Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.2003, Blaðsíða 32

Sveitarstjórnarmál - 01.09.2003, Blaðsíða 32
Kárahnjúkavirkjun og Austurland íbúafjöldinn mun tvöfaldast íbúafjöldi Norður-Héraðs mun meira en tvöfaldast á framkvæmdatíma Kárahnjúkavirkjunar. Jónas Þór Jóhannsson sveitarstjóri segir að tryggja verði íbúafjölgun til frambúðar. lónas Þór lóhannsson, sveitarstjóri á Norður- Héraði. „Ég tel enga spurningu um að virkjanamálin hafa mikið að segja fyrir okkur," segir Jónas Þór Jóhannsson, sveitarstjóri á Norður Hér- aði. „Að undanförnu höfum við þurft að takast á við mörg ný verkefni, meðal annars samningagerð við Landsvirkjun vegna Kára- hnjúkavirkjunar, umhverfismat vegna virkj- unarinnar og einnig nýtt deiliskipulag vegna íbúðabyggðar á virkjunarsvæðinu. Við erum nýliðar í þessum verkefnum en ég held að okkur hafi engu að síður tekist sæmilega að vinna úr þessu." Spurning um tekjur af fasteignagjöidum Jónas Þór segir að þótt um stærstu fram- kvæmdir íslandssögunnar til þessa sé að ræða, þegar tillit er tekið til umfangs þeirra, séu þær þó ekkert meiri miðað við hagkerfi þjóðarinnar í dag en Búrfellsvirkjun hafi verið á sínum tíma. Þessar framkvæmdir komi á hinn bóginn til með að hafa meiri áhrif í einum tilteknum landshluta en fram- kvæmdirnar við Búrfell höfðu og njóti öll sveitarfélögin á svæð- inu þeirra þótt það verði í mismiklum mæli. „Eins og staðan er í dag munum við ekki njóta tekna af þessum framkvæmdum í sama mæli og til dæmis Fjarðabyggð og Fljótsdalshreppur vegna þess að samkvæmt núgildandi reglum eru ekki lögð fasteigna- gjöld á stíflur og rennslisgöng, sem í þessu tilviki eru að stórum hluta á Norður-Héraði. Fasteignagjöld eru aftur á móti lögð á stöðvarhús virkjana svo og byggingar vegna stóriðju. Við erum að vinna að því að fá leiðréttingu þannig að við sitjum við sama borð og önnur sveitarfélög sem þessar framkvæmdir ná til. Ég úti- loka ekki og tel raunar góðar vonir til að reglum verið breytt á þann hátt að tekjur af þeim hlutum virkjunarinnar sem eru innan sveitarfélagsins komi í okkar hlut." Meira en tvöföldun íbúafjölda Um 300 manns búa á Norður-Héraði. Sveitarfélagið varð til við sameiningu þriggja hreppa árið 1998. Ekkert þéttbýli er á Norð- ur-Héraði og byggist atvinnustarfsemin að mestu leyti á landbún- aði. Jónas Þór segir að hverjar sem lyktir fasteignagjaldsmálsins verði þá komi þessar framkvæmdir til með að hafa margvísleg „Eins og staðan er í dag munum við ekki njóta tekna af þessum framkvæmdum í sama mæli og til dæmis Fjarðabyggð og Fljótsdalshreppur." áhrif. „Nú er gert ráð fyrir að allt að 300 til 500 manns muni eiga tímabundið lögheim- ili á virkjunarsvæðinu. Ætlunin er að stofna til fjögurra vinnubúða og verða tvær þeirra, Laugarás og Tunga, á Norður-Héraði með um eða yfir 800 íbúa þegar mest verður. Þetta er gert með samkomulagi okkar við Impregilo, ítalska fyrirtækið sem byggir virkjunina. Gert er ráð fyrir að þeir starfs- menn sem dvelja munu í meira en hálft ár á framkvæmdasvæðinu verði með lögheimili í búðunum. Því er Ijóst að íbúafjöldi Norð- ur-Héraðs mun meira en tvöfaldast meðan framkvæmdir við virkjunina standa yfir." Jónas Þór segir að um allt aðra framkvæmd sé að ræða en þegar Fljótsdalsvirkjun var til umræðu snemma á áttunda áratugnum. í dag sé hugað mun meira að umhverfinu og áhrifum virkjanaframkvæmda á það. Megn- ið af framkvæmdunum sé neðanjarðar en á þeim tíma hafi verið gert ráð fyrir að leiða rennslisvatn í opnum skurðum í stað jarð- ganga. „Þegar maður lítur til baka getur maður verið sáttur við að ekki var farið í þá framkvæmd eins og hún var fyrirhuguð á þeim tíma." Fleiri stoðir undir atvinnulíf Jónas Þór segir óvíst hver framtíðaráhrif Kárahnjúkavirkjunar og álvers Alcoa á Reyðarfirði verði á íbúaþróun á Norður-Héraði. Virkjunarframkvæmdirnar séu tímabundin verkefni og samkvæmt samningum sveitarfélagsins við Landsvirkjun verði vinnubúðirnar teknar niður og verksummerki þeirra fjarlægð að þeim loknum. Þó megi gera ráð fyrir að áhrifin verði nokkur og tæpast spurning um annað en að íbúum fjölgi til frambúðar. Fólksfjölgunin á Mið- Austurlandi muni teygja sig til beggja átta. Gera verði ráð fyr- ir að fólk af Norður-Héraði muni njóta þeirra starfa sem myndist með tilkomu álversins og afleiddra starfa af því. Jónas segir nauðsynlegt að skjóta frekari stoðum undir atvinnumöguleika fólks á Norður-Héraði. „Við verðum að vona að landbúnaður leggist ekki af og ég vil ekki trúa að það verði. Það er þó ekkert sérlega bjart framundan í þeim efnum og nauðsynlegt fyrir byggðirnar að geta treyst á fleiri atvinnuvegi eigi þær að haldast, að ekki sé talað um að þær 32

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.