Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.2003, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.09.2003, Blaðsíða 16
Fréttir Tvö rit frá Áfengis- og vímuvarnaráði Kosning varamanna ógild Félagsmálaráðuneytið hefur úrskurðað að kosning varamanna í bæjarráð Vest- mannaeyjabæjar, sem fram fór 26. júní í sumar, sé ógild. Á fundinum var full- trúi afV-lista kjörinn sem varamaður bæjarráðsmanns af B-lista. Forsögu málsins þekkja líklega flestir en eftir að nýr meirihluti var myndaður í Vestmannaeyjum, með þátttöku Andrésar Sigmundssonar, 1. manns af B-lista, hefur verið deilt um hver eigi að vera varamaður hans í bæjarstjórn og nú síðast bæjarráði. Guðríður Ásta Halldórsdóttir, varabæjarfulltrúi og 1. varamaður af B-lista, óskaði eftir að ráðuneytið úrskurðaði hvort hún ætti að vera varamaður Andrésar í bæjar- ráði. Á bæjarstjórnarfundi 26. júní voru Andrés Sigmundsson, Lúðvík Bergvins- son og Arnar Sigurmundsson kjörnir sem aðalmenn í bæjarráð og þau Stefán Jónasson, Guðrún Erlingsdóttir og Guðjón Hjörleifsson sem varamenn. Með vísan til samþykktar um stjórn og fundarsköp Vestmannaeyjabæjar telur ráðuneytið kosningu varamannanna ógilda þar sem ekki sé heimilt að kjósa sérstaklega varamenn í bæjarráðið en í 44. grein samþykktarinnar segir: „Aðal- og varabæjarfulltrúar sem kosningu hafa hlotið af sama framboðs- lista eru varamenn kjörins bæjarráðs- manns af sama lista og í þeirri röð sem þeir skipuðu listann." Samkvæmt úrskurðinum skulu því kjörnir aðal- og varamenn hlutaðeig- andi framboðslista í bæjarstjórn vera varamenn í bæjarráði í þeirri röð sem þeir skipa hlutaðeigandi framboðslista. Fyrsti varamaður Andrésar Sigmunds- sonar í bæjarráði er því 2. maður á framboðslista B-lista Framsóknarflokks- ins og óháðra. Áfengis- og vímuvarnaráð gaf út fyrir nokkru ársskýrslu 2002 ásamt ritinu „Áfengi og önnur vímuefni - Ýmsar tölu- legar upplýsingar". í ársskýrslunni er að finna upplýsingar um leiðarljós, hlutverk, framtíðarsýn og markmið ráðsins ásamt yfirliti um helstu áherslur í starfseminni á liðnu ári, lista yfir styrki forvarnasjóðs, tölulegum upplýsingum, framkvæmda- áætlun og fleira. Meðal verkefna Áfengis- og vímuvarna- ráðs er sem kunnugt er samstarfsverkefni með Sambandi íslenskra sveitarfélaga en samningar þess efnis voru undirritaðir í október 2002. Samstarfið gengur út á að efla áfengis- og vímuvarnir í sveitarfélög- um landsins en verkefnið hefur fengið heitið „Vertu f///"Sagt var frá verkefninu í júníhefti Sveitarstjórnarmála og verður nánar fjallað um það á næstunni. Nýjustu upplýsingar um vímuefnamál í inngangi sínum að skýrslunni „Áfengi og Skjalastjórar og skjalafulItrúar sveitarfé- laga og fyrirtækja þeirra hafa stofnað með sér samtök undir heitinu LYKILL. Félagið var stofnað í nóvember í fyrra en þá komu skjalastjórar flestra sveitarfélaga landsins saman til fundar í Reykjanesbæ. Markmiðið með stofnun félagsins er að auka kynni og stuðla að samstarfi fé- lagsmanna, styrkja og efla áhrif þeirra stofnana sem félagsmenn vinna fyrir, vinna að framþróun og umbótum og standa vörð um hagsmuni félagsmanna. Meðal fastra liða í starfsemi félagsins verður árlegur félagsfundur þar sem mál- efni þessa hóps verða rædd frá ýmsum hliðum en auk slíkra fundahalda hyggst önnur vfmuefni - Ýmsar tölulegar upplýs- ingar" segir meðal annars að skýrslan hafi að geyma fjölbreyttar upplýsingar sem gefi hugmynd um áfengis- og vímuefna- neyslu á íslandi og skaðsemi af vöidum hennar frá mismunandi hliðum. Eitt af skilgreindum verkefnum Áfengis- og vímuvarnaráðs samkvæmt lögum er einmitt að safna gögnum um vímuefnamál þannig að þar séu til nýjustu og haldbær- ustu upplýsingar um stöðu mála hverju sinni. Þórunn Steindórsdóttir félagsfræð- ingur tók skýrsluna saman fyrir Áfengis- og vímuvarnaráð og ritar inngang ásamt Þorgerði Ragnarsdóttur, framkvæmdastjóra ráðsins. Vonast er til að skýrslurnar reynist gagnlegar þeim sem vinna við eða hafa áhuga á heilsueflingarstarfi og vímuvörn- um. Skýrslurnar eru fáanlegar á skrifstofu Áfengis- og vímuvarnaráðs án endur- gjalds. félagið ná tilgangi sínum með því að koma sjónarmiðum félagsmanna á fram- færi og kynna þau ráðamönnum sveitar- félaga eða annarra sem málið varðar. Á fyrsta vorfundi félagsins í lok maí var meðal annars farið yfir stöðu mála í fundargerðakerfum og sérlausnum. Þá skoðuðu félagsmenn skjalasafn Ráðhúss Reykjavíkur og Umhverfis- og tæknisviðs Reykjavíkurborgar, auk þess að ræða hagsmunamál sín frá ýmsum hliðum. Um skráningu nýrra félaga og upplýs- ingar um inngöngu gefur Ingveldur Tryggvadóttir, skjalastjóri Akureyrarbæj- ar. Formaður félagsins er Guðrún Kristín Jóhannsdóttir á Húsavík. Skjalastjórar stofna samtök 16

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.