Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 06.12.2011, Qupperneq 10

Sveitarstjórnarmál - 06.12.2011, Qupperneq 10
Fjármálaráðstefna sveitarfélaga Aukaframlag úr jöfnunarsjóði verði að föstu framlagi Á fjarmálaraðstefnu sveitarfélaga gagnrýndi Halldór Halldórsson, formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, harðlega 300 milljóna króna framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til Sveitarfélagsins Álftaness. Hann sagði að innanríkisráðherra og fjármálaráðherra hafi ákveðið að verja þessum 300 milljónum króna af 700 milljón króna aukaframlagi árs- ins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til Sveitar- félagsins Álftaness gegn mótmælum sam- bandsins. Halldór telur að breyta verði aukaframlagi jöfnunarsjóðs í fast framlag. Sambandið hafi óskað eftir að við umfjöllun fjárlaganefndar um fjáraukalög fyrir yfirstandandi ár tryggi nefndin a.m.k. 200 milljóna króna aukafjár- veitingu til hækkunar aukaframlags Jöfnunar- sjóðs sveitarfélaga úr 700 milljónum í 900 milljónir á þessu ári. Við þessu hafi ríkisvaldið ekki orðið en leggi þess í stað stóran hluta framlagsins til eins sveitarfélags. Ráðherraræðið ekki alræði sem betur fer! Halldór sagði í setningarræðu sinni á ráð- stefnunni að í stefnumörkun sambandsins séu ákvæði um að festa beri varanlega sér- stakt 1.200 milljóna króna framlag ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í stað aukafram- lags og verja því árlega til illa stæðra sveitar- félaga. Það hlutfall tekna ríkissjóðs sem varið sé til jöfnunarsjóðs hækki sem þessari fjár- hæð nemur. Hann sagði að þessum sjónarmiðum hafi verið komið á framfæri við innanríkisráðherra og fjármálaráðherra og einnig óskað eftir því að fjárlaganefnd hafi framangreint stefnu- mið í huga við umfjöllun sína um fjárlaga- frumvarpið fyrir árið 2012. „Við skulum ekki gleyma því að það er Alþingi sem samþykkir fjárlög og þær fjárheimildir sem þar er að finna en ekki rfkisstjórn eða einstakir ráð- herrar. Þó ráðaherraræðið sé mikið hér á landi þá er það ekki alræði sem betur fer. Þess vegna eigum við ekki að hika við að leita beint til Alþingis þegar ráðherrar vilja ekki styðja okkar mál og þá sérstaklega þegar þau geta ekki talist annað en hófstillt og sann- gjörn." Halldór sagði ennfremur að í fjárlagafrum- varpinu sé gert ráð fyrir að aukaframlagið lækki í 350 milljónir króna á næsta ári og enn frekari lækkun verði árið 2013 og eftir það falli það út. „Þetta má ekki gerast fyrr en búið er að gera varanlegar breytingar á jöfnunarsjóði þannig að aukaframlagið komi inn í útgjaldajöfnunargreiðslur sjóðsins." Falleg kort gleðja. Það er alltaf persónulegt að þakka fyrir viðskiptin og samstarfið með fallegum jóla-, nýárs- eða gjafakortum sérmerktum þér. prentmet íslenskt HRAÐÞJÓNUSTA -afliflogsál

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.