Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.2003, Blaðsíða 36

Sveitarstjórnarmál - 01.09.2003, Blaðsíða 36
Viðtal mánaðarins Sveitarfélögin hafa sýnt metnað í skólamálum Guðrún Ebba Ólafsdóttir hefur starfað sem borgarfulltrúi og borgarráðsmaður í Reykjavík í 15 mánuði. Hún segir sveitarfélögin hafa sýnt metnað í skólamálum og að ótti vegna flutnings grunnskólans til sveitarfélaganna sé ástæðulaus. Cuörún Ebba Ólafsdóttir borgarfulltrúi Reykjavíkurborgar. „Þegar maður hefur lifað ítiltölulega öruggu umhverfi og alltaf átt einhvern að er ákveðin Iffsreynsla fólgin í því að kynnast málum fólks sem minna má sín." - MOTIV-MYND, Jón Svavarsson. Guðrún Ebba Ólafsdóttir tók sæti í borgar- stjórn Reykjavíkurborgar og borgarráði að afloknum sveitarstjórnarkosningunum 2002. Hún er kennari og starfaði við kennslu um árabil auk þess að vera í for- ystu fyrir kennara, sem formaður Kennara- félags Reykjavíkur, varaformaður KÍ og síðar formaður Félags grunnskólakennara f Kennarasambandi íslands. Hún segir að að vissu leyti megi líta á þátttöku í sveitar- stjórnarmálum sem framhald af störfum hennar að félagsmálum kennara. Metnaður í skólamálum „Aðdragandinn að ákvörðun minni um að gefa kost á mér til þátttöku í borgarstjórn var ekki langur. Þegar mér var boðið að gefa kost á mér í framboð til borgarstjórn- ar fannst mér ég ekki geta látið tækifærið frá mér fara. Ég taldi mig hafa góða reynslu til þess að byggja á af fyrri störfum mínum, bæði við kennslu og einnig af fé- lagsmálum. Rekstur grunnskólans er einn af stóru málaflokkum sveitarstjórnarstigs- ins og ég hef tilfinningu fyrir þvf að mikill metnaður ríki í röðum sveitarstjórnar- manna um að vinna faglega að þessum málaflokki og standa vel að rekstri grunn- skólans." Ástæðulausar áhyggjur Forsvarsmenn kennara höfðu á sínum tíma áhyggjur af rekstri grunnskól- ans ef til flutninga hans kæmi frá ríki til sveitarfélaga og Kennarasambandið var í upp- hafi ekki hlynnt þeirri tilfærslu. Guðrún Ebba segir marga hafa óttast að sveitarfélögin hefðu ekki bol- magn til annast skólahaldið á sama hátt og ríkið. Þær áhyggjur hafi þó reynst ástæðulausar. „Það var mjög ánægjulegt að upplifa hvernig sveitarfélögin tóku á þessum málum og að fylgjast með hvernig þeim hefur tekist að vinna að málefnum grunnskólans. í Ijósi reynslunnar var um rétta ákvörðun að ræða. Ákvarðanataka í skólamálum færðist nær skólunum sjálfum og starfið hefur á ýmsan hátt verið unnið í nánari samvinnu við skólastjórnendur og kennara og raunar alla sem koma að skólastarfi en á meðan grunnskólarnir voru reknir af ríkinu." Guðrún Ebba bend- ir þó á að draga megi enn frekar úr mið- stýringunni. í Reykjavík er einungis ein skólanefnd, fræðsluráð Reykjavíkur, og mikilvægt að stíga næsta skref og færa ákvarðanatökuna enn nær skólaumhverf- inu, eins og heimild er til innan gildandi laga. Guðrún Ebba bendir á að aðalnámskrá grunnskóla frá 1999 sé talsvert stýrandi fyrir stjórnendur skóla og kennara. Að undanförnu hafi þó farið fram tilraunir með nýjungar í skólastarfi og áhugavert verði að sjá hvernig þær koma til með að reynast. „Sú breyting hefur einnig orðið að aðalnámskrá grunnskólans er stöðugt til endurskoðunar og því má búast við að breytingar til betri vegar komi fyrr fram en ella og eigi greiðari að- gang inn f skólastarfið." „Ég lít á það sem kost fyrir mig að þekkja til flestra skólanna og stjórnenda þeirra." 36

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.