formaður bæj- arráðs Fjarðabyggðar, segir sameiningu sveitarfélaganna hafa verið eina meginforsenduna fyrir því að virkjunar- og álversmálin eystra náðu fram að ganga. Smári Geirsson var formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi frá 1998 en lét af formennsku á aðalfundi sambandsins sem haldinn var í lok ágúst. Hann hefur því fylgt eftir allri síðustu lotu undirbún- ings að uppbyggingu stóriðju eystra og raunar leitt baráttuna fyrir því að nýta beri orku og byggja upp orkufrekan iðnað á Austurlandi. Lokalotan hófst árið 1997 og frá þeim tíma hefur margt drifið á dagana þar til endanlegum áfanga var náð og ákveðið að byggja Kárahnjúkavirkjun og álver á Reyðarfirði. Tíðindamaður hitti Smára á heimili hans f Neskaupstað á dögunum og ræddi við hann um þetta viðamikla verkefni sem mun gjörbreyta allri stöðu Austurlands á komandi tímum. Gleðistundir og vonbrigði Smári segist hafa upplifað gleðistundir jafnt sem vonbrigði á þeim tíma sem bar- áttan fyrir virkjun og álveri hefur staðið yfir. Stundum hafi verið gaman að taka þátt í þessum slag en á milli hafi komið afskaplega erfiðir tímar og í þessu máli eins og mörgum öðrum skipti gott úthald öllu. „Það var mikið reiðarslag fyrir fólk hér eystra þegar fallið var frá Fljótsdals- virkjun og byggingu 120 þúsund tonna ál- vers í fyrsta áfanga á árinu 2000. Þá var Ijóst að framkvæmdir myndu frestast og málið dragast á langinn. Þegar síðan átti að fara að taka ákvörðun um Kárahnjúkavirkj- un og stærra álver snemma á árinu 2002 treysti Norsk Hydro sér ekki til að standa við fyrirfram ákveðnar tíma- setningar. Þessi afstaða Hydro varð okkur, sem unnið höfðum að þessum málum, og flestum Austfirðing- um gríðarlegt áfall og það var í reynd erfitt að stappa stálinu í fólk. Áföllin höfðu þau sorglegu áhrif á sínum tíma að margir „Þegar samningar voru undirrilaðir viö hátíölega athöfn á Reyðarfirði 15. mars og gleðin og ánægj- an skein úr hverju andliti voru stundir vonbrigö- anna allar gleymdar/' segir Smári Ceirsson. „Þeim sem helst unnu að framgangi verkefnisins bar gæfa til að þjappa sér saman á erfiðustu stundunum og bretta upp ermar og þá var sam- staða austfirskra sveitarstjórnarmanna alla tíð til hreinustu fyrirmyndar." harðir fylgismenn verkefnisins misstu móðinn og trúna á að hér væri unnið að raunhæfu markmiði. Þetta fólk spurði okk- ur, sem stóðum helst í baráttunni, jafnvel að því hve lengi við ætluðum að láta hafa okkur að fíflum. Síðan var líka sárt að fylgjast með gleði andstæðinga verkefnis- ins þegar umrædd áföll dundu yfir. Þeim sem helst unnu að framgangi verkefnisins bar gæfa til að þjappa sér saman á erfið- ustu stundunum og bretta upp ermar og þá var samstaða austfirskra sveitarstjórnar- manna alla tíð til hreinustu fyrirmyndar. Þegar endanlegir samningar voru síðan undirritaðir við hátíðlega athöfn á Reyðar- firði 15. mars síðastliðinn og gleðin og ánægjan skein úr hverju andliti voru stundir vonbrigðanna allar gieymdar. Sig- ur var í höfn." Samráðshópur með heimamönnum „Ég hélt því ætíð fram að ef við heima- mennirnir misstum trúna á farsæla niður- stöðu þessa mikilvæga máls yrði ekkert úr því. Við eystra yrðum að gera allt sem í okkar valdi stæði til að þoka málinu áfram í samráði við stjórnvöld og viðkomandi fyrirtæki. Staðreyndin er sú að eftir að Alcoa kom að málinu í mars til apríl 2002 hefur framgangur þess verið með ævin- týralegum hraða. Allt hefur gengið vel fyr- ir sig og við hér eystra erum mjög ánægð með á hvern hátt Alcoa vinnur að því. Forsvarsmenn Alcoa eru mjög uppteknir af því að álverið verði íslenskt fyrirtæki í Alcoafjölskyldunni eins og þeir orða það gjarnan. Fyrirtækið á að vera byggt upp á íslenskum forsendum og starfsfólk þess á að vera ís- lenskt nema hugsanlega í ein- hverjum undantekningartilvik- um. Þá verður lagt kapp á að undirbúa væntanlegt starfsfólk sem best og það gerir Alcoa meðal annars í samstarfi við Verkmenntaskóla Austur- lands. í þessu sambandi er rétt að hafa í 20 ------

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.