Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.2003, Blaðsíða 38

Sveitarstjórnarmál - 01.09.2003, Blaðsíða 38
Málefni aldraðra og ferskir vindar Lífsorka - bók um lífsstíl, starfslok og góða heilsu Þórir S. Guðbergsson skrifar um málefni aldraðra og bókina Lífsorku, bók um lífsstíl, starfslok og góða heilsu. Frá vöggu til grafar Segja má að ferli öldrunar hefjist við getn- að. Alla ævi skipta erfðir miklu máli og fylgja okkur frá vöggu til grafar. En fylgi- fiskar fæðingar eru fleiri en erfðir. Fjöldi þátta hefur áhrif á lífsferlinu og má nefna augljósa þætti eins og uppeldi, öryggi (ör- yggisleysi), hlýtt viðmót (eða hranalegt), áhrif félaga, skóla, menntastofnana, íþrótta- og æskulýðsfélaga og möguleika okkar í sköpun og þróun menningar lands og sveitarfélaga. Um nokkurra ára skeið hafa sveitar- stjórnir í Noregi skipað sérstök öldungaráð sem setið hafa alia fundi stjórnar sveitarfé- lagsins þar sem málefni aldraðra hafa ver- ið rædd. Sums staðar hefur tilraunin gefist mjög vel og ferskir vindar blásið þar sem frumkvæði fullorðinna hefur fengið að njóta sín. Annars staðar hefur hún gengið miður. Hér skiptir máli: Veldur hver á heldur - með hvaða viðhorfi er gengið til starfa. Undirrituðum gafst færi á að ritstýra Fréttabréfi um málefni aldraöra, sem Reykjavíkurborg gaf út um þriggja ára skeið á 9. áratug 20. aldar. í ritstjórn sátu meðal annarra þrír lífeyrisþegar hvert ár. Vinnan var sem endranær með reyndu og lífsglöðu fólki bæði gefandi og ögrandi, skemmtileg og lærdómsrík, en erfið fyrir alla aðila. Fjöldi sveitarfélaga hefur verið reiðubú- inn að reyna „eitthvað nýtt" í málaflokki aldraðra og sumir farið ótroðnar slóðir. Aldrei gerist neitt markvert ef engin áhætta er tekin. Það er skoðun mín að ferskir vindar muni blása á íslandi innan tíðar auðnist stjórnvöldum að nýtá reynslu, þekkingu og hæfileika fullorðinna í mikiu ríkari mæli en nú er gert. Sömu- leiðis má ítreka að sem flestir aðilar innan sveitarfélags taki höndum saman, bryddi upp á nýjungum og taki áhættu. Öllum leyfist að gera skissur eða láta hugmynda- flugið hlaupa með sig í gönur. Af öllu má læra. Betra er að vera sveigjanlegur og hugmyndaríkur og gera vitleysur öðru hverju en að vera þröngsýnn og fastheld- inn og halda að maður sé alltaf að gera rétt! Lífsorka og lífsgleði Sennilega má telja eðlilegt og sanngjarnt að sérhvert sveitarfélag spyrji hvernig sam- starfi og samvinnu sé háttað innan sveitar- félagsins, milli stjórnar þess annars vegar og hins vegar félaga, félagasamtaka, safn- aða, Rauða kross félaga, kvenfélaga, Lionsklúbba, félags eldri borgara og fleiri aðila. Hverjir eru með einhvers konar þjónustu eða starf fyrir og með öldruðum, hvernig er því háttað, hver eru tengsl inn- byrðis milli félaga? Hvernig skarast verk- efni og hvernig nýtast dýrmætir starfskraft- ar? Eru eftirlaunaþegar búnir undir efri árin, er þeim Ijóst hve gefandi og gæfuríkt sjálfboðaliðsstarf getur verið? Er skólayfir- völdum Ijóst hvernig unnt er að nota frá- sagnarhæfileika aldraðra í sveitarfélaginu í mörgum greinum skólastarfs? Þannig mætti lengi telja og er bent á margar hagnýtar hugmyndir í bókinni Lífs- orku. Hugmyndaauðgi eru engin takmörk sett. Mörg sveitarfélög búa yfir mikilli reynslu sem þau gætu miðlað öðrum og mörg sveitarfélög gætu sameinast um ákveðin verkefni. Fyrir tveimur árum voru sett á laggirnar námskeið fyrir eftirlauna- þega á vegum Kennaraháskólans í Bergen, en markmið námskeiðanna var að kynna ritlist og Ijóðlist og hvetja nemendur til að setja á blað hugsanir, reynslu, skoðanir og viðhorf. lnnan tíðar reyndust námskeiðin svo vinsæl, að nágrannasveitarfélögin ósk- Bókin Lífsorka hefur meöal annars að geyma margar hagnýtar hugmyndir um samstarf aldraðra og sveitarfélaganna. Þórir S. Cuðbergsson. uðu eftir öðrum eins og ákveðið var að stofna embætti lektors sem sæi um nám- skeið í öllu Hordalandfylki um tveggja ára skeið. Nú þegar hafa verið gefin út fjögur rit eftirlaunaþega sem ávöxtur þessara námskeiða. Sköpunarþrá er okkur í blóð borin. Við tölum um ritlist, Ijóðlist, myndlist, frásagn- arlist, útsaumslist, prjónlist, leiklist svo nokkuð sé nefnt. Sú reynsla sem við fáum í hvers kyns sköpun er ein dýrmætasta reynsla sem við öðlumst í lífinu. Engum dettur í hug að einn góðan veð- urdag, þegar fólk hættir launavinnu, þá hverfi því gjörsamlega allir hæfileikar. En stundum þarf að laða fram hæfileika fólks, örva það til dáða og hvetja til þess að láta drauma sína rætast allt til hinstu stundar. Með því móti, ásamt mörgu öðru, hjálp- um við hvert öðru til að varðveita lífsork- una og auka lífsgleðina sem eru megin- þættir í forvarnastarfi og eiga hvað stærstan þátt í að varðveita góða heilsu og líðan. Það er lítill vandi að skammast og nöldra eða tuldra í eigin barm, en meiri vandi að vinna jákvætt, skipuleggja skref fyrir skref og horfa fram á veginn með raunsæju, björtu hugarfari. 38

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.